Einstæður jökull á heimsvísu.

IMG_0645Líklega hefur tvöfalt meira land komið samanlagt undan Brúarjökli frá árinu 1890 en frá 1973. Jökullinn hljóp fram á heimsmetshraða á nokkurra áratuga fresti fram á þessa öld, síðast 1934.

Þá sat fólk að snæðingi úti á Jökuldal í margra tuga kílómetra fjarlægð þegar miklar drunur heyrðust.

"Það hljóp hann" sagði  þá gamall maður við borðið. "Hljóp hver?" spurði fólkið. "Brúarjökull, svona heyrðist í honum 1890" svaraði sá gamli.

Mynd, sem ég set með þessum pistli, er tekin af brautarenda Sauðárflugvallar og sést til suðurs í átt að jöklinum og skýjum huldum Kverkfjöllum i fjarska, jökullinn vinstra megin og Kverkfjöllum til hægri. 1890 var náði jökullinn næstum því niður að þeim stað þar sem myndin er tekin.

Aðeins þremur kílómetrum fyrir innan eru svonefndir Sauðárhraukar, hluti af 15 kílómetra langri hólaröð, sem á sér engar hliðstæður í heiminum nema við Eyjabakkajökul. Jökullinn hljóp svo hratt fram að hann vöðlaði upp gróðri á undan sér eins og rúllutertu án þess að hafa tíma til að grafa sig niður og mynda venjulegar jökulöldur, og hann var það þunnur, að hann fór hratt til baka aftur og skildi hraukana eftir.

ÁIMG_0710 loftmynd sem ég tók af flugvellinum í gær sést, að jökulinn er langt í burtu.

Á myndinni er Sauðá meinleysisleg bergvatnsá, en fram yfir 1940 var hún jökulsá sem beljaði niður Sauðárdal í átt að Kárahnjúkum.  

Vegna þrengsla utar í dalnum, safnaði hún flötu seti en gróf síðan niður beggja vegna við það þegar haftið útfrá rofnaði og skildi eftir stæði fyrir næst stærsta flugvöll á Íslandi.

Brúarjökull bjó til með jökulám sínum fleiri einstæð náttúruundur, svonefnda Krákustígshryggi, hjallana í Hjalladal, bergmyndanirnar litfögru á botni hans á aðeins tæpri öld, sem er á táknmyndinni efst á þessari síðu, Dimmugljúfur og Hafrahvammagljúfur að mestu á 700 árum, og hjallamyndanir á Jökuldal og sanda við Héraðsflóa.

Þýski jarðfræðiprófessorinn Emmy Todtmann rannsakaði Brúarjökul 1938 og síðar þrjú ár á sjöunda áratugnum og skrifaði merka ritgerð um þær rannsóknir.

Ekki hefði hana órað fyrir því að aðeins 40 árum síðar myndu menn eyðileggja á algerlega óafturkræfan hátt stærstan hluta þeirra sköpunarverka Brúarjökuls sem áttu sér engan lika nokkurs staðar í veröldinni.  


mbl.is Mikið land kemur undan Brúarjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Einstætt á heimsvísu" er ofnotað af náttúruverndarsinnum á Íslandi... og sjálfsagt víðar.

"Ekki hefði hana órað fyrir því að aðeins 40 árum síðar myndu menn eyðileggja á algerlega óafturkræfan hátt stærstan hluta þeirra sköpunarverka Brúarjökuls sem áttu sér engan lika nokkurs staðar í veröldinni"

Ekki er nóg með að skoðanir og hugsanir ófæddra kynslóða liggi fyrir þér eins og opin bók, heldur einnig þeirra sem löngu er gengnir, jafnvel þó þeir hafi aldrei minnst á hlutina í lifanda lífi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2013 kl. 12:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég stend við það að það sem ég nefni sem sköpunarverk Brúarjökuls á sér enga hliðstæðu í heiminum. Það sem aðrir kunna að halda fram um önnur náttúrufyrirbrigði kemur því ekkert við.

Síðan verð ég að viðurkenna að ég skil ekki síðustu málsgreinina hjá þér, því miður.

Ómar Ragnarsson, 14.9.2013 kl. 12:57

3 identicon

mun ekki koma til upplástur þegar jökullin hopar og mun það ekki skapa vandamál á svæðinu einsog gerðist með hagafelsjökull í langjöklli sem hefur skapað mörg vandamál sem sauðkindini hefur verið kent um

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 14:06

4 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, kæri Ómar. Maður verður svo margs vísari af því sem þú miðlar af innsæi og langri reynslu manns sem setur sig vel inn í málin.
Því er það afskaplega leiðinlegt að sjá þennan Gunnar Th sífellt með leiðindi skæting  í kommentakerfinu. Í alvöru talað þá ætturðu að athuga hvort það sé ekki hægt að blokkera þessa óværu út af blogginu þínu. Þetta hlýtur að flokkast undir spam.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 14:16

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ellert,þú vilt sem sagt útiloka gagnrýnisraddir hér og leyfa einungis fólki að hrósa Ómari?

Það sem ég á við Ómar, er að þú talar um að ófæddar kynslóðir vilji vernda það sama og þú vilt vernda en ekki nýta hlutina á skynsamlegan hátt eins og meirihluti þjóðarinnar vill í dag. Og þú segir að einhver erlendur maður snemma á síðustu öld hafi ekki órað fyrir einhverjum framkvæmdum áratugum seinna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2013 kl. 15:59

6 identicon

Dæmigerð viðbrögð umhverfistalíbana við gagnrýni: "Í alvöru talað þá ætturðu að athuga hvort það sé ekki hægt að blokkera þessa óværu út af blogginu þínu."

Næst skref er svo auðvitað að dæma kauða í fangelsi fyrir að að voga sér að vera með "leiðinda skæting í kommentakerfinu". Ögatrúarmenn kolefniskirkjunnar erlendis eru farnir að impra á dauðarefsingu fyrir að afneita bullvísindunum!

(http://tallbloke.wordpress.com/2012/12/24/prof-richard-parncutt-death-penalty-for-global-warming-deniers/)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 16:07

7 identicon

Ertu ekki dálítið klofinn í náttúruverndinni í þessu með Sauðárflugvöll.

Annars vegar dásamarðu náttúrsmíðarnar og hversu mikilvægt sé að halda þeim ómenguðum, en sýnir svo með stolti myndir af raski þínu á sandflatneskjunni og talar máli framkvæmda á hálendinu?

Hvað má t.d. ganga langt í flugvallargerð á hálendinu að þínu mati?

Hversu miklar framkvæmdir værirðu til með að sjá á Sauðárvelli? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 16:34

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nákvæmlega ekkert rask er að þessum flugvelli sem nota má sem neyðarflugvöll fyrir Fokker 50, Dash 8 og jafnvel Lockheed 130 Hercules eða C-17 "Keiko" risaþotuna.

Ég valta yfirborð flugbrautanna snemmsumars, en eftir það sumar sem ég valta hann ekki og fer með allar lausu merkingarnar í burtu verður þessi stóri melur nákvæmlega eins og hann hefur verið frá því að Sauðá bjó hann til.

Á hálendinu eru alls sjö lendingarstaðir og allir eftir sömu kröfum um nákvæmlega engin óafturkræf umhverfisspjöll. Til samanburðar eru bílaslóðir á hálendinu í kringum 20 þúsund kílómetrar og þúsundir kílómetra af þeim niðurgrafnar vegna umferðar, sums staðar niður um meira en heilan metra.

Ég hef áður birt mynd af flugbrautinni í Veiðivötnum þar sem bílaslóð meðfram vellinum hefur grafist niður um hálfan metra vegna þess að bílarnir fara alltaf í sama farið, en engar tvær flugvélar lenda á sama stað og því er völlurinn þar eins og sást á myndinni, að enginn leið er að sjá hvar hann er nema vegna hinna lausu hattamerkinga sem afmarka hann.

Eina undantekningin er malbikuð braut sem Landsvirkjun ýtti upp með jarðýtum á Auðkúluheiði í tengslum við Blönduvirkjun, en sá völlur er ekki á skrá sem viðkenndur flugvöllur af Flugmálastjórn.

Hvernig væri að menn kynntu sér eitthvað sum af þeim málum, sem hér eru blásin upp?

Ómar Ragnarsson, 14.9.2013 kl. 21:05

9 identicon

Fór þessi framkvæmd í umhverfismat?

Andrés (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 21:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur greinilega ekki farið í umhverfismat þegar Andrés kom undir.

Þorsteinn Briem, 14.9.2013 kl. 21:58

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

20 þúsund km af vegaslóðum á hálendinu, sem þið segið að sé ósnortið víðerni sem ekki megi raska!

Og flugvöllurinn.... er á meðan er og öllum er sama.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2013 kl. 22:00

12 identicon

Í alvöru Ómar - blokkeraðu þessi hægri heilaþvegnu netröll af blogginu þínu svo þetta verði svolítið skemmtilegra. Þeir geta svo nöldrað á AMX sem er vefur fyrir heilaþvegna hægri öfgamenn.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 22:42

13 identicon

Það er alveg sjálfsagt að fólk hafi frið fyrir þessum hægri skríl sem hefur ekkert til málanna að leggja nema eitthvað fyrirlitningarfruss og nöldur.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 22:50

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og finnst þér þitt innlegg hér málefnalegt og til eftirbreytni, Ellert?

Þetta er ekki DV kommentakerfi, þaðan sem þú ert greinilega ættaður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2013 kl. 00:44

15 identicon

"Hvernig væri að menn kynntu sér eitthvað sum af þeim málum, sem hér eru blásin upp? "

Gott og vel, þessar spurningar eru hluti af því að kynna sér málið og merkilegt að kalla það að "blása málin upp" með því einu að leggja þær fram.  Engu líkara en ég hafi hitt á taug ;-)

      Þú rökstyður mál þitt ágætlega að venju, afturkræfni framkvæmdanna er þar greinilega lykilatriði.   Svo og hitt að til að njóta náttúruperlanna þá verður einhverju til að fórna svo hægt sé að komast að þeim en þar í flokki séu "afturkræfar" flugbrautir smámál miðað við alla vegslóðanna. -  Ég næ þessu.

Ég get þó ekki stillt mig um að leggja fram aðra meinlega spurningu, vegan forvitni um svarið.     Þú hefur löngum verið flugkall mikill en um leið yfirlýstur náttúruverndarsinni.

Fer þetta almennilega saman t.d. í ljósi þess hve flugvélar spúa miklu koldíoxíði út í andrúmsloftið og eru svo úr áli og í seinni tíð plasti?   Veit ég vel að ein 4. sæta vél gerir ekki mikið í stóra samhenginu en hvað ef stór hluti manna ættu slíkar vélar?    Er ekki helsta umhverfisverdarpraktík frammtíðar falinn í því að hver og einn tileinki sér lífsmmáta sem leggi sem minstar birðar á umhverfið?     

 Við vesturlandabúar horfum t.d. með hryllingi á lífsgæðaaukningu Kínverja og hvað hún þýðir fyrir umhverfið en neytum að horfast í augu við að við þyrftum sjálf að draga úr okkar lífsgæðum til að nálgast heimsmeðaltalið !        

 Steini gæti efalaust komið hér með vel valdar tilvitnanir um orkulosun per íbúa í hinum ýmsu löndum.

Fyrir allmörgum árum kom upp umræða um ákveðna dillu okkar vesturlandabúa er klósettferðum tengist og hvort ekki þyrfti að hemja með regluverki, því skógar heims væru í hættu ef allt mannkyn tæki þetta upp. (rétt eins og ef flugvélar yrðu mjög almennar)    Eftirfarandi visa varð þá til og "súmmar" þetta upp:

Á mengunnar vörnunum lítið er lag

en látið skal á það nú reyna

og útbúa reglur að annan hvern dag

sig eigi hver maður að skeina.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 07:22

16 identicon

Ég tel að nú væri oss talsvert í hag

ef tilvitnun kæmi frá Steina!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 07:28

