Nakið lögregluvald.

IMG_1801Það munu hafa verið 17 lögreglumenn sem voru kallaðir út í morgun til að bera mótmælendur af vettvangi í Gálgahrauni og liðka til fyrir einhverri stærstu jarðýtu landsins.  

Þessi vísa varð til við Gálgahraun í morgun þegar fylgst var með aðgerðum lögreglunnar.

Í vísunni eru hafðar í huga þær myndir af þeim sem birtast munu landsmönnum.

Þess má geta að þriðja línan í vísunni, sem getur verið tvíræð, hraut af vörum eins gröfumannsins í mín eyru:

 

Neyðarlegt nú er að gera sig, -  /

nakið er valdið að sjá:  /

Þau láta löggurnar bera sig   /

og lýðurinn horfir á.

 

Ég var að ræða við mann núna áðan, sem var staddur niðri á Austurvelli þegar um hópur öryrkja, stór hluti þeirra í hjólastólum, vildi afhenda ráðherra áskorun um daginn.

Svo fjölmennt lögreglulið var á staðnum að það var í engu samræmi við fjölda og ásigkomulag fundarmanna, og öryrkjarnir voru girtir af alllangt frá þinghúsinu, nálægt styttunni af Jóni Sigurðssyni.

Þegar þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins vildi fá að aka á hjólastól sínum nær þinghúsinu til að afhenda ráðherra skjalið með áskoruninni  var ekki við það komandi að hann fengi að framkvæma svo ógnandi verknað, heldur kom þingvörður út að girðingunni til að taka þar við skjalinu.

Uppákoma þessi var fáránleg að mati viðmælanda míns sem sagðist spyrja sig að því hvers konar lögregluríki væri að myndast hér.

Innan lögreglunnar er fólk af ýmsu tagi, rétt eins gengur og gerist í þjóðfélaginu, og ég tel það vera vel að þverskurður hennar sé svipaður og hjá almenningi.

Þetta kom í ljós í aðgerðum lögreglunnar í gær. Einn lögreglumaður gekk alveg sérstaklega og óþarflega harkalega að við handtöku og handjárnun Sigmundar Einarssonar, kastaði honum á grúfu, handjárnaði hann svo harkalega að Sigmundur er enn handlama og, - síðan, það sem verst var og alger óþarfi, setti hné sitt af miklu afli tvívegis í hrygg Sigmundar.

Annar lögreglumaður sást ganga hljóðlega af vettvangi og segja: "Ég get þetta ekki."    


mbl.is Mótmælendur bornir af svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur og Bjarni berir,
beikonbræður eiga smér,
innanríkis í sig gerir,
Ómar ber á höndum sér.

Þorsteinn Briem, 22.10.2013 kl. 13:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 22.10.2013 kl. 14:37

3 identicon

Er ekki lykilmaður í þessu viðkomandi lögreglustjóri/sýslumaður? Eru aðgerðir lögreglu heimilar þegar frakvæmdin bíður græna ljóssins frá hæstarétti? Held nú bara varla. En beini menn nú sjónum sínum að þeim lykilmönnum sem senda sína dáta í þetta, og reki upp neðan frá!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 15:33

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á dögunum kærði eg lausagöngu hrossa inni í spildu sem eg á í Mosfellsbæ þar sem eg er að rækta skóg. Lögreglumaðurinn sem tók á móti kærunni taldi ekki miklar líkur á því að lögreglan gæti sinnt þessari kæru minni vegna manneklu lögreglunnar.

Nú mun eg fylgja þessari kæru eftir með auknum þunga með tilvísun í að nægur mannafli hafi verið tiltækur til að handtaka Ómar Ragnarsson og aðra „stórhættulega friðarspilla“ sem þó með friði vilja mótmæla þeirri lögleysu að eyðileggja stórkostlegar náttúruminjar sem fólgin er í Gálgahrauni.

En nú er athygli heimsbyggðarinnar vakin á þessari viðurstyggilegu eyðileggingu. Við skulum stuðla sem mest að útstreymi upplýsinga.

Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2013 kl. 16:08

5 identicon

Ómar,

þú ert maðurinn,hetjan,stálið

Kári Elíson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 17:17

6 Smámynd: Jack Daniel's

Hér í meðfylgjandi tengli er hægt að lesa um raunverulegar ástæður fyrir því að drífa þennan veg upp áður en dæmt verður hvort þetta er ólöglegt.
Það eru nefnilega hagsmunir ráðherra að veði meðal annars.

http://skandall.is/?p=630

Jack Daniel's, 22.10.2013 kl. 18:11

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst að yfirvöld ættu að skammast sín. Því miður virðist samviskan ekki vera upp á marga fiska hjá núverandi valdamönnum þjóðarinnar. Valdagleðin virist hafa borið alla skynsemi ofurliði.

Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2013 kl. 21:23

8 identicon

Guðjón Sigþór, til upplýsinga fyrir þig þá friðlýsti bæjarstjórn Garðabæjar Gálgahraun árið 2009. Veginum var breytt þannig að vegstæðið væri einungis í Garðahrauni og náttúruminjum er hlíft. Mér finnst ömurlegt að sjá aftur og aftur farið með staðlausa stafi í fjölmiðlum. Þetta mál er æsifréttamennska. Það er talað illa um þá sem eru bara að vinna vinnuna sína, t.d. lögreglan og verktakar. Þvílíkar öfgar í skrifum fólks. Hraunavinir birta rangar (gamlar) myndir af veginum á facebook og annars staðar.

Margret S (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 23:05

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar allt þrýtur er gripið til orðaleikja við að skipta upp í Gálgahraun og Garðahraun augljósri landslagsheild, svæðinu á milli suðvestur-hraunjaðarins og norðaustur-jaðarinns eins og glögglega hefur mátt sjá af loftmyndum af þessu hrauni hér á síðunni

Þannig mætti alveg eins skipta Esjunni upp í hluta og segja, að stórfellt malarnám í Kistufelli, Móskarðshnjúkum og Skálafelli komi Esjunni ekki við þótt allir sjái frá Reykjavík að þetta er ein landslagsheild.

Ómar Ragnarsson, 23.10.2013 kl. 10:36

10 Smámynd: Mofi

Ógurlegt nú ástand er,
Ómar fjárlægður með valdi.
Lögreglan minnir helst á her
í landi sem ríkið kvaldi

Mofi, 23.10.2013 kl. 11:16

11 identicon

Verða öryrkjar og aldraðir hnepptir í fangavist ? Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík og nágrennis, verður gestur á næsta Sellufundi Lífeyrisþega, ásamt fleirum.

Monday, October 28 at 1:15pm

Borgartún 22 - 105 Reykjavíkhttps://www.facebook.com/events/555260251189999/

Helga Björk Magnúsdóttir og Grétudóttir (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 21:39

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Voru það mistök Stefáns lögreglustjóra að verða við beiðni Hönnu Birnu að senda tugi fílefldra lögreglumanna til að handtaka nokkra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í innansveitarmálum Garðbæinga en eru núna orðin að einu mesta hitamáli þjóðarinnar? Hefði eg verið í hans sporum hefði eg sent tvo lögreglumenn til að athuga og skrifa skýrslu um málið.

Lögregla var sett í mjög krítíska stöðu með því að gera hana að verkfæri þeirra sem eru greinilega ekki að fara eftir landslögum. Það ber að doka við niðurstöðu Hæstaréttar, hvort náttúruverndarmenn hafi einhver mannréttindi í þessu landi eða hvort við séum „persona non grata“ eins og andstæðingar kommúnismans í Austur-Evrópu voru á kaldastríðsárunum. Nú vill Sjálfstæðisflokkurinn halda í þessa skiptingu: Auðmenn eiga að geta kallað á lögregluna til að berja niður mótmæli, sé hagsmunum þeirra ógnað.

Í DV í dag (25.10.) er mjög athyglisverð aðkoma Bjarna Benediksttonar að undirbúningi þessarar brautar. Greinilegt er að hann hafi verið með öllu vanhæfur í sveitarstjórn þegar hagsmunir ættmenna hans voru teknir fyrir á fundum. Hann vék af einum fundi en ekki hinum!

Guðjón Sigþór Jensson, 25.10.2013 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband