24.10.2013 | 20:29
Skoðanaágreiningur í Gálgahraunsmálinu þverpólitískur.
Undanfarna daga hef ég hitt nógu margt sjálfstæðisfólk, sem hefur lýst yfir andstöðu við hinar fyrirhuguðu glórulausu framkvæmdir í Gálgahrauni til þess að draga af því þá niðurstöðu, að skoðanir fólks á því máli fari að litlu leyti eftir flokkspólitískum línum.
Þá á ég einkum við það að þessir viðmælendur mínir hafa sagt að miklu fleiri flokkssystkini þeirra séu andvíg framkvæmdunum en látið hefur verið í veðri vaka.
Ég finn einnig fyrir því að eftir því sem upplýsingar um einstök atriði málsins og fleiri atriði en áður berast til fleira fólks, aukist fylgi við andófið gegn framkvæmdunum.
Gunnar Einarsson hefur verið mjög í sviðsljósinu í málinu þótt hann sé ekki pólitískt ábyrgur heldur bæjarstjórnarmeirihlutinn og oddviti hans.
Að oddvitanum og meirihlutanum þarf nú að beina gagnrýni beinna og meira en verið hefur, því að þar liggur meginábyrgðin á því hvernig komið er í þessu máli.
Gunnar Einarsson segist nú sækjast eftir efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til þess að axla pólitíska ábyrgð, en slíka ábyrgð hefur hann ekki haft fram að þessu og því geta spilað nokkuð frítt spil af miklum ósveigjanleika og í skjóli rangra fullyrðinga og upplýsinga, svo sem um slysatíðni á núverandi vegi og því, hve margar íbúðir séu í þeim húsum sem liggja næst veginum, svo að dæmi séu nefnd.
Vill leiða listann í Garðabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar þú ert yngsti alvöru töffari þjóðarinnar og þú verður bara töffari eftir því sem árin líða
Davíð, 24.10.2013 kl. 22:18
Nú hefur komið í ljós að þessi gríðarlegi þrýstingur á þessa umdeildu framkvæmd kemur frá Bjarna fjármálaráðherra og fjölskyldu hans (DV í gær). Til að hámarka væntanlegan arð af lóðasölu var þessi framkvæmd nauðsynlegri en að veita þessu mikla fé til Landsspítalans.
Mér finnst Gunnar bæjarstjóri vera í erfiðu máli. Hann er eins og lítil lús milli nagla ráðamanna í Sjálfstæðisflokknum og þeirra sem vilja doka með framkvæmdir. En gróðabrallið braskaranna heldur áfram, spurning hvort fylgið hrynji af Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ - og kannski víðar, nú þurfa þeir sem fylgja Sjálfstæðisflokknum en hafa fengið nóg af fasismavæðingu flokksins að hugsa sín ráð. Það er að sjálfsögðu vísir að fasisma þegar stjórnmálamenn (BB og Hanna Birna) ákveða að beita lögreglu til að handtaka andstæðinga sína.
Guðjón Sigþór Jensson, 24.10.2013 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.