Knattspyrna er hópíþrótt.

Knattspyrna er íþrótt þar sem ellefu leikmenn verða að spila vel saman til að árangur náist. En um knattspyrnu eins og til dæmis hópsöng gildir það, að ekki er endilega víst að geta liðsins verði í hlutfalli við getu leikmanna sem einstaklingar. Útkoman getur bæði verið lakari en samanlögð getan eða betri en samanlögð geta.

Eitt sinn var settur saman söngkvartettinn "Einsöngvarakvartettinn" sem var skipaður fjórum söngvurum í allra fremstu röð á Íslandi. En útkoman varð ekki samræmi við samanlagða afburða getu söngvaranna hvers um sig.

Það heyrðist alveg langar leiðir að nafnið á kvartettinum var réttnefni, "Einsöngvarakvartettinn", því að hver rödd skar sig of mikið úr til þess að hámarks samhljómur yrði útkoman.

Dæmi um það að einn leikmaður hafi skilað liði sínu í fremstu röð er Maradona í liði heimsmeistara Argentínu 1986. En hann var líka einstakur leikmaður og liðið lék þannig að hann fengi að njóta sín.

En dæmin um hið gagnstæða eru fleiri, af því að við erum að tala um hópíþrótt og hópsöng.    


mbl.is „Lið Real Madrid betra án Bale“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.10.2013 kl. 18:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af hálfvitunum hér er gnótt,
hendum að þeim gaman,
á B og D er bilið mjótt,
en báðir verri saman.

Þorsteinn Briem, 28.10.2013 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband