21.10.2013 | 21:29
Enn logið um slysatíðnina.
Athugasemd í upphafi: Af einhverjum ástæðum hefur röð mynda riðlast og brenglast á síðunni en það skýrist af sjálfu sér við lestur hennar.
Enn og aftur tönnlast Vegagerðin á því í fréttatilkynningu að Álftanesvegur sé meðal hinna hættulegustu. Hvenær ætlar hún að kannast við sínar eigin tölur um slysatíðni á Álftanesvegi?
Nema ætlunin sé sú að með því að endurtaka sömu rangfærsluna nógu oft fáist fólk til að trúa henni.
Samkvæmt tölum hennar sjálfrar um 44 sambærilega vegakafla á höfuðborgarsvæðinu er Álftanesvegur 22. í röðinni.
Sem þýðir að 21 kafli er með hærri slysatíðni.
Umferðin er nú 7000 bílar á dag, en til samanburðar er umferðin um Skeiðarvog, sem er þrengri gata ef eitthvað er og með margfalt meiri byggð, með 14000 bíla á dag og enginn talar um einhverja neyð við þá götu.
Bæjarstjórn Garðabæjar tók áhættu og lofaði upp í ermina á sér 1996 um að svonefnt Prýðishverfi, sem er við veginn á 500 metra kafla, yrði ekki við framtíðarveg, sem þá átti eftir að fara í gegnum öll ferli, sem hugsast geta varðandi vegagerð.
Þetta er "túrbínutrixið", hliðstæða þess þegar stjórn Laxárvirkjunar ákvað að kaupa tvær allt of stórar túrbinur í Laxárvirkjun 1970 til þess að þvinga fram margfalt stærri virkjun með stórfelldum umhverfisspjöllum án þess að vera búin að ganga í gegnum öll ferli þeirrar virkjunar.
Sigurður Gizurarson, lögfræðingur andmælenda, sótti mál þeirra á þann hátt að stjórn Laxárvirkjunar ætti sjálf að bera ábyrgð á afleiðingum þess að spila þetta spil siðlausrar þvingunar og áhættu.
Ég birti hér að nýju þrjár loftmyndir af Gálgahrauni, sú fyrsta af hrauninu eins og það hefur verið fram að þessu.
Sú næsta er af hrauninu eins og bæjarstjórnin heimtar að það verði og hefur sett á skipulag bæjarins, kostnaðurinn við þennan glórulausa loftkastala mun kosta ekki minna en 2000 milljónir króna.
Neðst sést lagfæring og tilhögun sem náttúruverndarfólk hefur sýnt sem dæmi um hvernig nægja myndi að leysa þetta mál.
Gera mætti núverndi vegarleið þannig úr garði að innanhverfisumferð beint í safngötu, eytt blindhæð vestar og vegurinn breikkaður og kostnaðurinn verða aðeins brot af loftkastalahugmyndum bæjarstjórnarinnar.
Bæjarstjórnin getur við sjálfa sig sakast varðandi það að borga skaðabætur til íbúa 20 íbúða við veginn, sem yrðu aðeins lítið brot af þeim ca 2000 milljónir króna, sem bæjarstjórnin krefst að samfélagið borgi fyrir glórulausa loftkastala um 50 þúsund bíla umferð um hraunin á dag eða sjöföldun núverandi umferðar.
Og það á sama tíma sem Landsspítalinn og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin.
Í dag fengum við að kynnast því þegar lögregluríki ber réttarríkið ofurliði.
Vélaherdeildir vaða í "blitzkrieg" eða leifturstríði eftir öllu fyrirhuguðu vegstæði.
Afleiðingin af því er sú að valdið verður eins miklum óafturkræfum spjöllum á hrauninu á eins skömmum tíma og hægt er, en með því er hraunað yfir það að Hæstiréttur Íslands er með málið til umfjöllunar og úrskurðar.
Neðstu myndirnar, sem ég ætla að setja inn, eru annars vegar af hluta leiðarinnar.
Efst lögreglumenn, mótmælandi og grafa á fullri ferð, -
- næst ruðningurinn til vinstri og maður niðri í laut í hrauninu hægra megin við hann,
og loks er mynd af því hvernig lögreglan lokaði Álftanesveginum í nokkrar klukkustundur án þess að séð væri nein ástæða til þess, en við það myndaðist umferðarteppa, fyrirbæri sem hefur hingað til verið sjaldgæft á þessari leið.
Ekkert sem á að koma á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
""Ef ég fengi því ráðið myndi ég bíða eftir dómi í málinu," segir Sigurður Líndal lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni.
Sigurður segir að í þessu máli séu ýmis vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla, þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki."
Sigurður Líndal telur rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms í Gálgahraunsmálinu
Þorsteinn Briem, 21.10.2013 kl. 21:37
Vegartálmar Lögreglunnar á Álftanesveginum í dag eru sambærilegar við það að lögreglan hefði lokað aðkomuleiðum að Miðbænum á dögum Búsáhaldabyltingarinnar.
Þetta var beinlínis gert til þess að hefta tjáningarrétt almennings.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 21:44
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands búa hér á Íslandi um 9% fleiri árið 2023, eftir áratug, en bjuggu hérlendis um síðustu áramót.
Og þá bjuggu 2.392 á Álftanesi, samkvæmt Hagstofunni.
Samkvæmt mannfjöldaspánni búa því um 215 fleiri á Álftanesi eftir áratug.
Þorsteinn Briem, 21.10.2013 kl. 21:50
Það er náttúrlega í góðu lagi að nota mynd af gömlum hugmyndum um veginn til að styðja við málstaðinn. Hér er rétt mynd frá Vegagerðinni af núverandi framkvæmd þar sem sést að hringtorgið í miðju hrauninu er ekki hluti af henni og heldur ekki vegurinn sem liggur þvert yfir það.
http://www.vegagerdin.is/Verkefnavefir/AlftanesvHfjBessast.nsf/Mynd_stor.jpg
Oddur (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 21:57
"Núverandi framkvæmd" er einfaldlega hluti af skipulagi Garðabæjar sem enn er í gildi og felur í sér báða vegina. Reglan hefur verið sú um sambærilegar framkvæmdir eins og álverin, að taka þetta í áföngum.
Upphaflega var sagt að álverin á Reyðarfirði, á Bakka og í Helguvík ættu hvert um sig að vera 120 þúsund tonn. Það var "núverandi framkvæmd" í munni þeirra, sem keyrðu málin af stað á þessum stöðum.
Í öllum tilfellum hefur komið í ljós að á eftir fylgir krafan um fara alla leið, samkvæmt játningum talsmannanna, eftir að þeir höfðu lengi þrætt fyrir það.
Þetta er eðli "túrbínutrixins", að stilla mönnum upp við vegg eftir að ætt hefur verið af stað.
Ekkert hefur komið fram um það að bæjarstjórn Garðabæjar hafi fallið frá því skipulagi að búta Gálgahraun í fjóra parta.
Ómar Ragnarsson, 21.10.2013 kl. 22:08
Rétt er það Oddur, en það sem kemur ekki fram á myndinni er framtíðar tenging Vífilstaðavegar í gegnum hraunið, það kemur fram á mynd Ómars.
kjartan (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 22:17
Á mínum fjórtán ára ferli sem leigubílsstjóri, hef ég aldrei orðið var við umferðaróhöpp á Álftanesvegi. Ef frá eru talin þau þegar keyrt hefur verið yfir fugla, sem halda til á svæðinu.
notorious (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 22:38
Lokunin sem gerð var í dag á Álftanesveginu var illa hugsuð af lögreglunni. Garðavegur er þröngur og með því til hliðsjónar að láta umferðina fara um þann veg urðu margar umferðartafir.
Slysatíðnin á veginum er lág, eins og þú nefnir og það eina banaslys sem gerðist var við Selskarð og skv. því sem ég skil á teikningum Vegagerðarinnar, mun það vegastæði ekkert breytast.
Mislægu gatnamótinu sem eru á teikniborðinu eru óþörf og íbúar Prýðishverfis munu verða lítið hverfi innan um tvær umferðaræðar því íbúar í norðurbæ Hafnarfjarðar sem til þessa hafa farið um Álftanesveg heim til sín munu halda því áfram þó svo að þessi nýji Álftanesvegur væri lagður auk þess sem við sem búum á Álftanesinu myndum notast við nýja veginn. Þessi vörn bæjarstjóra Garðabæjar og Vegagerðarstjóra eru því svolítið vanhugsuð hvað það snertir.
Ólafur Þór (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 22:39
Hvað er eiginlega málið með þessa hraunspildu? Það eru endalausar hraunbreiður á þessu landi og vegir hafa verið lagðir yfir og í gegn um hraun áður á þess að einhverjir "hraunavinir" væru að gera allt vitlaust. Má ekkert orðið framkvæma í þessu landi án þess að einhverjir bessevisserar byrji að gapa og vilji endilega að "náttúran fái að njóta vafans" sem er orðin verulega þreytt klisja. Þetta er bara hraun sem rann í fyrndinni eins og út um allt á suðvesturhorni landsins og víðar. Þó Kjarval hafa málað steina og fólk gengið um hraunið í gamla daga þá á það ekki að koma í veg fyrir vegabætur á þessum stað. Þið eru lítill og hágvær hópur sérvitringa og þannig fólk á ekki að fá að ráða í þessu máli.
Góðar stundir
Garpur Hraundal (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 00:17
Ég vissi ekki að Sigurður Líndal væri sérvitringur.
Þorsteinn Briem, 22.10.2013 kl. 00:27
Flottur pistill. Einu mótrökin sem ég hef séð við málflutningi þínum ofl., Ómar, er raus á borð við það sem má sjá hjá 'Garpi' hér fyrir ofan. Sumsé einhvers konar fýllyndisviðbrögð sem virðast byggjast á því að setja sig upp á móti öllu því sem umhverfisverndarsinnar mótmæla. Áherslan er aldrei á af hverju það þarf nauðsynlega að leggja þennan veg heldur bara á það að umhverfisverndarsinnar eigi bara að hætta þessu tuði. Það segir mikið um hver er með sannleikann og réttlætið á sínu bandi.
Þarfagreinir, 22.10.2013 kl. 00:49
Það er gott þegar Lögreglan hefur vit fyrir óvitunum. Þegar ekki er hægt að nota réttarkerfið eins og hengingaról á framkvæmdir þegar eðlilegar leiðir í lýðræðisþjóðfélagi skila annarri niðurstöðu en fámennur hópur heimtar. Þegar minnihlutafrekjur fá ekki sínu framgengt með liðugum talanda, kjaftæði og bulli.
Í dag fengum við að kynnast því þegar réttarríkið bar nokkra þöngulhausa í djeilið.
Jós.T. (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 01:05
"70. gr. Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 22.10.2013 kl. 01:31
Enn sé ég ekki nein vitræn rök fyrir nauðsyn þessarar framkvæmdar. Í þetta sinn eru það þau að það sé bara búið að ákveða þetta og þannig verði þetta þá bara.
Þjónkun margra við valdið samhliða fyrirlitningu í garð þeirra sem dirfast að setja sig upp á móti því að einhverju leyti er óhugguleg.
Þarfagreinir, 22.10.2013 kl. 01:32
Svar við Garpi Hraundal: Sé litið framhjá náttúruverndar sjónarmiðum þá kostar þessi framkvæmd 2000 milljónir. 2000 milljónir af skattpeningnum okkar sem eiga að fara í nýjan veg út á Álftanes.
Þessar 2000 milljónir væri vel hægt að nota í Landspítalann.
Á hverjum degi koma fréttir af bráð hættulegri stöðu Landspítalans sem biður um 3000 til 4000 milljónir. Á sama tíma er nýr vegur út á Álftanes settur framar í forgangsröðina en Landspýtalinn.
Þetta er bara spurning um hvort við viljum bjarga Landspítalanum eða betri aðgang að Álftanesi. Hvort vilt þú?
Pétur Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 01:37
"Má ekkert orðið framkvæma?"..er spurt. Svarið sést á fjölmörgum framkvæmdum síðustu missera eins og nýlögðum Suðurstrandarvegi, sem liggur alla leið frá Grindavík til Þorlákshafnar án þess að Hraunavinir hafi verið að þvælast fyrir því.
Nýlokið er gerð stórvirkjunar, Búðarhálsvirkjunar, án þess að náttúruverndarfólk hafi verið að andæfa því.
Vallahverfið hefur risið á hrauni syðst í Hafnarfirði án þess að Hraunavinir hafi verið þar.
Og af hverju ekki? Af því að hraunið þar er ekki á náttúruminjaskrá sem verðmætt náttúrufyrirbæri eins og Gálgahraun, - Kjarval var þar ekki að vinnu sinni á blómatíma sínum og líka á Þingvöllum, - í hrauninu undir Vallahverfi eru engar af þeim ótal sögulegu minjum sem Gálgahraun státar af, - enda það hraun ekki í nábýli frá tveimur af helstu sögustöðum og höfuðbólum landsins, Bessastöðum og Görðum eins og Gálgahraun er.
Það eru til "endalausar" hraunbreiður hér á land er sagt, en það er engin tilviljun að Hraunavinir hafa verið og eru í Gálgahrauni, - það er vegna sérstöðu þess.
Og allt ætlar að verða vitlaust, af því að við okkur er loks nóg boðið, þegar líka á að taka þetta hraun undir glórulausar loftkastalaframkvæmdir sem eru alls endist óþarfar og úr öllum takti við mikilvægustu viðfangsefni fjárvana ríkissjóðs.
Ómar Ragnarsson, 22.10.2013 kl. 01:38
Ómar, ég styð þig heilshugar, þessi framkoma Vegagerðarinnar er skammarleg - Lögreglan gerir það sem henni er sagt.
Framkvæmdin er illa rökstudd og allt allt of dýr, nær væri að setja þessa peninga í Landspítalann.
Svæðið er á náttúruverndarskrá, dómur Héraðsdóms var furðulegur útúrsnúningur að mínu mati.
Hæstiréttur á eftir að dæma í málinu - eitt er auðvitað að Vegagerðin á skilyrðislaust að bíða eftir þeim dómi. En annað er að jafnvel eftir að sá dómur er fallinn á fólk að hafa rétt til að mótmæla með friðsamlegum hætti (og má auðvitað búast við að vera handtekið fyrir vikið ef lög eru brotin).
En réttur Lögreglunnar til að handtaka einstaklinga þar sem handtökuskipun liggur ekki fyrir, ekki er verið að brjóta lög og ekki er fyrirséð lögbrot, sá réttur er í besta lagi vafasamur. Sagt er að það sé hægt að handtaka fólk fyrir að "hlýða ekki fyrirmælun Lögreglunnar" - þetta hljómar nú eins og hjá þeim félögum Pinochet og Franco!
En hvaða öfl í samfélaginu gefa grænt ljós á yfirgang og frekju Vegagerðarinnar og harkalegar aðgerðir Lögreglunnar? Ekki taka þessar stofnanir upp á þessu hjá sjálfum sér?
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.10.2013 kl. 06:00
Sjá má í aðalskipulagi Garðabæjar 2004 - 2016; http://www.gardabaer.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=79466 bls 13, að vegir sem skipulagðir eru í gegnum hraunið eru í samræmi við mynd Ómars. Bara spurning hvenær bæjarstjórn Garðabæjar lætur Vegagerðina reka þann hluta í gegnum hraunið. Hvernig var unnið að framkvæmd í gær er Vegagerðinni og Garðabæ til skammar, vegurinn skal rekinn í gegn hvað sem það kostar. Ég man ekki til að þessi aðferð ( að láta jarðýtu ryðja yfirborð vegstæðis ) hafi verið notuð áður. Vegagerðin hefur unnið faglega að sýnum framkvæmdum en hér fer yfir allt sem heitir velsæmi.
Kjartan (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 08:20
Ef maður skoðar öll smáatriði hlýtur maður að vera sammála Hraunavinum.
Þetta er heldur ekki bara eitthvað hraun, og þó svo væri, er ótækt að hundsa lögbannskröfu fjögurra náttúruverndarsamtaka á þann hátt að skemmdirnar eru óafturkræfar hvernig sem málið annars færi.
En eitt þarf að útskýra, afhverju ber heilan milljarð á milli?
Vegagerðin heldur því fram aðþetta kosti milljarð, þið segið tvo.
Hvort er rétt?
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 08:30
Arrogance og plebbaháttur sjallanna birtist hér í skýrri mynd. Og kemur mér ekki á óvart. Við eigum þetta, við megum þetta. Grilla og græða.
En hvar er forseta grísinn, lætur málið sig ekki varða. Hvern andskotann kemur mér og henni Dorrit íslensk náttúra við, hugsar kallsauðurinn líklega.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 09:44
Ef einhver hætta var á svæðinu þá var það hættan á að ýtur og gröfur meiddu mótmælendur, því hefði átt að fjarlægja þau tæki, en ekki fólkið. Það stendur nefnilega í stjórnarskránni:
74. gr. [Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.]
Hver var hættan á óspektum? Og hvað var uggvænlegt við að fólk sat kyrrt á sínum rassi?
Þetta þarf lögreglan að staðfesta, annað er valdníðsla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2013 kl. 10:29
Þegar lögreglu er sigað á mótmælendur að skipun stjórnmálamanns til að „veita“ verktaka vinnufrið, þá er farið að styttast ansi mikið í fasismann.
Margt sem þessi ríkisstjórn hefur verið að ákveða er vægast sagt mjög umdeilt og ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir, mannréttindi, þjóðarvilja, alþjóðasamninga, lög og rétt í samfélaginu.
„Nú saxast á limi Björns bónda“ er haft eftir fornkonu einni. Nú saxast heldur en ekki á fylgi þessarar ríkisstjórnar. Verður lögreglunni sigað á mótmælendur í stærri stíl en verið hefur og við höfum séð í Gálgahrauni.
Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2013 kl. 11:12
"Má ekkert framkvæma..." Horfið yfir höfuðborgarsvæðið og það er bútasaumur endalausra framkvæmda eins og þessarar. Þetta er ekki eina vitleysan og ekki sú síðasta!
Svo spurningin er ekki bara þetta hraun heldur hraun sem skemmd verða í framtíðini. Lítið á Svínahraun og það er algerlega eyðilagt. Eiginlega svakalegt að sjá það.
veffari (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 12:08
Líklega er í lagi að nota orðið fasismi, allaveganna í gæsalöppum, enn sem komið er.
Sætabrauðsdrengirnin og silfurskeiðungar, skilgetin afkvæmi braskara og innherja plebba, virðast ætla að klúðra öllu á met tíma.
Næst þegar mörlandinn fer í kjörklefann ætti hann að vanda sig meira, láta skynsemina ráða en ekki ævintýraleg kosningarlofotð og hreinar lygar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 12:16
Nú er víst sá eini sem græði töluverða summu í þessu máli er landeigandi Selskarðs, en það er enginn annar en pabbi hans Bjarna Ben.
Mæli með að fólk lesi um málið á facebook síðu hennar Láru Hönnu Einarsdóttur, þar er drullan að koma fram í dagsljósið.
Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 12:48
Einmitt.
Á þýsku er talað um "Filz", að eitthvað sé "verfilzt". Einnig "Klüngel, Korruption, Seilschaft".
Gamla ógeðfellda Ísland höfuðborgar-klíkunnar. Grilla, græða og gefa skít í almúgann.
"Fuck it"!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 13:25
Og þvílík drulla. Mér fannst ég finna skítalykt, en ímyndunaraflið sveik mig. Spillingin og ógeðið er augljósari en ég bjóst við.
Ómar, haltu áfram. Þjóðin á þig næstum ekki skilið, en landið elskar þig.
Villi Asgeirsson, 22.10.2013 kl. 13:49
22.10.2013 (í dag):
Police arrest environmentalists in Iceland
Þorsteinn Briem, 22.10.2013 kl. 14:39
http://www.gardabaer.is/thjonusta-i-gardabae/umhverfismal/fridlysingar-i-gardabae/galgahraun-og-skerjafjordur/
Það má nú alveg minna á að Gálgahraun var friðlýst árið 2009 af Garðabæ. Skiptir það engu máli?
Alda (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 17:38
Komdu sæll Ómar. Myndirnar sem þú birtir aftur og aftur með veginum gegnum Gálgahraun eru EKKI réttar myndir af framkvæmdum þeim sem nú eru farnar í gang, myndin þar sem þú skrifar að sé "eins og Bæjarstjórn Garðabæjar heimti. Bæjarstjórn Garðabæjar friðlýsti Gálgahraun árið 2009 og lét vinna nýja tillögu sem félli að hugmyndum hraunavina og til þess að Gálgahraunið væri varðveitt. Mér finnst alveg ótrúlegt að þið sem kallið ykkur náttúruverndarsinna skulið grípa til þvílíkra lyga eins og ég hef hlustað á undanfarið. Þar sem veginum er lýst sem "Kringlumýrarbraut" með ótal slaufum og mislægum gatnamótum. Finnst ykkur Eiði Guðnasyni þetta virkilega málefnalegt? Ég spyr mig að því hvers vegna það má ekki ræða málin eins og þau eru og grípa ekki til lygi og birta rangar myndir af nýja veginum. Góðar stundir.
Margret S (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 17:54
Sú var tíðin að Sundabraut var talin ein mikilvægasta samgöngubótin á höfuðborgarsvæðinu öllu. Menn voru svo brattir í höfuðborgarsvæðísins að í aðalskipulagsmálum Reykjavíkurborgar var fullyrt að ekki seinna en 2006 myndu ökumenn aka um þessa miklu samgöngubót.
Nú 7 árum síðar hefur ekki verið lagður einn einasti metri af þessari samgöngubót sem átti að stytta leiðina frá vesturhluta og miðbæ Reykjavíkur vestur um land um a.m.k. 10 km!
Í dag erum við að fást við yfirvöld sem virðast hafa ruglast á framkvæmdum: Í stað Sundabrautar eru þau að troða framkvæmd um fagurt og viðkvæmt hraun eins og þarna ættu tugþúsundir vegfarendur erindi um!!!
Er Hanna Birna með öllum mjalla að gefa okkur í skyn að þessi smávegabót út á Álftanes sé mikilsverðari en forsendur Sundabrautar frá Reykjavík og út á Kjalarnes?
Voru forsendur Sundabrautar yfirfærðar á Gálgahraunið til þess að glepja mönnum sýn?
Þessar umdeildu framkvæmdir eru með öllu óskiljanlegar nema þær séu skoðaðar með hagsmuni Sjálfstæðisflokksins í þessu máli ÖLLU!
Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2013 kl. 21:38
Þetta er því miður eitt sorglega dæmið um að við erum í gíslingu gamaldags umferðarverkfræðinga og óhæfra stjórnmálamanna.
Magnús Skúlason (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 23:15
Það er eitt sem ég veit og það er að ekkert kemur mér á óvart lengur.
Og það er eitt sem ég held og það er að Ísland sé ónýtt.
Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 23:31
@ Margrét S. Værir þú til í að miðla þeim upplýsingum sem þú hefur um þessa framkvæmd, sem og þessum rangfærslum, þannig að ljóst sé hvað er rangt hjá Ómari? Eru myndirnar ekki í samræmi við fyrirhugað bæjarskipulag Garðabæjar svo dæmi sé tekið?
Haraldur Rafn Ingvason, 22.10.2013 kl. 23:56
http://skandall.is/?p=630 Þetta sýnist ástæðan fyrir öllu ballinu.
Ivar Larsen (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 04:23
Ómar þú ert mikilvægur fyrir náttúru Íslands. Það þarf svona menn eins og þig sem láta ekki berast sofandi að feigðarósi og þora að rísa upp þegar verið er að valta yfir viðkvæm og eða sögulega mikilvæg svæði. Einhver þarf að tala máli náttúrunnar. Mörg hafa slysin verið í gegnum tíðina og verður mér þá td. hugsað til vegarins í gegnum Almannagjá og brúna sem eyðilagði drekkingarhylinn á Þingvöllum. Ágætt dæmi um eyðileggingu á sögustöðum. Slíkt er líklega að gerast núna í Gálgahrauni þar sem ma. var aftökustaður eins og nafnið bendir til. Sennilega margt fleira merkilegt við Gálgahraun enda hefur það ekki verið friðað að ástæðulausu. Verst finnst mér samt að það skuli anað svona áfram með framkvæmdirnar án þess að bíða úrskurðar um lögmæti þeirra. Ég verð að segja að þegar ég las um að þú hafir verið handtekinn við friðsamleg mótmæli í hrauninu þá þótti mér fokið í flest skjól fyrir Ísland. Hvað er að koma fyrir íslensku þjóðina þegar farið er að handtaka menn eins og Ómar Ragnarsson.
Hafdís H. Kjærgaard (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 11:44
Þegar allt kemur til alls sjáum við að menn hafa alltaf lært af mistökum sínum. Ef það gerist ekki núna, því að þetta mál í Gálgahrauni hefur enga forsögu og algjör fordæmi í umhverfismálum, þá hlýtur yfirvöld að vilja setja línu í umhverfismálum sem hefur mjög neikvæða ímynd í alþjóðavisu og þetta er gert þá af ásettu ráði. Allur heimur er að horfa til Íslands sem síðasta von í umhverfismálum.
Fiorbj0 (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 16:14
gaman að skoða þessa skýrslu frá vegagerðinni þrátt fyrir að vera orðin 13 ára gömul.
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Uttekt2aumferdaroryggithjodvegaahofudborgarsvaedinu(PDFf.skja)/$file/uttekt2_umforygg_hb_skj.pdf
Álftanesvegurinn er skilgreindur sem L027:
"L027 Álftanesvegur
ÓHT 0,68
SLT 0,00
Fremur lág óhappatíðni og ekkert slys á athugunartímanum. Þetta hlýtur að teljast “glópalán”
því einn höfunda man þá tíð er menn óku oftsinnis útaf og alloft með meiðslum. Breytingar
standa til á veginum, m.a. í tengslum við nýja byggð í Hraunsholti (Ásahverfi) í Garðabæ."
Ólafur (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 18:53
og meira af skýrslum frá vegagerðinni
http://www.vegagerdin.is/media/frettir-2013/Alftanesvegur-greinargerd-Vegagerdarinnar-og-Gardabaejar-mai-2013.pdf
Ólafur (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 19:07
Garpur :
Þetta hraun er "auðvitað" sérstakt og hefur það ítrekað komið fram :
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/24/vilja_endurskoda_skipulag_vegarins/
http://www.gardabaer.is/thjonusta-i-gardabae/umhverfismal/fridlysingar-i-gardabae/galgahraun-og-skerjafjordur/
Morten Lange, 26.10.2013 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.