17 identicon

Gunnar Th, mig minnir að ég hafi kommentað á DV-vefnum  í tvö eða þrjú skipti en það er langt, langt síðan. Þú skaust því miður langt yfir markið með þessari athugasemd.
Það sem þú hins vegar stundar hér kallast net-einelti. Þú virðist sitja um bloggið hans Ómars og nota hvert tækifæri tilað vera með skítakomment og almenn leiðindi. Reynir að gera lítið úr Ómari og talar niðrandi um það sem hann er að fást við. Ómar er bara sá karakter að þetta virkar ekki, því miður fyrir þig. Það er samt leiðinlegt að horfa upp á þetta. Og hlægilegt að þú skulir nota orðið „málefnalegt“ því það á alls ekki við þig. Sjálfsagt færðu eitthvað kikk út úr þessu en ég vil benda á að í geðheilbrigðiskerfinu er hægt að fá faglega aðstoð við svona annarlegum hvötum. Ég myndi drífa í að sækja hana áður en vinir þínir í íslensku teboðshreyfingunni fara að skera enn meira niður í heilbrigðiskerfinu sem er að hrynja vegna niðurskurðar.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 07:56

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ellert.

Ómar er oft að blogga um náttúruvernd og verkefni á Austurlandi. Nokkuð oft hefur hann tekur ansi stórt upp í sig. En það er einmitt það sem helgar meðalið í áróðri. Sumir mundu kalla þessi skrif hans þráhyggju, sérstaklega við sem búum hér á Austurlandi og upplifðum árlega verulega fækkun íbúa hér og hins vegar tímana núna, þar sem verulegur viðsnúningur hefur orðið og margir hafa flutt hingað. Hann hefur oft skrifað um ófædda einstaklingana, sem ekki fá að njóta þessarra svæða, - ósnert.

Við á Austurlandi sjáum þetta öðruvísi en í gegnum einhverja rómantíska blámóðu. Sérstaklega er gleðilegt í okkar huga að sjá allt unga fólkið, sem fór héðan til að afla sér menntunar, er nú að koma heima aftur. Þetta er sá hópur sem líklegastur er að koma í heiminn nýjum einstaklingum, en við hin eldri getum ekki, - þrátt fyrir góðan vilja í þá átt.

Menn verða einnig að átta sig á því, að meiri vinnu er nú að hafa og ný tækifæri hafa skapast, sem tengjast þessu verkefni. Það er ekki eingöngu vinna í álverinu sjálfu og orkuverinu í Fljótsdal sem kallar á aukinn mannafla. Það eru mörg afleidd störf sem skapast, - líka fyrir alla ófæddu einstaklingana á Austurlandi, sem Ómar hefur svo oft áhyggjur af þegar kemur að náttúruvernd.

Menn sem ítrekað koma á framfæri skoðunum sínum, verða einnig að þola að þeim sé andmæli. Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess, að þeir eigi frekar að skipta um skoðun, - en þú og Ómar.

Benedikt V. Warén, 15.9.2013 kl. 09:12

19 identicon

Mér sýnist athugasemd Benedikts V. Warén ramma þessa umræðu ágætlega inn. Á meðan Ómar Ragnarsson hamaðist við að gera sér Kárahnjúka að féþúfu í ræðum og riti (Kárahnjúkar - með og á móti) og þáði milljónastyrki frá Landsvirkjun (les: skattgreiðendum) fyrir heimildamyndagerð þá þagði hann (og aðrir 101 umhverfistalíbanar) þunnu hljóði þegar Reykjavíkurlistinn reisti gufuaflsvirkjun á Hellisheiði - í bakgarði Reykvíkinga.

Það lá svo mikið á að reisa þessa dæmalausu virkjun að grunnreglur um umgengni við náttúruna voru þverbrotnar - og forseti Íslands og latte-liðið slepptu sér í að mæra "endurnýjanlegu" orkuna sem virkjunin var talin framleiða!

Þá skrifaði Ómar Ragnarsson ekki "Hellisheiðarvirkjun - með og á móti", en það vantaði ekki að hann mætti ábúðarfullur á íbúafund í Hveragerði með forstjóra OR þegar manngerðu jarðskjálftarnir skóku íbúðarhús.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 10:08

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Síðan 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og er mynd af niðurstöðunum aðgengileg á vefnum.

Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins."

"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu."

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 12:26

21 identicon

Umhverfistalíbaninn Steini Briem fer flikk-flakk í kolefnisblætinu :)

"Loftslagsspár rangar í helmingi tilfella.

Loftslagsnefnd SÞ viðurkennir mistök í væntanlegri skýrslu.

Ítarleg úttekt sem gerð hefur verið á loftslagsspám Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, gegnum tíðina leiðir í ljós að þær spár hafa að mestum hluta verið rangar. Hlýnun jarðar hefur verið töluvert minni en jafnvel bjartsýnustu spár stofnunarinnar.

Það er breska blaðið Daily Mail sem komist hefur yfir skýrslu sem til stendur að birta opinberlega síðar í þessum mánuði þar sem þetta kemur fram en þar viðurkenna vísindamenn IPCC mistök af sinni hálfu við loftslagsspár.

Kemur fram meðal annars að spár IPCC byggðar á gögnum frá árinu 1950 sem sýndu 0.2 gráðu hlýnun að jafnaði á hverjum áratug síðan þá eru fjarri lagi. Raunhlýnun á áratugagrundvelli yfir það tímabil reyndist vera 0.12 gráður þegar að var gáð.

Þá kemur líka fram að jafnvel fullkomnustu loftslagslíkön hafi ekki reiknað út þá stöðvun hlýnunar sem nýverið hefur mælst en sem kunnugt er hefur hitastig að mestu staðið í stað eða jafnvel lækkað örlítið allra síðustu árin."

(http://www.dv.is/frettir/2013/9/15/loftslagsspar-rangar-i-helmingi-tilfella/)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 12:33

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi.

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.


Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.


Þar að auki er yfirleitt ekki hægt að banna útlendingum að koma hingað til Íslands eða Íslendingum að veita þeim þjónustu.

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 12:38

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi í þúsundum tonna) og hlutfallsleg breyting frá árinu 1990:

Iðnaður og efnanotkun
1.845 +64%,

samgöngur
1.017 +67%,

sjávarútvegur
650 -18%,

landbúnaður
534 -7%,

úrgangur
254 +41%,

rafmagn og hiti
182 +48%,

samtals
4.482 +32%.

Ál:


"Útstreymi vegna álframleiðslu jókst úr 569 þúsund tonnum árið 1990 í 978 þúsund tonn árið 2007, eða um 72%."

Járnblendi:


Útstreymi vegna framleiðslu járnblendis jókst
úr 205 þúsund tonnum árið 1990 í 393 þúsund tonn árið 2007, eða um 91%."

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Í heildina jókst útstreymi frá samgöngum úr 608 þúsund tonnum árið 1990 í 1.017 þúsund tonn árið 2007, eða um 67%.

Útstreymi frá innanlandsflugi minnkaði
lítillega á tímabilinu en útstreymi vegna strandsiglinga jókst um 1%.

Útstreymi frá vegasamgöngum jókst
hins vegar um 81% frá 1990 til 2007 eða úr 517 þúsund tonnum í 934 þúsund tonn."

Sjávarútvegur:


"Útstreymi frá sjávarútvegi skiptist árið 2007 í útstreymi frá fiskiskipum (87%) og fiskimjölsverksmiðjum (12%).

Í heildina jókst útstreymi frá sjávarútvegi frá 1990 til 1997 en hefur farið minnkandi síðan. Útstreymið var mest árin 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjarlæg mið."

Landbúnaður:


"Útstreymi frá landbúnaði minnkaði um 6,7% á milli 1990 og 2007. Rekja má þessa minnkun til fækkunar búfjár. Nokkur aukning varð árin 2006 og 2007 miðað við árin á undan og má rekja þá aukningu til aukinnar notkunar tilbúins áburðar."

Úrgangur:


"Útstreymi vegna meðferðar úrgangs skiptist í útstreymi vegna frárennslis og útstreymi vegna urðunar, brennslu og jarðgerðar úrgangs. Útstreymi jókst um 41% frá 1990 til 2007.

Sem hlutfall af heild innan geirans árið 2007 var útstreymi vegna urðunar um 80%, frárennslis um 9%, brennslu um 11% og jarðgerðar 1%."

Orkuframleiðsla:


"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 13:02

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ellert,

við Ómar höfum átt í ágætum skoðanaskiptum hér á blogginu í 5-6 ár. Við erum ósammála um sumt en sammála í öðru.

Að jafnaði kemur hér einn einstaklingur á ári sem hagar sér með svipuðum hætti og þú. Ómar hefur fram að þessu beðið þessi einstaklinga að hætta þessu, því hann fagnar rökræðum um málefnin, ólíkt þér.

Ástæðan fyrir því að ég nefndi DV kommentahefðina er sú að þínar athugasemdir eiga heima þar en ekki hér að mínu mati. Þú virðist ekkert hafa til málanna að leggja nema eitthvað persónulegt gagnvart mér.

Hvorki mím persóna né Ómars er hér til umræðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2013 kl. 14:59

25 identicon

Gunnar Th. Gunnarsson bloggar á mbl.is og hefur gert lengi. Hann hefur líka verið duglegur við að kommenta á færslur annarra og ekkert nema gott eitt um það að segja. Engan hefur hann þó verið eins duglegur við að ávarpa og Ómar Ragnarsson eins og sjá má með einfaldri leit á Google. Af hverju þetta Ómarsblæti Gunnars stafar, hans, veit ég ekki og sennilega ekki heldur hann sjálfur.

Hilmar Þór Hafsteinsson, barnakennari á Suðurlandi, er svo sérkapítuli útaf fyrir sig; svo ofsafenginn í baráttu sinni fyrir heimskapítalismann að undrum sækir. Getur verið að þetta sé sami maður og tók þátt í baráttu Radda fólksins? Hvað kom fyrir hann?

hversemer (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 16:57

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það vill þannig til að Ómar bloggar um efni sem ég hef mjög oft áhuga á, sérstaklega um mesta framfaraspor í sögu Mið-Austurlands, álverið og virkjunina, auk þess almennt um umhverfismál, íþróttir, seinni heimsstyrjöldina og margt fleira.

Ég lít eiginlega á Ómar sem pennavin og þykir bara þó nokkuð vænt um kallinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2013 kl. 17:24

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég endurtek það sem ég hef sagt áður: Enginn er neyddur til að lesa neitt hér á síðunni frekar en hann vill. Ég vil hafa opin skoðanaskipti og sem flest uppi á borðinu.

Ég hafið samráð við eftirfarandi aðila vegna Sauðárflugvallar: Umhverfisstofnun, landeiganda á Brú á Jökuldal, skipulagsnefnd Fljótsdalshéraðs, hreppsnefndina, sveitarstjórann. Flugmálastjórn Íslands, Vegagerðina, Landmælingar Íslands, kortagerð Eddu, Landsvirkjun, Impregilo, lögregluna og sýslumanninn. Alls þrettán aðilar.

Veit varla um annað verkefni jafn lítið sem eins margir hafa tengst við.

Síðastnefndu aðilarnir komu inn í málið eftir að ég var kærður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hótað tveggja ára fangelsi, en það kostaði tæpt ár í málaferlum og rannsókn rannsóknardeilar lögreglunnar á Egilsstöðum.

Ég hef ekki enn séð  

Ómar Ragnarsson, 15.9.2013 kl. 17:54

28 identicon

Eins og ég er ekki sérstaklega hrifinn af þessu háhita-brölti, verð ég þó að taka hanskann upp fyrir það, þar sem mikið útstreymi er af brennisteini, og það er all-snarlega kólnunarvaldandi fídus. Það verður að skoða hlutina í samhengi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 18:01

29 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sumir af þeim sem koma með athugasemdir senda aftur og aftur, greinilega til þess að endurtekningin verði að kærkomnum sannleika til að sverta mig sem mest. Engu virðist skipta þótt þeim sé svarað með staðreyndum aftur og aftur. Þeir halda samt áfram og virðast halda að lygarnar verði að sannleika, séu þær endurteknar nógu oft.

Enn er þessu haldið fram í dag, sem sé því að ég hafi grætt á illa fengnu fé og velti mér í peningum, meðal annars til að gera það sem venja er fyrir stórgróðamenn, að eiga stórt einbýlishús, dýra bíla, fara í lúxusferðir til útlanda til að skemmta mér, fara á dýra hljómleika, slæpast og lepja lattekaffi á kaffihúsum á 101 Reykjavík og gista á dýrum gististöðum úti á landi.

Ekkert af þessu hef ég þó gert. Ég bý í 70 fermetra leiguíbúð í blokk, ek alla jafna um á minnsta fornbíl landsins eða 27 ára gömlum minnsta jöklajeppa landsins þegar ég fer á óbyggðaslóðir í kvikmyndatökuferðir eða fréttaferðir.

Hvernig rímar það við stórgróðahugmyndirnar í þessum rógsskrifum?  

Ómar Ragnarsson, 15.9.2013 kl. 18:13

30 identicon

Eigum við bara ekki að hafa allt uppi á borðinu Ómar Ragnarsson? Það lítur út fyrir að þú eigir við skrif mín hér að ofan þegar þú ritar:

"Engu virðist skipta þótt þeim sé svarað með staðreyndum aftur og aftur. Þeir halda samt áfram og virðast halda að lygarnar verði að sannleika, séu þær endurteknar nógu oft."(sic)

Er það ekki staðreynd að þú marseraðir niður Laugarveginn, hönd í hönd með Vigdísi Finnbogadóttir, í árdaga Íslandshreyfingarinnar? Það vantaði ekki að einn helsti umhverfisbjargvættur Íslands ætlaði sér á Alþingi.

Niðurstaðan var 4% kjörfylgi og óðaskuldir sem Samfylkingin bjargaði fyrir horn (með peningum skattgreiðenda) þegar Íslandshreyfingin rann inn í Samfylkinguna.

En það heita auðvitað "rógsskrif" þegar tæpt er á afrekum þínum í umhverfismálum. Sjálfur getur þú svo misst þig í meintu hvarfi einstæðra jökla á heimsvísu eins og jarðsagan sé ódýr brandari!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 18:49

31 Smámynd: Sigurður Antonsson

Kínverski leiðsögumaðurinn minn tók andann á lofti þegar ég sýndi honum bláan himininn á glansmyndum frá Íslandi. Allar voru myndirnar teknar í sólskini en ekki í vindrassi eins og nú hefur ríkt í nokkrar vikur. Ekki var undrun hans minni þegar ég sýndi honum myndir af salatblöðum og grænum baunum úr garðinum mínum. Stórborgar Kínverji býr í háhýsi og fer lítið út fyrir sín bæjarmörk. Ef hann vissi deili á flugferðum Ómars um hálendið veit ég að hann yrði jafn undrandi og hissa.

Kassa Kínverji á ekki garð en býr við ótrúlegt úrval af grænmeti og ávöxtum. Hefði ég sagt honum frá því að ég hefði ekki komist í tíu daga fyrir roki og rigningu til að tína sólberin í sultuna yrði hann líka hissa.

Fyrir tækniundur og orkunýtingu býr stór hluti mannkyns við betri lífskjör og fær að starfa í sinni heimabyggð. Þetta á við um Kínverja sem Austfirðinga. Benedikt W. lýsir vel breytingunum á Austurlandi með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar.

Sjálfur hef ég gengið upp allan Fljótsdal og til Eyjabakka, til byggða endaði ég í Geithelladal. Upplifði ævintýri á Austurlandi fyrir nokkrum árum. Með því að lesa bloggið hans Ómars fær maður innsýn í ævintýri hans á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Ísland er nú í tískusveiflu meðal ferðamanna. Fáir útlendingar þekkja óbyggðir Íslands eða geta komist þangað fyrir veðraham eða ófærð. Oft dettur mér í hug Eyvindur og Halla eftir að hafa gengið um afrétti Gnúpverja. Þau voru fyrstu nýbúar í óbyggðum og hafa heillast. Lifðu við kröpp kjör og á stundum látið sér nægja gæs og grös í Eyvindarveri.

Flugmaðurinn Ómar er á næsta bæ við þau, en á annarri öld. Lifir sparsamlega og sýnir okkur hvað hægt er að gera með snilld fyrir dýrðina sem hálendið gefur. Skoðanavettvangur sem hann gefur hér er ábót ofan á allan fróðleikinn sem hann hefur gefið landsmönnum í áratugi. Leiðir okkur kassamenn um óbyggðir fjölmiðlunar sem hálendis.

Sigurður Antonsson, 15.9.2013 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband