Skoðið þið þetta, hér og á fésbókarsíðunni.

IMG_1398Ég sagði á fésbókarsíðu minni í gær að ég ætlaði að birta þar myndir úr Gálgahrauni daglega um sinn.

Atvikin haga því þannig að þetta eru þrjár athyglisverðar loftmyndir í dag, sem ég tel til glöggvunar fyrir þá sem vilja kynna sér málið.

Tel rétt að benda á þær en ef tími vinnst, mun ég kannski gera myndskreyttan bloggpistil um Gálgahraunsmálið. Viti menn, er þegar búinn að því og hér er hann kominn:  

IMG_8029

 Hér kemur sú fyrsta, tekin í vor.

Núverandi Álftanesvegur er vinstra megin á myndinni og liggur á 500 metra kafla með hús á báðar hendur, þó rýmra en til dæmis Skeiðarvogur í Reykjavík, þar sem er tvöfalt meiri umferð, 14 þús. bílar á dag, en 7 þúsund á Álftanesvegi.

Ljós rák ofarlega á myndinni, hægra megin við veginn, er grasi vaxið svæði meðfram hraunjaðri Gálgahrauns sem er ein landslagsheild hægra megin á myndinni á milli hraunjaðra. hraun

Af 44 sambærilegum vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu er Álftanesvegur númer 22 í röðinni varðandi slysatíðni. 21 kafli er með hærri slysatíðni.

20 ára gamall stórveldisdraumur bæjaryfirvalda í Garðabæ sést á næstu mynd fyrir neðan. Vegir, hringtorg og jafnvel mislæg gatnamót, sem eiga að búta Gálgahraunsheildina í fjóra parta og anna samtals umferð 50 þúsund bíla á dag, sem er rúmlega helmingurinn af daglegri umferð Miklubrautar!

Vegirnir verða með hærri slysatíðni en núverandi vegur ef eitthvað er! IMG_8029_J

Á endanum mun allur pakkinn kosta allt að 3000 milljónir króna.

Neðsta myndin sýnir einn af möguleikunum til að bæta núverandi Álftanesveg, ef menn vilja endilega taka hann fram fyrir 21 vegarkafla á höfuðborgarsvæðinu, sem eru með hærri slysatíðni og flestir með meiri umferð.

Þessi lausn er augljóslega margfalt ódýrari en það sem nú er ætlunin að æða út í og hægt er að leggja veginn við hraunjaðarinn efst á myndinni og nota hluta af þeim kafla, sem nú er verið að vinna í, og fá þannig stærra byggingarsvæði á Garðaholti, ef einhverjir vilja uppfyla drauma bæjarstjórnarinnar þar.

Nýju vegirnir um hraunið þvert og endilangt eru engin forsenda fyrir því eins og bæjarstjórinn lét skína í í Kastljósi.  

Þau rök, að allt náttúruverndarfólk vilji eða geti stöðvað hvað sem er, standast ekki þegar litið er til allra þeirra nýlegu framkvæmda, sem verið hafa á suðvesturlandi síðustu ár án þess að náttúruverndarfólk hafi brugðið fæti fyrir þær.

Tvö dæmi um það eru Suðurstrandarvegurinn, sem ekki varð fyrir neinum töfum vegna mótmæla og Vallahverfið syðst í Hafnarfirði. Af hverju ekki hraunið undir Vallahverfinu?

 Vegna þess að hraunið, sem Vallarhverfið stendur á, er er ekki á náttúruminjaskrá, ekki þakið sögulegum minjum og sérstæðum hraunmyndunum, Kjarval dvaldi þar ekki árum saman á ferli sínum líkt og hann gerði í Gálgahrauni og á Þingvöllum. IMG_1398

Set á eftir, neðst, mynd af korti á leiðbeiningarspjaldi, sem er rétt þar hjá, þar sem draumóravegurinn á að koma upp á hraunið, en vegaframkvæmdirnar, sem loftmyndirnar eru af, munu jafngilda því, að tekinn sé rauður málningarpensill og krossað yfir allan neðri helming myndarinnar.

Þótt örnefnin Gálgahraun og Garðahraun séu bæði inni á þessari mynd, er hraunið, hraunjaðra á milli, ótvíræð landslagsheild og þarf engan landslagsheildasérfræðing til að sjá það.

Þið getið skoðað þetta betur með því að smella á það tvisvar. Rauði bletturinn sýnir, hvar skiltið er, en 100 metrum norðan við skiltið á nýi vegurinn að koma úr vestri (frá vinstri) inn á hraunið og fara eftir því eins og loftmyndin sýnir.

Auðvelt væri að leggja nýjan veg þarna meðfram án þess að fara inn á hraunið og losna þannig við blindhæð á núverandi vegi.  

Allar þessar söguslóðir eru þarna vegna þess að vestan við hraunið eru Bessastaðir og fyrir sunnan það hið forna stórbýli Garðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Satt best að segja skil eg ekkert í þessum rándýru og umdeildu framkvæmdum.

Af hverju má ekki forgangshraða betur hjá Vegagerðinni? Af hverju má ekki senda veghefil jafnvel árum saman til að hefla nokkra vegarspotta á landinu sem nýtast betur ferðafólki?

Kaldidalur er nánast ófær síðsumars. Sama má segja um aðra hálendisvegi hvað þá örstutta vegi eins og t.d. að Sólheimajökli og Svínafellsjökli sem eru einir verst vegaslóðar landsins. Eg hefi lent í því að bílsstjóri neiti að aka þessa vegi sökum þess hve illfærir þeir hafa reynst og ljái þeim það ekki. Ferðaþjónustan á Íslandi þarfnast betra viðhald vega.

Þessi umdeildi vegur um Gálgahraun er eins og hver önnur tímaskekkja. Sama má segja um svonefndan Tunguveg í Mosfellsbæ sem framkvæmdir hófust nú í haust en er eins og æpandi fleygur inn á milli tveggja friðaðra svæða, Tungufoss og Varmárósa.

Ætli verktakarnir stjórni ekki meiru en við kjósendur viljum þegar öllu er á botninn hvolft? Þeir snúa sér etv beint að nærstöddum sveitarstjórnum: okkur vantar 100-2000 milljóna króna þægileg verkefni í vetur. Við komum þá til með að hugsa vel til ykkar fyrir næstu kosningar!

Þessa miklu fjármuni mætti nýta mun skynsamar í þágu samfélagsins.

Því miður virðast mútumál og fyrirgreiðsla jafn ókunnug íslenskum raunveruleika og fjarlægustu sólkerfin! Alla vega eru þau mál lítt eða ekkert rannsökuð rétt eins og svo margt annað í henni veröld.

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2013 kl. 23:33

2 identicon

nkl.

Skuggi (IP-tala skráð) 18.10.2013 kl. 02:10

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Gæti trúað að í þessu máli þurfi að skoða streymi peninganna. Borgar ríkið verkið? Hagnast Garðabær á því að verkið sé unnið? Hver er verktakinn og hvernig tengist hann Garðabæ? Þetta þurfa fjölmiðlar að skoða og fá botn í hvers vegna farið er út í þessa glórulausu framkvæmd.

Sveinn R. Pálsson, 18.10.2013 kl. 17:14

4 identicon

Margt athyglisvert við þessa hugmynd þína um lagfæringu á veginum. Ég held hinsvegar að hún sé vart framkvæmanleg, í það minnsta hefur þú þurft að stroka út öll nýju raðhúsin í Prýðahverfinu til þess að koma vegabótum þínum fyrir. Er ekki viss um að sá kostur sé í boði :-) Það er hins vegar alveg satt að verktakahugsun, þ.e. að alltaf eigi að byggja eitthvað nýtt í stað þess að reyna að laga hlutina, hefur haft margar slæmar afleiðingar fyrir náttúru og íbúa þessa lands.

Tryggvi M. Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 17:57

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 22.10.2013 kl. 14:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í náttúruverndarlögum, sem tóku gildi 1. júlí 1999, eru tilgreindar landslagsgerðir sem njóta sérstakrar verndar.

Þar kemur fram að eldhraun runnin á nútíma [...] á borð við Garðahraun/Gálgahraun eru þar á meðal og forðast skuli röskun á þeim eins og kostur er."

"Samkvæmt náttúruminjaskrá afmarkast Gálgahraun af núverandi Álftanesvegi að sunnan en hraunjöðrunum að austan og vestan.

Framkvæmdasvæðið
, sem fjallað er um í matsskýrslu þessari, er því að stórum hluta innan svæðis sem er á náttúruminjaskrá."

"Framkvæmdirnar munu því rýra verndargildi hraunsins sem svæðis á náttúruminjaskrá, auk þess sem eldhraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum."

"Garðahraun/Gálgahraun er sennilega stærsta hraunið sem enn er ósnortið í miðju þéttbýli á Innnesjum og verndargildi þess er ótvírætt sem slíkt."

Vegagerðin - Nýr Álftanesvegur - Mat á umhverfisáhrifum

Þorsteinn Briem, 23.10.2013 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband