Hefði átt að taka þrjú núll af krónunni 1981.

Fljótlega eftir að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens tók við völdum í febrúarbyrjun 1980 kom upp hugmynd um að taka núll aftan af krónunni, eitt, tvö eða þrjú, eftir því hvað hentugast þætti.

Strax var augljóst að ekki dygði að taka bara eitt núll, svo mjög hafði krónan rýrnað. Ég man þá tíð í mínu ungdæmi þegar verðið á lítra af mjólk fór upp í eina krónu.

Valið stóð á milli þess að minnka krónuna hundraðfalt eða þúsundfalt.

Ef hún var minnkuð hundraðfalt urðu krónur að aurum, en ef hún var minnkuð þúsundfalt urðu milljónir að þúsundum og milljarðar að milljónum.

Hið fyrra varð ofan á og ég tel að það hafi verið mistök eins og sést á setningunni hér á undan því að eitt atriði í breytingunni var heppilegt hvað varðaði það að auðvelta fólki að skynja breytinguna, en tvö atriði heppileg með því að breyta þúsundfalt.

Breytingin á neðsta skalanum hafði sáralitla þýðingu fyrir verðskyn fólks en hundraðföld breyting í stað þúsundfaldrar breytingar skemmdi stórlega fyrir verðskyninu.

Enda liðu ekki nema tvö ár þangað til yfir dundi langmesta verðbólga í sögu þjóðarinnar.

Meginorsök hennar tengdist að vísu ekki myntbreytingunnni heldur því að Íslendingum var um megn að hafa stjórn á efnahagsmálum sínum og hér ríkti stanslaust stríðsástand á því sviði í formi kapphlaups verðlags og kaupgjalds, sem eyðilagði möguleika til að skipuleggja rekstur, gerði krónuna að athlægi og verðlausu rusli á alþjóðlegum markaði og síðast en ekki síst hafði í för með sér grímulaust og siðlaust rán frá sparifjáreigendum upp á hundruð milljarða á núgildandi verðlagi.

Þegar verið er að tala um fjármuni á okkar tímum dofnar fólk við að heyra hinar svimandi háu tölur og það er slæmt.

  


mbl.is Þúsundkallinn frá 1984 væri 9.300 kr. á núvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við áttum aldrei að taka upp sjálfstæðan gjaldmiðill.

Kynslóðirnar sem eru uppi núna eru að taka skellinn  af ákvörðunum algjörlega óhæfra stjórnmála manna sem stjórnuðu við lýðveldisstofnun. 

albert (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 13:42

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Í reynd á ekki þurfa alltaf að höggva núll af gjaldmiðlinum. Stjórnvöld eiga að sjá sóma sinn að reka samfélagið án ofsa og skyndigróðahyggju. Flöktandi verðmæti gjaldmiðils eyðileggur verðskyn almennings - sérstaklega þegar gjaldmiðillinn rýrnar stöðugt í verði. Bara sálræni þátturinn í þessu veldur enn meiri hröðun á rýrnun gjaldmiðilsins.

Þar að auki er alltaf verið að gjaldfella milljóna- og milljarðamæringa með þessum niðurfellingum á núllum. Það dregur dálítið tennurnar úr mönnum að vera gjaldfelldur í samfélaginu með þeim hætti.

Nær væri að gera eins og seðlabankinn í Zimbabwe, prenta bara út nýja seðla reglulega og bæta við núllum en ekki taka þau út. Þetta heldur uppi ákveðnu sálrænu stolti á meðal fólks.

Það er ekkert skemmtilegra en að segja: "Ég verslaði í dag fyrir eitt þúsund milljarða!" (að vísu bara vatn og brauð.)

Sumarliði Einar Daðason, 28.9.2013 kl. 13:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt matvælaverð hér hæst í Evrópu árið 2006, borið saman í evrum,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki


Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum og frá ársbyrjun 2006 hefur vísitala neysluverðs, sem verðtrygging lána er miðuð við, hækkað hér um 66%.

Þorsteinn Briem, 28.9.2013 kl. 14:16

4 identicon

"Stjórnvöld eiga að sjá sóma sinn að reka samfélagið án ofsa og skyndigróðahyggju."

Stjórnvöld endurspegla bara þjóðfélagið.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 14:19

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ef hinn almenni og skynsami kjósandi gæti nú haft eitthvað um að segja hverjir eru kosnir í stjórn landsins þá held ég að lífið væri mun stöðugra og betra hér.

Flókið og úrelt flokkakosningakerfi sem fáir skilja - þar sem löggjafavald, framkvæmdavald og dómsvald er allt kosið í einni kosningu, sem svo fáir útvaldir innan flokka stjórna endanlega - er ekki endilega endurspeglun af þjóðfélaginu.

Þar fyrir utan eiga góðir stjórnendur að hugsa um að sinna sínu hlutverki þó það kosti erfiðar ákvarðanir og óvinsældir - jafnvel þó þeir missi sendiráðastöðu eða bankastjórastöðu á háum launum í kjölfarið. Flugstjórar og skipstjórar taka til dæmis sjaldan óþarfa áhættu bara af því að nokkrir farþegar eru í sérstöku stuði til þess (þó svo að dæmi séu til um það).

Sumarliði Einar Daðason, 28.9.2013 kl. 14:51

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það verður aldrei hægt að koma upp flokkakerfi á þann hátt sem þú ert að kynna Sumarliði. Eina sem við getum gert er að taka upp annan gjaldeyrir, eða fastbinda krónuna. við gjaldeyrir sem ekki er hægt að vera að hringla í. Það er bara svoleiðis, enginn stekkur úr 2 milljónum  niður í 5milljónir.  Það segir sig sjálft!!! Sama hversu skinsamir kjósendur eru.

Eyjólfur G Svavarsson, 28.9.2013 kl. 15:33

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hve mörg núll eru á peningunum er ekki það sem er málið - heldur liðið sem stjórnar. Og þar sem stjórnvöld hafa verið vanhæf síðan 1944 (ef ekki lengur), þó misvanhæf séu, verður alltaf há verðbólga.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.9.2013 kl. 17:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur með síðan rass,
sveittur eins og kjúlli,
búlduleitur ber sitt hlass,
og bætir á sig núlli.

Þorsteinn Briem, 28.9.2013 kl. 17:35

9 identicon

Hver er þessi Steini Brím, sem hangir alltaf í rassinum á Ómari.

Jóhann Halldórsson (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 18:17

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver er þessi Jóhann Halldórsson sem vill vera flengdur hér á Moggablogginu eins og fleiri vesalingar?!

Þorsteinn Briem, 28.9.2013 kl. 18:35

11 identicon

Það er til einföld lausn á þessu, ganga í ESB og taka upp evru.

Björn Torfason (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 20:04

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar kaupum frá evrusvæðinu mest af þeim vörum sem við flytjum hér inn og lækki gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hækkar hér verð á vörum og aðföngum sem við kaupum frá evrusvæðinu.

Hækki hins vegar gengi íslensku krónunnar töluvert gagnvart evrunni kaupa Íslendingar mun meira en áður af vörum frá evrusvæðinu, til að mynda alls kyns tæki og bifreiðar, sem skapar hér eftirspurnarverðbólgu, eins og árið 2006, þegar verðbólgan var um 8% hérlendis.

Við Íslendingar flytjum mest af okkar vörum til evrusvæðisins og kaupum einnig mest þaðan.


Við eigum því að fá greidd laun okkar hér á Íslandi í evrum og greiða hér fyrir vörur og þjónustu í evrum, rétt eins og erlendir ferðamenn hér á Íslandi, sem búa á evrusvæðinu.

Við Íslendingar höfum enga góða ástæðu til að skipta hér evrum í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.

Þorsteinn Briem, 28.9.2013 kl. 20:27

13 Smámynd: Már Elíson

Jóhann #9....You ain´t seen nothing yet....Breimarinn er einstakur gallagripur

sem sjá má á copy/peistinu og svívirðingunum #10 :

Orðljótur er auminginn

illa er hann gerður.

Kalkaður er kall-anginn

og ku ei svaraverður.

Jóhann, sjáðu nú bilunina sem kemur í kjölfar þessarar kveðju.

Hann fær víst alltaf að fara í tölvuna þarna þar sem hann er...

Már Elíson, 28.9.2013 kl. 21:27

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjallar hér með lítinn lók,
lesið aldrei hafa bók,
heimska þeirra heiminn skók,
Jóhann Má að aftan tók.

Þorsteinn Briem, 28.9.2013 kl. 21:46

15 identicon

Merkilegt er, að  í starfi mínu þarf ég reglulega að rukka í Evrum, og sé ekki að krónu-krílið standi neitt verr en fyrir svona 2-3 árum.
Svo finnst mér það merkilegt hugmyndaleysi að gleyma því að nefna að hægt er að binda gengi, samanber Dani með sína KRÓNU sem bundin er evru.
Svo dettur og engum í hug að nefna það, að til eru þjóðir sem hafa tekið upp evru án blessunar frá ESB, og nokkrarí algerri óþökk.

Sofandaháttur er þetta, og...

Steini skoðar eigin lók
Aftan frá hér öngvan tók
Skarfsins heimska engan skók
Enda aldrei lesið bók.

Gute nacht

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 22:41

16 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Jón Logi, það eru fjölmargir búnir að benda á bæði bindingu krónunnar við evru sem og taka upp evru einhliða (að minnsta kosti gera hana að löggilda í almennum viðskiptum hér á landi samhliða krónu). Hins vegar er það alltaf talað niður af þeim sem telja krónuna vera merki um sjálfstæði þjóðarinnar (eða af þeim sem eiga hagsmuni á því að hafa óbreytt ástand).

Sumarliði Einar Daðason, 28.9.2013 kl. 23:31

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hafa nú verið gjaldeyrishöft í fimm ár og útlendingar eiga hér um eitt þúsund milljarða króna, sem þeir hafa engan áhuga á að eiga í áratugi, enda er íslenska krónan einskis virði utan Íslands.

Danskar, norskar og sænskar krónur eru hins vegar mikils virði erlendis og engin gjaldeyrishöft eru í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Seðlabanki Íslands getur að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar á meðan hér eru gjaldeyrishöft en ef þau yrðu afnumin á skömmum tíma hryndi aftur gengi íslensku krónunnar.

Þar að auki er íslenska krónan örsmár gjaldmiðill en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð búa margar milljónir manna í hverju landi fyrir sig og Finnland er á evrusvæðinu þar sem um 330 milljónir manna búa.

Ísland er eins og Noregur á Evrópska efnahagssvæðinu og á öllu því svæði eiga að vera frjálsir fjármagnsflutningar en ekki gjaldeyrishöft í áratugi hér á Íslandi.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

En ekkert af þessu skilur Jón Logi, enda ekki við því að búast.

Þorsteinn Briem, 28.9.2013 kl. 23:41

18 Smámynd: Reputo

Að binda krónuna við annan gjaldmiðil er ekki eitthvað sem er bara gert með einhverju pennastriki. Það þýðir að Seðlabankinn þarf að kaupa og selja krónur, í samræmi við vöruskiptajönuð, til að halda í við gjaldmiðilinn sem við bindum okkur við. Munurinn á Danmörku og Íslandi er að Danir eru með jákvæðan vöruskiptajöfnuð og eiga því auðvelt með að fastbinda sína krónu við evruna. Við erum með óhagstæðan vöruskiptajöfnuð (hann er reyndar réttsvo réttu megin við núllið núna, rétt á meðan þjóðin er á hvínandi kúpunni og bullandi gjaldeyrishöft í gangi) sem þýðir að í hverjum mánuði þyrftum við að kaupa krónur inn í landið. Í fylleríinu okkar 2007 fór þessu upphæð mest í um 100 milljarða á mánuði. Möguleikinn á fastbindingu er því enginn því Ríkið eða Seðlabankinn, a.k.a. þjóðin, hefur ekki burði til þess. En hugsunin er falleg samt.

Reputo, 29.9.2013 kl. 00:35

19 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er vel hægt að festa krónuna við annan gjaldmiðil og láta það standa. Það þarf bara að finna út hvað það gengið á að vera og halda sig við það. Það er enginn erlendis að fara að kaupa krónur eitthvað á næstunni þannig að þetta er allt í höndum íslendinga. Ef eitthvað er þá vilja allir losna við krónuna - nema fáeinir sem virðast ráða hér á landi.

Sumarliði Einar Daðason, 29.9.2013 kl. 00:59

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, taka þrjú núll af henni - að minnsta kosti.

Að öðru leiti með þessa krónu, þá er auðvitað voðalega erfitt um vik þegar innbyggjar tengja hana svo sterkt við eitthvað ,,þjóðarstolt" bla bla. Þ.e. þegar það er í miðjunni - þá er voðalega erfitt að fá fólk til horfa vítt á málið.

Að td., ef við horfum á Vesturlönd, Evrópu og N-Ameríku, þá sjá menn fljótlega að það eru stór gjaldmiðlasvæði sem er málið?

Þ.e.a.s. að þróunin síðustu tugi og hundruði ára hefur verið í þá átt í kringum okkur.

Hugmyndafræði sumra íslendinga um að sjálfstæður gjaldmiðill sem enginn notar eða þekkir nema 300.000 manns - að slíkt sé í raun hentugt! - það gengur gegn allri megin þróun í kringum okkur og ríkjandi kenningum.

Nú, það er sagt að það hafi tekið 100 ár og jafnvel meira að menn yrði almennt sammála og sáttir um það í BNA að hagstæðast væri ræikin sem það land mynda hefðu einn sameiginlegan gjaldmiðil. Í dag þætti nánast öllum fráleitt að hvert ríki hefði sinn eigin gjaldmiðil - hvað þá hver borg eða hvert 300.000 manna þorp.

Hagkvæmi stærri gjaldmiðils er svo mikil. Það er svo dýrt að halda úti örmyntum. Þó það sé hægt að finna einhverja galla fyrir einstök svæði að hafa sameiginlegan stóran gjalmiðil - þá verða þeir gallar hjómið eitt miðað við kostina.

Varðandi möguleika á gengisfyrirkomulagi krónu svo sem fastgengi - að þá er búið að prófa það. Það endaði með ósköpum og landið var rétt orðið gjaldþrota. Þetta er lítt þekkt staðreynd en samt bara örstutt síðan. Þarna eitthvað fyrir árið 2000 minnir mig. Neyðarráðið var að láta krónuna fljóta. Það endaði hinn sama veg. Með ósköpum.

Síðan að frelsi fjármagnsflutninga og fjárfestinga kom til - þá fer þessi króna í alveg nýtt ljós. Það var ýmislegt hægt þegar allt var í höftum, skömmtunum og helsi og öllu handstýrt fram í sal.

Við afnám hafta og tilkomu viðskipta og verslunarfrelsis fer þetta allt í nýtt ljós.

Reynslan segir að það sé í besta falli ákaflega erfitt að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil á svo litlu svæði í nútíma hagkerfi og versta falli að það sé barasta ekki hægt svo nokkuð vit sé í.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2013 kl. 02:17

21 identicon

Aðal verðbólguvaldurinn er lífeyrissjóðirnir. Við erum með yfir 30 starfandi lífeyrissjóði í þessu fámenna landi og rekstrarkostnaðurinn þeirra eru fleirri fleirri milljarðar á ári. Lífeyrissjóðirnir eru með gífurlega ávöxtunarkröfur á útlán sín og fjárfestingar. Þeir hafa líka verið harðastir á móti því að aftengja eða breyta tengingu lána við lánskjaravísitölu.

Vald þeirra og heljartak á íslensku efnahagslífi er gífurlegt, svo stórt að stjórnvöld ráða lítið við þá, nema þá með lagasetningu.

Verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins standa gegn allri breytingu á þessu kerfi því þar hafa þau baktjaldavöldin, ríki í ríkinu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 11:32

22 Smámynd: Tryggvi Helgason

Núllin tvö, - eða þrjú ?

Þegar þetta stóð til þá setti ég smá grein í Mbl. og lagði til að taka þrjú núll af krónunni. Kostnaður við prentun og myntslátt yrði sá sami, en peningarnir entust betur þar sem slegni peningurinn yrði tífalt verðmeiri og yrðu þar með meira notaðir, en sleginn peningur endist margfalt á við seðil.

Þá lagði ég til að nota alls ekki sömu nöfnin, það er krónur og aura, heldur taka upp önnur nöfn, þar sem verðskyn fólks myndi ruglast við að nota sömu nöfnin. Ekki var farið eftir þessu, en eftir breytinguna þá tók ég eftir því að kaupmenn "svínuðu" á fólki og verðlögðu margt allt of hátt, einkum það sem var smátt og ódýrt. Því hvað um það, þetta kostaði "bara" túkall eða fimmkall eða tíkall, ... þetta kostaði "ekkert" !

Ef þrjú núllin hefðu verið tekin af, þá hefðu Íslendingar farið úr því að eiga verðminnstu mynt í heimi, ... einseyringinn, ... upp í það að eiga stærstu mynt í heimi. (Reyndar hefði aðeins pundið og kanadíski dalurinn verið aðeins verðmeiri.)

Tryggvi Helgason, 29.9.2013 kl. 16:19

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 29.9.2013 kl. 16:51

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn vill að sjálfsögðu hafa mynd af Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðingja Kanadamanna, á gjaldmiðli okkar Íslendinga.

Sjálfstæðisflokkurinn
vill hins vegar ekki íslenska evrumynt, enda þótt hana prýði vangamynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra, sem kom okkur Íslendingum 80% í Evrópusambandið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Euro coins - National sides

Þorsteinn Briem, 29.9.2013 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband