Sleppir alveg lággenginu.

Íslenska krónan er ömurlega lítils virði, skráð fyrir neðan allt velsæmi, og þar af leiðandi er Ísland láglaunaland og af því nýtur sjávarútvegurinn svo góðs, að einstök sjávarútvegsfyrirtæki velta stórgróða og eigendurnir skaffa sjálfum sér arði svo hundruðum milljóna króna skiptir á hvern mann.

Því virkar það afar hjáróma þegar þessir menn hefja upp gamla LÍÚ grátkórinn um sín ömurlegu kjör og "óðs manns æði" að skattleggja þá í samræmi við einokunarstöðu þeirra varðandi eignarhald auðlindarinnar og sægreifakjör þeirra.

Og í ofanálag er þess krafist að skattlagning á sægreifana sé felld niður og gott ef það endar ekki með því að þjóðin verði að borga þeim til baka það nánasarlega gjald sem þó var tekið af þeim.


mbl.is Veiðigjöld stórskaða íslenskan sjávarútveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig væri að hafa 80% skatt á allar arðgreiðslur?

Ef það er rétta að þessir sægreifar eru með miljarð í arð, þá er alveg nóg fyrir þá að fá 200 miljónír í arð.

Það á að skattlegja hagnað, en en ekki að setja gjöld á fyrirtæki sem hafa lítinn eða engan hagnað.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 18.10.2013 kl. 21:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veiðigjald í íslenskum sjávarútvegi er gjald til íslenska ríkisins fyrir að fá að veiða fisk en ekki skattur.

Íslenska ríkið heldur utan um eignir íslensku þjóðarinnar, til að mynda þjóðlendur og Þjóðleikhúsið, og ekki er til ríki án þess að menn búi í ríkinu, frekar en til eru fiskiskip án nokkurra útgerða.

Og fyrir hönd íslensku þjóðarinnar útdeilir sjávarútvegsráðherra aflakvótum ár hvert til íslenskra útgerða.

Íslenskir aflakvótar eru þar af leiðandi réttindi til að veiða ákveðið magn af fiski ár hvert og því eign útgerðanna í þeim skilningi, þannig að kvótarnir, veiðiréttindin, geta gengið kaupum og sölum á milli útgerða, bæði innan hvers fiskveiðiárs og til lengri tíma.

Aflakvótar geta
hins vegar aukist eða minnkað frá einu fiskveiðiári til annars í samræmi við ákvörðun sjávarútvegsráðherra fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Og útgerðir fá ekki bætur frá íslenska ríkinu þegar kvótarnir minnka eða eru jafnvel engir sum ár, til að mynda af loðnu vegna þess hve lítið er af henni í hafinu.

Þorsteinn Briem, 18.10.2013 kl. 22:15

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir pistilinn, Ómar.

Það er alltaf svolítið spaugilegt hvað margir í viðskiptalífinu, og hagfræðingar á þeirra bandi, vilja aðstoð frá ríkinu þegar það hentar þeim, en eru á móti ríkisafskiptum þegar þegar það hentar þeim ekki.

Útgerðin vill fá úthlutað kvóta frá ríkinu, en, ef ég skil Ragnar Árnason rétt, vill hann ekki að útgerðin borgi veiðigjöld. Meira að segja Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur viðurkennt að „margir virtir hagfræðingar" eru meðmæltir veiðigjöldum.

Wilhelm Emilsson, 18.10.2013 kl. 23:31

4 identicon

Það er til lítils að fjárfesta í sjávarútvegi ef hann á ekki að skila arði. Og þau verða fljótt fá sjávarútvegsfyrirtækin ef arðurinn af eigninni verður lítill sem enginn miðað við stærð eignarinnar. Krónutalan ein segir okkur ekkert um það hvort arður er mikill eða lítill. 10 krónu arður af 100 króna eign er mikinn arður en milljón af milljarði er mjög lítið.

Fólk hneykslaðist mikið þegar hægt var að fá betri ávöxtun í fasteignum, á bankabókum og í verðbréfum og menn seldu fyrirtækin. Þegar fyrirtækin fluttu frá landsbyggðinni vegna ófullnægjandi ávöxtunar eignanna. Til hvers að eiga milljarða sem engu skila?

Hagnaður og arður sjávarútvegsfyrirtækja er skattlagður eins og hjá öðrum fyrirtækjum. Og arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja síðustu 10 árin eru lægri en ef eignirnar hefðu verið á bankabók.

 Munurinn á gjaldi og skatti er samkvæmt lögum sá að gjald er aðeins hægt að leggja á fyrir þjónustu og má ekki vera hærra en kostnaðurinn við að veita þjónustuna. Skattar eru álögur sem settar eru á án þess að sýna fram á kostnað. Veiðigjaldið telst því vera skattur samkvæmt lögum.

Íslenska ríkið heldur utan um eignir íslenska ríkisins, til að mynda þjóðlendur og Þjóðleikhúsið. Íslenska þjóðin er ekki lögaðili og getur ekki verið eigandi að neinu frekar en saltstaukur. Til dæmis er þjóðareign merkingarlaust orðskrípi, blekking lýðskrumara, með enga lagalega þýðingu. 

Það er varla til sá skattur sem „margir virtir hagfræðingar" eru ekki meðmæltir. Það segir ekkert um réttmæti eða skynsemi þess að leggja skattinn á. Og sú árátta að heimta alltaf aukagjald og sérskatta frá þeim sem hagnast þá stundina kallar bara á kröfuna um að ríkið taki þá einnig þátt í þrengingunum. Allir eru á móti ríkisafskiptum en ef ríkið ætlar sér að vera með puttana í rekstrinum, stjórna afkomunni og takmarka hagnað þá verður ríkið einnig að bera ábyrgð, hafa skyldur og bera tap.

Hábeinn (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 04:28

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Maður sem vill verða bóndi, þarf að hafa land.  Það verður hann annað hvort að kaupa eða leigja. 

Sama hlýtur að ver uppá teningnum með mann sem vill verða fiskimaður, hann þarf að hafa svæði, fiskimið, nýtingarheimild. 

Tek undir orð Jóhans, kl, 21,09 það á að skattleggja hagnað en ekki endilega allt andskotans brasið.       

Hrólfur Þ Hraundal, 19.10.2013 kl. 07:49

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ómar Ragnarsson. Þegar illa er farið með hrossið, þá verður það lúið og þvælt.  En það er ekki því að kenna heldur meðferðinni. 

Ómar Ragnarsson . Áður en bakkanum er náð þá er það nánast sjálfsmorð að níðast á svona grip og í raun skítmennska að gera það eftir að annað hross hefur verið fengið.     

Hrólfur Þ Hraundal, 19.10.2013 kl. 08:06

7 identicon

Það þurfti þjóðarátak til að halda Ómari á lofti. Þjóðarátak til byggingar spítala er á koppnum. Þegar búið verður að svelta útveginn og búnaðinn í kör má setja á fót þjóðarátak handa þeim greijunum. Við sjáum hvað Ómar hefur hresst við átakið.

Kalli (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 09:06

8 identicon

 Fjölgun ferðamanna á að skila öllum viðunandi lífsgæðum. Ferðamenn eru að leggja landið í rúst. Landinn er orðinn eins og sambland af Fagin og Svæk. Sífellt finnandi upp nýjar gróðaleiðir. Álfa, drauga, víkinga, jómóa og hverskonar til að selja  útlendingum. Landið sjálft útsparkað og ofnýtt af vöndölum sem um það fara og enga virðingu bera fyrir einu né neinu. Enda njóta þeir engrar tilsagnar. það er engu til kostað í ferðamannagræðginni. Bara hugsað um að moka inn meðan hægt er. Landbúnaður og sjávarútvegur kann að vera ekki inn hjá 101 uppalingum, en það á eftir að breitast fljótt þegar sulturinn þrengir að. Það verður engin ferðamennska til að taka ef eitthvað bjátar á í heiminum.

Kalli (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 09:49

9 identicon

Útlendingar sem heimsækja Ísland bera nær undantekingarlaust virðingu fyrir náttúrunni og ganga vel um landið. Þessvegna koma þeir til okkar, ekki til að éta frekar einhæfan og oft óhollan íslenskan mat.

Það er mörlandinn sem gefur skít í náttúruna og opnar bílrúðuna til að losa sig við ruslið. "Greddan í ágóða augnabliksins, sama hvað hann kostar." Lesið grein Auðar Jónsdóttur í Kjarnanum. Slóðin fyrir neðan. 

http://kjarninn.is/frjals-naudgun-audlinda

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 11:54

10 identicon

Segðu mér Ómar, hversu mikið lagðir þú til útgerðarinnar þegar gengið var of hátt skráð, og útgerðin rekin með tapi allan síðasta áratug?

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 12:42

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Allt er gott í hófi og það á líka við um sjálfsvirðingu. 

Auðvita eru gestir til okkar velkomnir, en að miljónum túrista ( glápara ) sé smalað hingað til að gauka aurum að þrjúhundruð þúsund manna þjóð, sem öðlaðist afl sitt og sjálfsvitund með seiglu sinni og undirbyggingu genginna kynskóða. 

Kynslóða sem björguðu sínum af eigin rammleik við þröngan kost, það er ávísun á niðurlægingu og gengnum sýnd með því óvirðing. 

En gestir hafa alltaf verið hér velkomnir.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.10.2013 kl. 12:57

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóðin á sem sagt ekki Landspítalann og þarf þar með ekki að greiða kostnaðinn við rekstur spítalans.

Alþingishúsið og hús Stjórnarráðsins eru einnig eign íslensku þjóðarinnar og þingmenn eru kosnir af þjóðinni til að sjá meðal annars um eignir hennar.

Íslenska þjóðin á ríkissjóð
Íslands og þjóðin greiðir skatta til að greiða til að mynda kostnaðinn við rekstur Alþingis, Stjórnarráðsins, Þjóðleikhússins, Landspítalans, Landhelgisgæslunnar, þjóðvega og hafna.

Þjóðin getur einnig haft tekjur af eignum sínum
, til dæmis rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu með virðisaukaskatti af því sem þar er selt og tekjuskatti fólks sem þar starfar. Og tekjurnar fara meðal annars í að greiða kostnað þjóðarinnar við rekstur hússins.

Fjármálaráðherra sér um rekstur ríkissjóðs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, ráðherrar verða að hafa stuðning meirihluta alþingismanna, sem kosnir eru af íslensku þjóðinni, rétt eins og forseti Íslands. Og íslenska þjóðin þarf einnig að greiða kostnaðinn við rekstur forsetaembættisins.

Íslenska þjóðin á einnig
til að mynda Landsvirkjun, ráðherra skipar stjórn Landsvirkjunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og stjórn hennar ræður forstjórann. Þjóðin á því til dæmis Kárahnjúkavirkjun.

Og íslenska þjóðin á íslenskar þjóðlendur og fiskimið. Íslenskir útgerðarmenn eiga ekki fiskimiðin, sem eru takmörkuð auðlind, og sjávarútvegsráðherra útdeilir aflakvótum til útgerða fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Útgerðirnar geta hins vegar selt aflakvótana til annarra útgerða.

Útgerðir greiða
veiðigjald til íslensku þjóðarinnar fyrir þau fiskveiðiréttindi, aflakvóta, sem sjávarútvegsráðherra úthlutar þeim fyrir hönd þjóðarinnar og veiðigjaldið fer til að mynda í að greiða kostnaðinn við rekstur hafna og Landhelgisgæslunnar.

Þorsteinn Briem, 19.10.2013 kl. 13:15

13 identicon

"We are succeeding because we are different", sagði kjáninn á Bessastöðum fyrir nokkrum árum.

En við erum ekkert "different", barasta í góðu meðallagi. Og er það ekki bara fínt.

Að vísu höfum við núna ríkisstjórn ómenntaðra og óharðnaðra sætabrauðsdrengja, sem maður hlýtur að skammast sín fyrir, ekki síst erlendis.

Mín skýring; "shit happens". Þessari vitleysu verður lokið eftir minna en eitt ár.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 14:27

14 identicon

Íslenska Þjóðin er huglægt óskilgreint hugtak sem nær yfir misstóra hópa eftir því í hvaða samhengi hugtakið er notað. "Íslenska Þjóðin" hefur hvorki tekjur né gjöld, stundar engan rekstur og er ekki skráður eigandi að neinu.

Íslenska þjóðin á ekki Landspítalann frekar en nokkuð annað, skráður eigandi er ríkið ekki þjóðin. Ríkið greiðir kostnaðinn við rekstur spítalans og ríkið fær fé frá Íslenskum ríkisborgurum, erlendum fyrirtækjum, ferðamönnum og farandverkamönnum meðal annars.

Margir aðilar greiða í ríkissjóð og ekki fær nema hluti af greiðendum að kjósa þingmenn og forseta. Norðurál og Samherji eru hluti af þjóðinni ef miðað er við skattgreiðendur. Þjóðin minkar um nær helming ef aðeins eru taldir þeir sem fá að kjósa. Í Þjóðskrá er fólk sem vinnur, býr og borgar skatta erlendis. En þar sem "Íslenska Þjóðin" er aðeins hátíðlegt hugtak, huglæg draumsýn, sem hefur enga réttarfarslega stöðu og veitir engin réttindi eða setur skyldur má það vera teygjanlegt. 

Veiðigjaldið er skattur sem rennur óskiptur til ríkisins en ekki til Landhelgisgæslu og hafna.  Ríkissjóður greiðir kostnaðinn við rekstur Landhelgisgæslunnar. Hafnargjöld, sveitastjórnir og ríkissjóður bera kostnaðinn við rekstur hafna. Veiðigjald sjávarútvegs tengijast á sama hátt rekstri Landhelgisgæslu og hafna og skattgreiðslur bænda og verslunarmanna.

Hábeinn (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 14:46

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóðin er allir íslenskir ríkisborgarar og þeir geta búið hér á Íslandi eða í öðrum ríkjum.

Og hér á Íslandi búa bæði íslenskir og erlendir ríkisborgarar.

Erlendir ríkisborgarar eru hins vegar ekki hluti af íslensku þjóðinni, enda þótt þeir búi í íslenska ríkinu.

Erlendir ríkisborgarar sem starfa hér á Íslandi geta hins vegar þurft að greiða tekjuskatt til íslenska ríkisins, enda nota þeir ýmsar eignir íslensku þjóðarinnar á meðan þeir búa hér, til að mynda þjóðvegi.

Enda þótt ég hafi búið í Svíþjóð hef ég aldrei verið Svíi, þar sem ég hef ekki verið sænskur ríkisborgari og erlendir ríkisborgarar sem hér búa eru ekki Íslendingar.

Íslenskir ríkisborgarar geta hins vegar orðið sænskir ríkisborgarar, rétt eins og þeir geta orðið íslenskir ríkisborgarar.

"Þjóð - Borgarar ríkis."

"Ríki - Mannlegt samfélag er hefur varanleg yfirráð yfir tilteknu landsvæði, býr við lögbundið skipulag og lýtur stjórn er sækir vald sitt til samfélagsins sjálfs en eigi til annarra ríkja, enda fari sú stjórn með æðsta vald í landinu, óháð valdhöfum annarra ríkja að öðru leyti en því er leiðir af reglum þjóðaréttar."

"Ríkisborgararéttur - Lögformlegur þegnréttur í einhverju ríki. Ríkisborgararéttur segir til um hverjir eru borgarar tiltekins ríkis. Ákveðin réttindi eru bundin við ríkisborgararétt."

"Ríkissjóður - Fjármunir ríkisins sem fjármálaráðherra ábyrgist í umboði Alþingis."

(Lögfræðiorðabók með skýringum - Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)

Þorsteinn Briem, 19.10.2013 kl. 16:12

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því mi'ur bendir allt til þess að þeir sem vilja halda í íslensku krónuna sjá sér einhvern hag í því. Annað hvort eru þetta braskarar eða stjórnmálamenn á vegum braskara.

Frá því að Landsbanka Íslands var komið á fót 1886 var íslenska krónan lítils sem einskis virði. Þetta sá Eiríkur Magnússon bókavörður í Cambridge þá þegar og ritaði fjölda greina um þetta málefni. Hann sá strax að þessi íslenska króna var á brauðfótum og síðan hefur aldrei neitt gerst til að styrkja hana í sessi í meira en 125 ár.

Því miður er Eiríkur þessi týndur og tröllum gefinn en hann var einn traustasti bakhjarl Jóns Sigurðssonar forseta og átti meginn þátt í að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og þá niðurlægingu sem því fylgdi.

Í Kirkjuritinu 2012 fyrra hefti þess árs birtist æviágrip Eiríks

sem eg undirritaður tók saman. Nú hefi eg verið að skoða betur sitthvað í sögu okkar þjóðar undir lok 19. aldar og ekki fæ eg betur séð en að endurskrifa þurfi hana að nokkru leyti. Samskipti Eiríks í Cambridge og Skúla Thoroddsens á Ísafirði hafa ekki verið gerð skil að neinu leyti og er ástæða til að gefa þv+í betur gaum en hefur verið fram að þessu.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2013 kl. 17:38

17 identicon

Ómar, þú hefur nýtt þér þér þjóðareignina sem RÚV er í áratugi til að miðla þínum hugðarefnum og ekki hefurðu borgað þjóðinni neitt afnotagjald til baka fyrir það.

Turkmanbashir (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband