Dæmalaus afturhaldshugmynd.

Eitt af því sem svonefndri "Landsnefnd" var falið að gera 1770 og finna möguleika á að bæta samgöngur á Íslandi. Ekkert af því, sem þá var lagt, var framkvæmt. Í því fólst stöðnun en þó ekki bein afturför og það var ekki fyrr en í lok 19. aldar sem hægt og bítandi en þó með vaxandi hraða.

Sú stefna felst í því að gera samgöngur greiðari, hraðari og öruggari til hagsbóta bæði fyrir þéttbýli og dreifbýli, fyrir höfuðborg og landsbyggð, jafnt vegna atvinnulífs, menningar og heilbrigðisþjónustu.

Því er með ólíkindum þegar borgarfulltrúar höfuðborgarinnar nær einróma ætla að beita sér fyrir þeim ótrúlegu tímamótum að í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar verði stigið skref aftur á bak, og ekki aðeins fyrsta og stærsta skref aftur á bak sem tekið hefur verið í þjóðarsögunni, heldur stærsta skref aftur á bak sem mögulegt er að taka.

Til að sveipa þennan gerning blekkingarblæju er talað um að "færa flugvöllinn" þótt fyrir liggi að ekkert annað nothæft flugvallarstæði sé í landi Reykjavíkur og því síður neitt fjármagn til að byggja hann.

Staðreyndin er þessi: Málið snýst um það að færa innanlandsflugið til Keflavíkur og lengja ferðaleið þeirra, sem það þurfa að nota, um 170 kílómetra samtals ef farið er fram og til baka.

Það er aðeins eitt ráð til ef þetta á að ganga fram: Ef það kemur í ljós þegar fyrir liggja niðurstöður í prófkjörum og uppstillingum framboðanna í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum, að meirihluti komandi borgarfulltrúa ætlar að hrekja innanlandsflugið í burtu, þarf að vera búið að ganga frá því að hægt verði að bjóða fram sérstakan þverpólitískan "Höfuðborgarlista" þeirra, sem vilja afstýra þeirri kúvendingu í samgöngumálum að gera samgöngur erfiðari, óöruggari, tímafrekari og dýrari.  


mbl.is Tveir vilja flugvöll í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Það eru tæpir 50km frá Vatnsmýri til Keflavíkurflugvallar sem gerir um 100km báðar leiðir en hvernig færðu þá 170km út úr þessu?

Friðrik Friðriksson, 1.9.2013 kl. 16:18

2 identicon

Ekkert að marka hvað sjallarnir Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill segja. Þeir voru ekki síður á móti vellinum í Vatnsmýrinni en félagi þeirra Gísli Marteinn. En þarna sjá þeir sér smá sjans til að ná borginni aftur undir Íhaldið.

Skil satt að segja ekkert í Jóni Gnarr og Degi B.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 16:22

3 identicon

Algjörlega sammála þér Ómar. Svo gleymist í umræðunni að

Rvík völlur er vara völlur fyrir KEF. Ef hann yrð lagður niður eða fluttur

til KEF, þá myndi hann sem alþjóðaflugvöllur skerðast til að uppfylla þau

skilyrði sem fylgja því að vera International Airport.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 16:23

4 identicon

Gott hjá 'Omari !Hvað haldið þið að flugfargjöld hækkið mikið? Okkur á landsbyggðinn finnst þau vera nógu há fyrir, fyrir nú öll óþægindin sem við verðum fyrir.

Katrín Gunnars (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 16:24

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Snýst flugvallaumræðan bara um þetta?

a) óbreyttur flugvöllur.

b) færa allt innanlandsflug til KEF, drepa niður allt flug á Íslandi og sömuleiðis sjúklinga á landsbyggðinni.

Er engin millivegur í umræðunni? Síðast þegar ég vissi þá eru margar tillögur á borðinu. Sumar hverjar að breyta núverandi flugvelli.

Veit einhver hvort það sé til heimasíða sem heldur utan um þetta allt saman? Ef ekki þá ætti Innanríkisráðuneytið og Reykjavíkurborg að drífa sig í að setja slíkt upp.

Sumarliði Einar Daðason, 1.9.2013 kl. 16:33

6 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Sigurður Kristján

Hversu oft gerist það að veðuraðstæður eru góðar í Reykjavík þegar ekki er hægt að lenda vegna veðurs í Keflavík. Það gerist ekki oft...það gerist einfaldlega mjög sjaldan.

Egilsstaðir og Akureyri eru hinir raunverulegu varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll.

Friðrik Friðriksson, 1.9.2013 kl. 16:43

7 identicon

Sæll Friðrik.

Rétt hjá þér að það hefur skeð mjög sjaldan, en hefur komið upp og

þá var Rvík völlurinn eina úrræðið vegna þess að eldsneyti hefði ekki

dugað til Skotlands, sem er einnig notaður sem varaflugvöllur fyir KEF.

Bæði Akureyri og Egilsstaðir lokaðir svo Rvík var himnasending, í orðsins

fylltri fyrir flugmenn..

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 16:58

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Friðrik: Þegar Ómar talar um 170 kílómetra lengingu ferðar þá tekur hann líka með í reikninginn vegalengdina sem þarf að fljúga lengra til Keflavíkur. Hún er um 37 kílómetrar aðra leiðina. Nánar hér Þráhyggjunni verður að linna.

Erlingur Alfreð Jónsson, 1.9.2013 kl. 17:03

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem aðhyllast íhald eða afturhald vilja síður breytingar en ekki öfugt.

Enginn
hefur ákveðið að innanlandsflugið verði fært frá Reykjavík til Keflavíkur og beinlínis rangt að halda því fram að fyrir liggi að ekkert annað nothæft flugvallarstæði en Vatnsmýrarsvæðið sé í Reykjavík eða á höfuðborgarsvæðinu.

Og harla einkennilegt að Ómar Ragnarsson vilji að stjórnvöld virði niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október síðastliðinn en ekki kosninganna 17. mars 2001, þar sem meirihluti samþykkti að Reykjavíkurflugvöllur yrði færður af Vatnsmýrarsvæðinu.

Ríkjum og borgum er stjórnað samkvæmt kosningum en ekki skoðanakönnunum og undirskriftasöfnunum og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir eru ánægðir með niðurstöðuna.

Og ákveðið var að færa Reykjavíkurflugvöll samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem var samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024


Og þær undirskriftir sem komnar eru nú varðandi Reykjavíkurflugvöll eru um 26% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þar að auki eru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga.

"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands


31. ágúst 2013 (í gær):


Tveir af fimmtán borgarfulltrúum vilja að flugvöllurinn verði áfram á Vatnsmýrarsvæðinu


31. ágúst 2013 (í gær):


Um helmingur Reykvíkinga vill að flugvöllurinn verði fluttur af Vatnsmýrarsvæðinu

Þorsteinn Briem, 1.9.2013 kl. 17:04

10 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Erlingur Alfreð

Þannig að það væri líka alveg ómögulegt fyrir lýðinn að fljúga þessa auka 70 kílómetrar fram og til baka í flugi til og frá Kef....þetta eru nokkrar mínútur en við erum að tala um flugvélar (Fokker 50) sem ná 530 km hraða.

Ekki er öll vitleysan eins.

Friðrik Friðriksson, 1.9.2013 kl. 17:38

11 identicon

Hversu oft ætli þurfi að tyggja það að sé Reykjavíkurflugvöllur skráður sem varaflugvöllur í góðu veðri spara flugfélögin verulegar fjárhæðir árlega bæði vegna þess að arðfarmur vélanna eykst og það að bera aukaeldsneyti kostar eldsneyti?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 17:46

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegna til að mynda fjölmargra flugslysa við Reykjavíkurflugvöll er mun betra að flugvöllurinn sé á dreifbýlu svæði eða landfyllingu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flugsvið Landhelgisgæslunnar yrði að sjálfsögðu einnig, og flogið þaðan með sjúklinga í þyrlu Gæslunnar á þyrlupall við Landspítalann, þegar á þyrfti að halda.

Og það tekur jafn langan tíma og að aka með sjúkling frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu að Landspítalanum við Hringbraut.

Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem var samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember síðastliðinn, Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Á svæðinu frá Gömlu höfninni í Reykjavík að Nauthólsvík er og verður fjöldinn allur af stórum vinnustöðum, til að mynda Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landspítalinn, Hótel Loftleiðir (Reykjavík Natura) og fleiri hótel, Umferðarmiðstöðin, Norræna húsið, Íslensk erfðagreining, Þjóðminjasafnið, Ráðhúsið og Alþingi.

Þar að auki til dæmis Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Stjórnarráðið, Seðlabankinn og fleiri bankar, Þjóðleikhúsið, Þjóðmenningarhúsið, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavikur, Borgarbókasafnið, Tollstjórinn, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, og tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.

Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda í nýrri byggð á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið þaðan eða hjólað í vinnuna í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur meira sliti á götum, meiri mengun, fleiri árekstrum og slysum.

En það vill "umhverfisverndarsinninn" Ómar Ragnarsson engan veginn.

Þorsteinn Briem, 1.9.2013 kl. 18:09

13 identicon

Ómar! Við getum líklega leyst þetta með að byggja upp hátæknispítala á Akureyri. Þar getur líka varaflugföllurinn verið.

Heiða Hallgríms (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 19:59

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ofan á 75 km lengingu flugsins sjálfs bætast 2km við í akstur á lengri flugbrautum í Keflavík.

Jafnvel í Sovétinu var ekki reynt að setja það sem forsendu að í 14 þúsund manna hverfi störfuðu allir þar og allir gengju eða hjóluðu í vinnuna.

Í atkvæðagreiðslum á að fara eftir þeim reglum, sem um þær gilda. Sú regla var sett 2001 að ákveðinn fjölda þyrfti til að hún væri bindandi. En þeirri forsendu var ekki fullnægt. Síðan eru liðin 12 ár. Hvernig  væri nú að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi og miðað við aðstæður nú en ekki aðstæður og skoðanir fyrir 12 árum?

Ómar Ragnarsson, 2.9.2013 kl. 05:04

15 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvað mundu Danir segja ef Aðaljárnbrautarstöð Kaumannahafnar yrði

flutt til Hróarskeldu.

Leifur Þorsteinsson, 2.9.2013 kl. 10:39

16 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Kaupmannahafnar átti að standa

Leifur Þorsteinsson, 2.9.2013 kl. 10:40

17 Smámynd: Frosti Heimisson

Hárrétt hjá þér Ómar og ótrúlegt að hlusta á einfeldingsháttinn í þeim sem reyna að telja til hluti til að réttlæta þetta lóðabrask. Sama hvað ónefndur feitletrari hér fyrir ofan segir, þá er einfalda staðreyndin sú að Keflavík er eini möguleikinn EF af þessu yrði þá nokkurn tíma (sem ég efast stórlega um). Ástæðan er fyrst og fremst fjárhagsleg (enda eigum við ekki peninga fyrir 50ma aukafjárfestingu og í annan stað eru veður- og flugskilyrði ekki til staðar annarsstaðar nær borginni. Þeir geta þrætt, en hafa fátt fyrir sér annað en vísanir í skýrslur fólks sem almennt hefur ekki vit á veðri eða flugi, a.m.k. ekki hvoru tveggja í senn. Að auki var gerð könnun fyrir félagsvísindastofnun nýverið sem ekki hefur verið birt. Í henni skilst mér að nær allir sem spurðir voru hvort þeir myndu fljúga áfram ef völlurinn yrði "færður" til Keflavíkur, hefðu svarað því neitandi. Því er hér ekki bara spurning um fáránlega hugmynd um "færslu flugvallar", heldur aflagningu innanlandsflugs, því við vitum að það stendur ekki undir sér án þess fjölda farþega a.m.k. sem við höfum í dag.

Ég sá líka á leiðinni í vinnuna í morgun hvað bíða skal okkar sem ekki fáum vinnu í Vatnsmýrinni ef draumar Gísla réðust. Nógu erfitt er að koma þessu fólki á staðinn úr úthverfunum svo ekki sé á það bætt. Og þeir tala um að mengum myndi minnka. Snillingar!

Á endanum er þetta svo alltaf álitið bæði einkamál Reykvíkinga, og þá bara kjörinna borgarfulltrúa. Það er álíka vitlaust og að bæjarstjórn Sandgerðisbæjar (og þá 3ja manna meirihluti auðvitað) fengi að ráða örlög millilandaflugs Íslendinga. Það væri gert með pennastriki og Sandgerðisbær gæti notað flugbrautina sem á þeirra landspildu er sem go-kart braut eða eitthvað álíka.

Ég sæi Steina Briem fagna þeirri niðurstöðu.

Frosti Heimisson, 2.9.2013 kl. 10:49

18 Smámynd: Frosti Heimisson

Já og svo því sé haldið til haga þá var atkvæðagreiðslan síðasta ekki bindandi enda hafði það verið tilkynnt fyrirfram að atkvæði 75% atkvæðabærra Reykvíkinga þyrfti til þess. Það liggur því alveg ljóst fyrir að um þetta þarf að kjósa og ég er ekki í vafa um hvernig sú kosning færi.

Frosti Heimisson, 2.9.2013 kl. 10:58

19 identicon

Setjum flugvöllinn á Bessastaðanes,forsetinn þarf ekki fleiri tugi hektara undir sig og landfylling undir flugvöll úti á Lönguskerjum er óheyrilega dýr. Að setja upp innanlandsflugið til Keflavíkur, með allri þjónustunni kostar líka sitt ef ekki dýrara en að færa völlinn yfir Skerjafjörðinn. Flugvöllurinn yrði þá enn miðsvæðis, í góðum tengslum við höfuðborgina og þjónustuna þar m.a. Landspítalann.

Brúum Skerjafjörðinn, út frá Suðurgötunni og yfir á Eyrina á Álftanesi. Við það myndast ný og betri tenging frá miðbæ Reykjavíkur og suður eftir um Stór-Hafnafjarðarsvæðið. Sparar stórar fjárhæðir og tíma í samgöngum og styrkja byggðina á höfuðborgarsvæðinu.

Hugmyndin um brúna var könnuð fyrir mörgum árum og kom mjög vel út í hagkvæmnisathugunum. Það má svo spyrja sig af hverju þessari hugmynd var ekki fylgt eftir. Var það hrepparígurinn á svæðinu eða skammsýni og hugleysi?

Á keflavíkursvæðinu væri völlurinn á jarðfræðilegu virku eldfjallasvæði sem þýðir að hraunflóð getur lokað veginum til og frá vellinum, hvenær sem það verður.

Jóhannes (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 18:53

20 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Svo má ekki gleyma því að það er alltaf hægt að semja við Flugklúbb Mosfellsbæjar varðandi lendingu fyrir sjúkraflug. Það væri hægt að bæta við búnað á þeim flugvelli.

Sumarliði Einar Daðason, 2.9.2013 kl. 19:05

21 Smámynd: K.H.S.

 Dýrmætið sem Gnarrhálfvitarnir ætla að skemma er svo langt utan míns skilnings að það hálfa væri nóg. Húsin sem fyrir voru, voru flutt  burt til að rýma fyrir besta flugvallarstæði sem til er í umdæmi Reykjavíkur og þar á þessi völlur að vera um aldur og ævi. Það fólk sem hóf þessa baráttu um flugvöllinn burt er aðflutt, í aðfluttum húsum, uppgerðum og fluttum á kostnað borgarinnar. Uppnumið af  þykjusu húsaverd. Auðvitað átti þetta ölmusufólk að vita af flugumferð á svæðinu , en ekki bresta í grát þegar ekki var hægt að sólbaða sig berrassaður og berbrjósta vegna ofangláps flugfarþega.

K.H.S., 6.9.2013 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband