Rangar síbylju fullyrðingar um Álftanesveginn.

Ef það er rétt hjá talsmönnum midi.is að ekki hafi verið hætta á ferðum varðandi miðasöluna eins og talsmenn KSÍ segja, er það ekki nýtt að rangfærslum sé bætt um þessar mundir.

Fyrir nokkrum dögum bað ég Ólaf Kr. Guðmundsson, sérfræðing hjá umferðaröryggisstofnun Evrópu, að reikna út slysatíðni Álftanesvegar og bera hana saman við aðra vegarkafla sem Vegagerðin hefur gert á höfuðborgarsvæðinu.

Ólafur notaði tölur Vegagerðarinnar og reiknaði eftir tveimur formúlum; annars vegar aðferð Vegagerðarinnar, þar sem öll óhöpp og slys eru talin saman, og hins vegar eftir aðferð, sem notuð er almennt í Evrópu, þar sem aðeins eru teknar tölur um slys á fólki.

Merkilegt að algengasta aðferðin í Evrópu sé ekki notuð hér en það sem svosem ekkert nýtt að við Íslendingar viljum séríslenskar aðferðir, oft vegna þess sem við köllum "séríslenskar aðstæður".

Gallinn við að taka öll óhöpp með er sá, að þá virðast sum umferðarsvæði vera miklu hættulegri en þau raunverulega eru. Þannig koma til dæmis næsta umhverfi Hagkaupa og Fjarðarkaupa með sínum stóru bílastæðum svo illa út vegna alls konar minni háttar árekstra og hnubbs, að ætla mætti að þar sé lang hættulegast að vera á ferli á bíl.

Hvað um það, báðar aðferðirnar við útreikning á slysatíðni, þar sem miðað er við vegalengd kaflans og fjölda bíla að meðaltali, gefa nánsta sömu niðurstöðu.

Samkvæmt reikniaðferð Vegagerðarinnar er Álftanesvegur númer 22 af 44 vegarköflum, þ. e. 21 vegarkafli er með hærri óhappatíðni en hann.

Enn magnaðri verður niðurstaðan eftir evrópsku aðferðinni, sem byggir á slysatíðni síðustu fimm ára.

Þar lendir Álftanesvegur í 23. sæti af 39 !! 22 vegakaflar eru með meiri slysatíðni og þeir verstu með miklu hærri slysatíðni en Álftanesvegur.

Allir hættulegustu vegarkaflarnir eru innan marka Reykjavíkurborgar á sama tíma og þingmenn hafa ákveðið að ekki fari króna í endurbætur á vegakerfinu í heil tíu ár !!  

Meðal verstu kaflanna eru Hringbraut vestan Vatnsmýrar, Flugvallarvegurinn, Breiðholtsbraut og Bústaðavegur.

Það hefur verið notað sem mótbára gegn endurbótum á þessum vegarköflum, að þær séu svo dýrar.

Það er mikil einföldun, því að til dæmis er tiltölulega ódýrt að laga versta hluta Bústaðarvegarins, þar sem hann mætir Reykjanesbraut, þarf engin dýr mislæg gatnamót til, því hafa má þessa lagfæringu svipaða einföldum úrlausnum í ýmsum borgum Evrópu, sem ekki hafa fundið náð hér á landi af óskiljanlegum ástæðum.

Slysatíðnin er svo há á efstu 6-10 vegarköflunum á höfuðborgarsvæðinu, að yfirgnæfandi meirihluti slysanna verða þar.

Nú spyr ég: Hve lengi ætlum við að láta ráðamenn komast upp með það að setja fram rangar fullyrðingar í þvílíkri síbylju að við förum að trúa þeim? 

Og nýta sér þessar blekkingar til þess að keyra með offorsi í gegn fráleita loftkastalalausn í Gálgahrauni.  

 


mbl.is Skýringar KSÍ um miðasölukerfið rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar spyr: "Hve lengi ætlum við að láta ráðamenn komast upp með það að setja fram rangar fullyrðingar í þvílíkri síbylju að við förum að trúa þeim?"

Svarið er einfalt: Svo lengi sem við látum grillandi og græðandi framsjallabjána fara með völd ríkis og sveita í okkar sanfélagi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 20:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þið eru lítill og hávær hópur sérvitringa og þannig fólk á ekki að fá að ráða í þessu máli."

Þorsteinn Briem, 29.10.2013 kl. 21:03

4 identicon

Talandi um síbylju. Hvort á maður að hlæja eða gráta?

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/10/29/segja_launahaekkanir_hafa_verid_of_miklar/

Þeir hafa vit á að minnast ekki á vítisvélina (verðtrygginguna) og að það hafi verið og sé vitlaust gefið þegar verið er að henda fólki á götuna í boði þeirra sjálfra!

Almenningur (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 23:20

5 identicon

Shitt...eru hinir nú líka farnir að hagræða sannleikanum um Garð.....Gálgahraun. Hvílík lágkúra að geta ekki fundið upp sín eigin vopn. Úpps, vonandi fattar enginn að umferðaröryggisstofnun Evrópu er ekki til.

Róbert (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 00:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"European Road Assessment Programme (EuroRAP) is an international not-for profit organisation dedicated to saving lives through safer roads.

Our Members are motoring organisations, national and regional road authorities, research institutions and elected experts."

"European Road Assessment Programme is a member of the FIA Foundation, the FIA; the World Road Association, and is a self-governing iRAP Regional Association Member."

European Road Assessment Programme (EuroRAP) - Safer Roads

Þorsteinn Briem, 30.10.2013 kl. 00:56

8 identicon

Frami og frægð Íslendinga á sér engin takmörk. Með einu pennastriki varð verkefnistjóri EuroRAP á Íslandi (samvæmt gögnum EuroRAP); sérfræðingur hjá umferðaröryggisstofnun Evrópu, tæknistjóri European Road Assessment Programme Safer Roads og eini maðurinn á Íslandi sem mark er á takandi. Kraftaverkin á færibandi, mestir og bestir á fullu í útrás. Álftanesvegur í dag hraðbrautir Evrópu á morgun.

Róbert (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 01:22

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eins og hér hefur verið bent á áður hér á síðunni hjá þér, Ómar þá er hættulegra að vera Breimaköttur á ferli í Sörlaskjólinu, en á Álftanesvegiinum.Það hefur enginn að ég viti getað hrakið það.

Sigurgeir Jónsson, 30.10.2013 kl. 01:29

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki eini sinni ESB.

Sigurgeir Jónsson, 30.10.2013 kl. 01:32

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í ESB landinu Gran Cansria hafa Breimakettir engan rétt.Ef þeir sleppa við að verða skotnir, þá kemur einhver vitfirringur og keyrir yfir þá.

Sigurgeir Jónsson, 30.10.2013 kl. 01:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Ólafur Kristinn Guðmundsson sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík."

"Ólafur Kristinn er 57 ára Reykvíkingur og nátengdur akstursíþróttum, bílum og umferð til margra ára.

Hann er varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fulltrúi akstursíþróttamanna í Umferðarráði og tæknistjóri í EuroRAP-verkefninu á Íslandi frá 2004."

Ólafur hefur komið að fjölda verkefna tengdum umferðaröryggi á undanförnum árum, bæði á Íslandi og erlendis, svo sem í Tansaníu og Kanada."

"Hann er í vinnuhóp innanríkisráðuneytisins í átaki Sameinuðu þjóðanna, (Decade of Action) sem hófst árið 2011, þar sem 50% fækkun umferðarslysa til ársins 2020 er markmiðið.

Þá átti hann sæti í nefnd sem vann frumvarp að nýjum umferðarlögum, sem var á vegum samgönguráðuneytisins 2008 til 2009.

Undanfarin 35 ár hefur Ólafur verið í forsvari fyrir akstursíþróttir á Íslandi og er nú í stjórn Akstursíþróttasambands Íslands innan ÍSÍ og fulltrúi þessarar greinar hjá FIA, Alþjóða bílasambandinu.

Þá er hann alþjóðlegur dómari FIA í akstursíþróttum í ýmsum greinum kappaksturs, þar á meðal Formúlu 1."

Ólafur Kr. Guðmundsson stefnir á fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 30.10.2013 kl. 01:44

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Auðvitað er mesta hættan þegar slekti þarf að æða út á Bessastaði og ætt er þangað á ofsahraða , vegna hætta á leyniskyttum.Þetta á að vera öllum skiljanlegt.

Sigurgeir Jónsson, 30.10.2013 kl. 01:51

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég hef ekki getað séð að það sé farið á rólegri ferð á Álftanesveginum í slikum tilfellum.Vitanlega lýður öryggisvörðum þjóðhöfðinga illa, þegar þeim er tilkynnt að þeir skuli hægja ferðina vegna þess að nú séu þeir að fara í gegnum íbúðahverfi sem ekki er nokkur leiði að átta sig á.Kanski er gáfulegast að færa Bessastaði upp á Hólmsheiði, við hliðina á tukthúsinu og þeim flugvelli þar sem Reykvíkingar vilja hafa hann . Þá væri þetta komið á einn stað.

Sigurgeir Jónsson, 30.10.2013 kl. 02:04

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Af einhverjum furðulegum ástæðum þá hefur öryggi forseta íslands, og  þeirar augljósu kröfu að sem bestz sé aðgengi lögreglu að bústað forsetans, ekki komið upp á yfirborðið í þessari umræðu.Kanski eru menn að bíða eftir slysi.Það hefur stundum verið svo.

Sigurgeir Jónsson, 30.10.2013 kl. 02:25

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þar fyrir utan þá er líklegast að Kjarval hefði i hlegið að þessu bulli . Sennilegast hefði hann rekið rekið við.Alls óvíst að hann kannaðist við einhverja Vigdísi.

Sigurgeir Jónsson, 30.10.2013 kl. 02:48

17 identicon

Hef búið á Álftanesi í 30 ár.Stór hluti óhappa vegna legu og gerðar vegarins er ekki tilkynntur til yfirvalda samkvæmt minni reynslu og annarra þannig að gögn um slysatíðni eru varla marktæk.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 09:07

18 identicon

Haukur Kristinsson,

Þessi vegagerð var sett af stað í tíð síðustu ríkisstjórnar samfó og Vg.

Hallgrímur,

Varla ætlar þú að halda því fram að þessi vegspotti hafi þá sértöðu umfram alla aðra vegkafla á höfuðborgarsvæðinu að þar séu óhöpp síður tilkynnt en annarsstaðar.

Að það hafi myndast einhver hefð fyrir því að á einmitt þessum kafla séu óhöpp ekki skráð, og því sé ekkert að marka tölur um þau.

Sigurður (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 09:34

19 identicon

Það sem skiptir mestu máli er að auka umferðaröryggi,hvort það er gert með nýjum vegi eð a endurbótum á þeim gamla.Engin talar um hefð er kemur að slysatíðni,þessi gamli vegur er erfiður fyrir vegfarendur,full ástæða að finna leið til varanlegra endurbóta og mun sú leið nú vera fundin.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 09:55

20 identicon

Sæll Ómar

Varðandi slys á vegum þá vantar eitt í umræðuna, í velflestum tilfelleum slysa er um að ræða að fólk skilur ,,heilann" eftir heima og í þeim tilfellum skiptir ekki nokkru máli hvort vegur sé rosagóður eða miðlungs.(auðvitað verða alltaf slys þar sem ekkert hefði verið hægt að gera)

Til að fækka slysum í umferðinni þarf fyrst og fremst að fá fólk til að nota það sem er á milli eyrnana á því.

Karl (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 10:21

21 identicon

Til að tryggja umferðaröryggi er brýnast að hraða úrbótum á hættulegustu stöðunum.

Álftanesvegur er alls ekki sá hættulegast þó svo að þar sé úrbóta þörf.

Flest slys skrifast þó á ökumenn en ekkki vegina. Banaslysið á Álftanesvegi er eitt slíkra:

http://www.rnu.is/Files/Skra_0020037.pdf

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 13:18

22 identicon

Afhverju voru ekki til samtök eins og Hraunavinir þegar Hafnarfjörður var byggður? Þetta er alveg skelfilegt, allt hraunið sem var eyðilagt þar, ég hef það fyrir víst að Stórval hafi málað einn álfadrang sem nú liggur undir blokk á hrauninu. Hann sagði mér þetta sjálfur þegar ég var drengur að hjálpa honum í heyskap á Ægissíðunni, og hann borgaði okkur fyrir dagsverkið einu  prins  póló og einni Kók, og hældi okkur við hvert reipi. Já, ég er hryggur í hjarta.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 18:58

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alveg dæmigert að ónákvæm þýðing mín á samtökunum sem Ólafur Kr. Guðmundsson vinnur fyrir er orðið að aðalatriði í athugasemdunum hér að ofan en ekki málið sjálft, slysatíðnin á vegarköflunum á höfuðborgarsvæðinu.

Hjólað í manninn en ekki málið.

Sá sam talar um að óhöpp séu ekki tilkynnt hefur greinilega ekki lesið það sem skýrsla Ólafs fjallar um en það eru tíðni slysa með meiðslum á fólki.

Hann virðist halda að fjöldi slysa með meiðslum á fólki séu ekki tilkynnt og það er satt að segja nýtt fyrir mér.

Í skýrslunni, sem ég ætla að birta sjálfa, eru slysin meira að segja flokkuð eftir alvarleika og þess vegna næst eins góð heildarmynd og unnt er að fá.

En ef menn véfengja þessar tölur og skýrsluna, slá þeir í staðinn upp einhverjum sleggjudómum ímyndaðrar slysatíðni og víkja þar með burtu allri vitrænni og upplýstri umræðu um þessi mál.

Sem virðist vera tilgangurinn hjá sumum.

Ómar Ragnarsson, 30.10.2013 kl. 20:59

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við þetta má bæta því við, að úr ranni samtakanna, sem Ólafur Kr. Guðmundsson er verkefnisstjóri fyrir á Íslandi, er stjörngjöf á bílum varðandi það hve öruggir þeir eru.

Þetta öryggismat er óumdeilt og viðurkennt bæði af bílaframleiðendum og stjórnvöldum, og öryggismat þessara samtaka á vegum og samgöngumannvirkjum eru af sama toga.

En hér virðast til þeir menn sem afgreiða það sem gert á vegum þessara samtaka sem bull og vitleysu.

Ómar Ragnarsson, 30.10.2013 kl. 21:03

25 identicon

"Hafa skal það sem hljómar betur" virðist vera mottó Hraunavina.

Þegar menn eru notaðir sem vopn, með ýmiskonar skáldskap og rangfærslum þá er ekki annað hægt en að "hjóla í manninn" og benda á eitthvað af rangfærslunum. Þegar tilbúnir titlar og tenging við erlend samtök eiga að gera manninn eitthvað trúverðugri þá er ekki annað hægt en að "hjóla í manninn".

Að beita blekkingum eins og að kalla verkefnisstjóra lítils svæðis; sérfræðing og tæknistjóra fjölþjóðlegra samtaka. Garðahraun Gálgahraun. Að blanda EuroRAP í umræðuna og gefa það í skin að EuroRAP hafi skoðun á Álftanesvegi er frekar lágkúrulegt þegar verið er að saka aðra um að beita blekkingum og fara með rangt mál. Grjótkast úr glerhúsi.

Varaformaður FIB er verkefnisstjóri fyrir EuroRAPá Íslandi, ekki sérfræðingur og ekki tæknistjóri EuroRAP. Ólafur Kr. Guðmundsson er núverandi varaformaður FIB. Þegar kosinn verður nýr varaformaður FIB þá tekur sá við sem verkefnisstjóri fyrir EuroRAPá Íslandi. Verkefnisstjóri fyrir EuroRAPá Íslandi þarf ekki að uppfylla neinar hæfniskröfur.

Vel má vera að Ólafur Kr. Guðmundsson viti ýmislegt um umferðarmál og bíla. En hann er ekki endilega einn um það eða sá fróðasti.

Róbert (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband