Írakslykt af þessu.

Breska þingið má hafa heiður fyrir að hafa ekki samþykkt það að ráðist sé á Sýrland án þess að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings hafi staðfest það óyggjandi að stjórnarher Sýrlands hafi staðið að eiturefnaárás á óbreytta borgara.

Meðan Saddam Hussein var í náðinni hjá bandarískum stjórnvöldum lyftu þau ekki litla fingri til að stöðva eiturefnaárásir hans og aðrar árásir á Kúrda.

Kanarnir réðust ekki á her Saddams fyrr en hann hafði ráðist á Kuveit og lagt olíulindirnar þar undir sig.

Þegar Saddam gerðist óþægur á valdatíma George W. Bush var talað um "óyggjandi sannanir um að hann réði yfir "gereyðingarvopnum." Þau fundust aldrei.

Ég var í hópi þeirra milljóna sem bundu miklar vonir við Barack Obama þegar hann tók við völdum.

Mér fannst hins vegar fráleitt að sæma hann Friðarverðlaunum Nóbels.

Eftir það hefur Obama valdið vaxandi vonbrigðum og nú virðist hann jafnvel kominn fram úr George W. Bush í mannréttindabrotum og njósnum gegn eigin þegnum og herskáum yfirlýsingum og aðgerðum í Miðausturlöndum.

Að vísu var það grunsamlegt hve seint Sýrlenska stjórnin veitti rannsóknarnefnd Sþ leyfi til að fara inn á svæðið, þar sem talið er að eiturefnum hafi verið beitt.

En meðan óyggjandi sannanir liggja ekki fyrir liggur ekkert á að ráðast á Sýrlendinga, auk þess sem sporin frá því í Írak 2003 hræða. Það er Írakslykt af þessu, skítalykt af málinu.


mbl.is Búast við árás á hverri stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðan Saddam Hussein var í náðinni hjá bandarískum stjórnvöldum lyftu þau ekki litla fingri til að stöðva eiturefnaárásir hans og aðrar árásir á Kúrda.

Alltaf samkvæmur sjálfum þér.

Birgir (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 09:20

2 identicon

Það er líka mikil þversögn í því að það bjargi einhverju

að drepa einhverja Sýrlendinga af handahófi með sprengjuregni

enda var það spurningin sem Cameron gat ekki svarað

Hendum einhverjum sprengjum á Sýrland og HVAÐ SVO

Grímur (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 09:49

3 identicon

Kannski fundu börnin sem urðu fyrir eiturefna árásinni einnig Írakslykt áður en þau dóu.

Sarin, Cyclosarin, Tabun eða VX hafa hinsvegar enga lykt, en eitruð eru þau.

LD50 fyrir Sarin er ca. 0.17mg/kg (mýs).

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband