16.10.2013 | 21:15
Þurfti enga rannsókn, - sykur og fita eru fíkniefni.
Guðmundur "jaki" Guðmundsson sagðist á sínum tíma efast um að allar rándýrar rannsóknir háskólamenntaðs fólks þyrfti til þess að komast að niðurstöðum sem lægju í augum uppi.
Oreo-kex er bara dæmi um ávanabindandi fíkn sykraðra, feitra og hitaeiningaríkra efna.
Nefna má fleiri vörur eins og til dæmis Werthers Original, en ég hef marg staðið mig að því að eftir að ég er búinn með fyrsta molann, fylgja hinir allir óviðráðanlega á eftir, hver á eftir öðrum.
Virðist litlu skipta þótt heitstrengingar séu viðhafðar varðandi það að bragða aðeins á tveimur til þremur.
Nú er sennilega liðið vel á annað ár síðan ég hef keypt og étið þetta góðgæti, því að reynsla mín kenndi mér að það eina sem dugði gegn fíkninni var algert bindindi.
Oreo-kex jafn ávanabindandi og kókaín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er Werthers Original ?
Þorfinnur (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 21:27
Sigmundar var vitlaust val,
vildi sýnast bólginn,
en Ómar hann er orginal,
í allt er kallinn sólginn.
Þorsteinn Briem, 16.10.2013 kl. 21:44
Þorsteinn Briem, 16.10.2013 kl. 21:52
Þetta er bara staðreynd. Eftir að ég náðu 100 kg, verða flestar konur strax háðar mér....
Siggi sæti (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 23:05
Það er eins og gott að þú gerðir fréttir að ævistarfi annars hefðir þú geta orðið fréttafíkill.
Davíð, 16.10.2013 kl. 23:18
Ég þoli ekki hvað þið horfið oft vitlaust á hlutina.
Ef mér finnst eitthvað svo gott að ég vill alltaf vera að fá mér það?
Þá er það fíkniefni og fíkni er slæm?
Nei, það er bara slæmt ef þú skemmir líkamann á þér með að fá þér það. Og bara fíkn ef þú getur ekki hætt, þó að þú viljir það.
Og það er afarfátt sem skemmir líkaman svo mikið að breyti einhverju.
Lífið er stutt og margt leiðinlegt við það og heimurinn svo mengaður og stressandi og erfiður að þú ert bókað að drepast aðeins of snemma úr einhverju. (Eða mjög snemma eða alltof snemma.)
Læknar skilja ekki einu sinni líkamann til fulls, né allar samverkanir eða ástæður.
Tilhvers að neita sér um eitthvað sem er bara fjarlægur möguleiki á að valdi þér erfiðleikum?
Og er alveg bókað að valda þér góðum degi í dag í þokkabót.
Það er Miklu hættulegra að keyra bíl eða flugvél heldur en að eta oreas (sem mér finnst persónulega of sætt.)
Ekki sé ég þjóðfélagið á fullu við að finna aðrar leiðir til að ferðast.
Sykurskattur, líkt og með allt sem stjórnvöld reyna að hafta, mun bara fara í svartan markað ef verð verður of hátt.
Svipað og með allt sem er bannað eða með ofurtolla.
Eina sem þetta gerir er að endanlega lækka tekjur ríkissins og þar af leiðandi peninga til sjúkrahúsana.
sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 04:24
Sugar: The Bitter Truth
http://www.youtube.com/watch?v=dBnniua6-oM&feature=player_embedded
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.