Áhafnarmeðlimir eru skipverjar.

Áhafnarmeðlimir er orð með sex atkvæðum. Skipverjar er þriggja atkvæða orð. Það tekur tvisvar sinnum lengri tíma að segja "áhafnarmeðlimir" heldur en "skipverjar."

Samt bisa sumir við að nota þetta leiðinlega og langa orð eins og sjá má í tengdri frétt á mbl.is.

Í sömu frétt stendur: "Sumarið hefur gengið mjög vel heilt yfir."  Orðunum "heilt yfir" er hér algerlega ofaukið og er óþarft tískuorðtak sem hver étur upp eftir öðrum. Og "sumarið hefur gengið mjög vel" er rökleysa, því að sumur geta ekki gengið.

Betra hefði verið að segja "sumarið hefur verið gott" eða "sumarið hefur verið gott hjá okkur"

Síðar stendur í fréttinni: "Það hafa verið fleiri komur skipa..." sem er dæmi um þá sýki að hrúga upp nafnorðum í stað þess að segja: "Fleiri skip hafa komið..."  sem þar að auki segir hið sama í færri orðum.

 

 


mbl.is 150 þúsund manns komu sjóleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Síðasta skemmtiferðaskip ársins mun koma til Reykjavíkur 4. október nk.“ – Eins gott að taka fram að síðasta skemmtiferðaskip ársins komi 4. október næstkomandi en ekki t.d. eftir tvö eða þrjú ár. Þetta minnir reyndar á þáttinn Dánarfregnir og jarðarfarir í Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur jafnan að fólk hafi andast þennan eða hinn daginn síðastliðinn og verði jarðsungið þennan eða hinn daginn næstkomandi (en ekki t.d. á næsta ári eða eftir tíu ár).

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 06:40

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Veðurfræðingar á sjónvarpsstöðvum spá skúraleiðingum .Aldrei skúrum.Þekkja þær ekki.

Sigurgeir Jónsson, 28.9.2013 kl. 09:18

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kanski vegna þess að skúr er ekki skúr.

Sigurgeir Jónsson, 28.9.2013 kl. 09:19

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Þið hafið spjallað saman,fréttamennirnir fyrrverandi,úti í hrauni sé ég.

Yngvi Högnason, 28.9.2013 kl. 09:48

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Þakka þér Ómar, það er þarft að stjaka við málfars aulum sem undarlega margir virðast nú orðið starfa við fjölmiðla. 

Ef við höfum eitthvað eða stöndum frammi fyrir einhverju, þá getur það verði mikið eða lítið. En á Íslandi í dag er allt rosalega lítið eða mikið, ef það er ekki svakalega, stórkostlega, ótrúlega, eða geðaveikt lítið eða mikið.

 Svo sagði mér íslensku kennari, þá ég var krakki í skóla, að meðlimur væri danskur en félagi væri íslenskur.  Áhöfn á ekkert skylt við félag, þó að menn um borð geti verið bæði vinir og félagar.  

 

 

   

Hrólfur Þ Hraundal, 28.9.2013 kl. 10:09

6 identicon

 Sæll Ómar.

 Orðið áhöfn á jafnt við um skip og flugvélar og vísar til starfsmanna.
Orðið skipshöfn semog flugáhöfn myndað þar af.

Orðið áhafnarmeðlimir hefur trúlega verið sett fram til að enginn
þyrfti að velkjast í vafa um að dýrðarljómi flugsins ætti ekki
síður við um sjómenn; markaðssetning!

Sjálfsagt að sýna þeim sem eru sannanlega steindauðir tilhlýðilega
virðingu enda þvælast þeir ekki öllu lengur fyrir en dauða þeirra
nemur.

Augljós blæbrigðamunur á orðunum skúrir og skúraleiðingar.
Fyrra orðið vísar til rigningar en hið síðara á við um smáskúrir;
úrfelli hér og þar.

Húsari. (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 10:36

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flugverji væri auðvitað miklu betra orð en áhafnarmeðlimur, enda segir orðið áhafnarmeðlimur út af fyrir sig ekkert um það hvort viðkomandi er í flugvél eða á skipi.

Orðin skipverjar og flugverjar segja allt sem segja þarf á helmingi styttri tíma en orðið áhafnarmeðlimur sem þar að auki þarfnast útskýringar eða samhengis til þess að fólk viti við hvað er átt.

Ómar Ragnarsson, 28.9.2013 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband