Glataðan svefn þarf að borga til baka og meira en það.

Meðalmaður eyðir 30 árum ævi sinnar í það að sofa, ef hann sefur tæpa 9 klukkustundur á hverri nóttu. 

Þetta er að sjálfsögðu misjafnt en líklega ekki eins misjafnt eins og margir vilja vera láta þegar þeir réttlæta það að svíkja sig um nauðsynlegan svefn.

Engin rannsókn hefur verið gerð á því hvort langvarandi eða mikil svipting svefns hefnir sín einhverjum árum síðar, enda líklega ekki hægt. En það hljóta að vera mikil líkindi til þess að svo sé.

Svefnþörf og venjur eru mismunandi og sett hefur verið fram kenning um A-fólk og B-fólk. Skilst mér a B-fólk sé morgunsvæft en A-fólk kvöldsvæft.

Ég á vini sem eru augljóslega kvöldsvæfari en ég og vakna yfirleitt fyrr á morgnana.

Undanfarnar vikur hef ég reynt að dvelja sem lengst við Gálgahraun með góðu og skemmtilegu fólki.

Þetta tekur auðvitað tíma frá öðrum verkefnum, sem ég þyrfti að sinna miklu betur. Þar á ofan finnst mér vont að vera lítið hjá minni yndislegu konu og fjölskyldu.

Það hjálpar örlitið til að við hjónin erum bæði B-fólk. Ef ég ríf mig upp á sjöunda tímanum á morgnana og er sem mest á þeim tíma við hraunið verður hún minna vör við það en ef ég er burtu á öðrum tímum dagsins.

Ég þarf minnst 9 tíma svefn og jafnvel lengra en það. Ég kvarta ekki yfir því að þurfa að eyða svo miiklum tíma í svefn, því að sumir þurfa jafnvel meira. Til dæmis er sagt að Albert Einstein hafi þurft 14 tíma svefn, enda engin smáræðis heilastarfsemi, sem var í gangi hjá honum í vöku. 

14 tíma svefn eftir vökutörn rímar við þá gömlu kenningu, að ef menn vaka dægrum saman, þurfi menn 14 tíma samfelldan svefn á eftir til að jafna sig, eða þá 2 x 9 tíma svefn tvær nætur í röð.

Síðari hluti svefnsins, sem rætt er um í tengdri mbl.is frétt passar við mína reynslu varðandi það, að þegar ég fell í slíkan draumasvefn vakna ég skjálfandi af kulda, ef það er ekki nógu hlýtt.

Það er líklega vegna þess að við það að hver einasti líkamshluti nema augnbotnarnir leggjast í algera hvíld, eða dvala hægist á blóðrásinni og þá verður manni kalt.

Ég þurfti í þrjá mánuði árið 2008 að sæta því vegna veikinda að vera rændur bæði djúpsvefni og draumasvefni. Gat aðeins mókað í rúma klukkustund í senn en að vera annars vakandi. 

Þá fyrst áttaði ég mig á því hve svefninn er mikilvægur. Ef þetta ástand hefði varað mikið lengur hefði afleiðingin orðið flutningur á geðveikrahæli og síðar dauði.

Fyrsti dagurinn sem ég fékk fullan svefn og gat farið óþjáður út og teygað loftið undir berum himni í litla opna Fiatinum mínum var mesti sæludagur ævi minnar.  

 

 


mbl.is Hversu mikið munar um lengri svefn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sorglegur hann Sigmundur,
í Suðurhöfum kúrir,
býsna langur B-blundur,
en Bjarni heima lúrir.

Þorsteinn Briem, 20.10.2013 kl. 21:25

2 identicon

Rakst á áhugaverða grein í dag, þar sem vísindamenn telja sig hafa fundið ástæðuna fyrir svefni:

http://www.washingtonpost.com/national/health-science/brains-flush-toxic-waste-in-sleep-including-alzheimers-linked-protein-study-of-mice-finds/2013/10/19/9af49e40-377a-11e3-8a0e-4e2cf80831fc_story.html?Post+generic=%3Ftid%3Dsm_twitter_washingtonpost

Finnur (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 15:42

3 identicon

Ómar, afhverju tvöfölduðu þeir ekki bara Álftanesveginn í stað þess leiðar sem farin er nú?

Ég hef ekki verið var við mikið af umferðarslysum á Álftanesvegi, ekki einu sinni þegar glerhálku leggur þar. Það hefði verið miklu flottara að tvöfalda þá braut sem nú þegar er. Hefurðu eithvað svar við þessu?

Serious (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 20:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Serious,

omarragnarsson.blog.is:

17.10.2013 | 21:53

Skoðið þið þetta, hér og á fésbókarsíðunni

Þorsteinn Briem, 21.10.2013 kl. 20:43

5 identicon

 Þingsályktunartillaga.

Beini að  Bjarna og Sigmundi

að brátt þeir láti skoða,

hvort Þyrnirósar heilkenni

hrjái  - ásamt doða!

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 21:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.10.2013 (í dag):

""Ef ég fengi því ráðið myndi ég bíða eftir dómi í málinu," segir Sigurður Líndal lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni.

Sigurður segir að í þessu máli séu ýmis vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla, þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki."

Sigurður Líndal telur rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms í Gálgahraunsmálinu

Þorsteinn Briem, 21.10.2013 kl. 21:13

7 identicon

Þetta útskýrir margt. Þekki svefnleysi einum of vel, og hvað það gerir manni. Ágætis frétt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband