Arðrán fyrir allra augum.

Ég hvet fólk til að lesa og íhuga grein Bubba Morthens í Fréttablaðinu í dag um það, hvernig menn geta stofnað milljarðagróða fyrirtæki á netinu, sem byggjast á því að arðræna þá, sem lifa af því að skapa tónlist og aðra list, svo sem kvikmyndalist.

Ég man þá tíð þegar Jón Leifs þurfti að sæta aðkasti og háði fyrir það að berjast fyrir rétti tónlistarmanna til að njóta arðs af verkum sínum. Þá, eins og nú mátti heyra raddir um að listamenn væru "afætur" og "ónytjungar", "baggi á þjóðinni" o. s. frv., enda  "getur hver sem er farið út í bílskúr og gaulað og glamrað á gítar" eins og nýlega var skrifað á netinu um tónlistarfólk.

Og "það getur hver sem er tekið upp mynd á farsímann sinn og deilt henni" voru ein rökin.

Nú er svo að sjá að það teljist flott að snúa árangur þessarar baráttu brautryðjandans Jóns Leifs niður og skilja þá eftir arðrænda, sem skópu verkin en hampa hinum sem á skipulegan hátt raka að sér auði við hina nýju iðju.

Og þegar rökin þrýtur er hjólað í manninn, en ekki í málið, eins og lenska er hér á landi.    


mbl.is Ófeimnir afbrotamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Ég las þessa færslu hans Bubba og staðreyndarvillurnar hjá honum eru nánast í hverri setningu.  Hann hefði átt að kynna sér umfjöllunarefnið áður en hann bullaði þessa þvælu yfir landsmenn.
Hér er smá umfjöllun um "ólöglegt" niðurhal.

Jack Daniel's, 18.10.2013 kl. 12:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur er sí og æ,
af sjöllum kóperaður,
af Bjarna hann er mæ ó mæ,
margoft dánlódaður.

Þorsteinn Briem, 18.10.2013 kl. 12:19

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

varðandi Spotify þá þurfa menn ekkert að semja við þá - þeirra er valið. niðurhalið er samt staðreynd - og sennilega ekki hægt að koma fyrir það. sérstakt gjald af diskum/usb lyklum o.þ.h bætir samt eitthvað fyrir það

Rafn Guðmundsson, 18.10.2013 kl. 13:49

4 Smámynd: Jack Daniel's

Spotify er ekki download síða heldur streymissíða og ekki hægt að vista efnið frá þeim.

Sama er með Netflix og Hulu.

Þú niðurhalar ekki efni þaðan heldur horfir á það í straumi.

Jack Daniel's, 18.10.2013 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband