30.10.2013 | 20:20
Best að ráðherrar eigi ekki atkvæðisrétt á þingi.
Í frumvarpi stjórnlagaráð til nýrrar stjórnarskrár er leitast við að jafna valdahlutföllin í hinni þrískiptu stjórnskipun þannig að dregið verði úr ofurvaldi framkvæmdavaldsins, þ. e. ríkisstjórnarinnar á kostnað Alþingis. Einnig að draga úr því þrúgandi oddvitaræði sem oft hefur ríkt á þingi.
Gott dæmi um það að ráðherra telur sig ekki þurfa að bíða eftir afgreiðslu þingsins er einhliða yfirlýsing sem umhverfisráðherra gaf um það að hann hefði afturkallað ný náttúruverndarlög.
Eitt atriði viðleitni til að draga úr yfirgang ráðherra er það atriði í frumvarpi stjórnlagaráðs að ráðherrar sem sæti eiga á Alþingi sem kjörnir þingmenn, verði að víkja sæti á Alþingi meðan þeir gegni ráðherraembætti og varamenn koma í þeirra stað.
Einnig að auka völd þingnefnda og formanna þeirra og efla eftirlitshlutverk þingsins með framkvæmdavaldinu.
Þessi tilhögun, að ráðherrar megi ekki jafnfram vera þingmenn, er að vísu umdeild.
Til dæmis er bent á að varaþingmennirnir séu ólíklegir til þess að rísa gegn vilja ráðherranna, sem þeir sitja fyrir.
Hitt hlýtur að vega þyngra að ráðherrar sinni betur ráðherrastörfunum í stað þess að deila og drottna á þinginu og vera með nefið ofan í hvers þingmanns koppi.
Ráðherrar geti vikið sem þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í núgildandi stjórnarskrá er innbyggður mikill veikleiki: Framkvæmdarvaldið er of sterkt og síðan á dögum landshöfðingja hefur það alltaf verið svo. Sérstaklega hefur framkvæmdarvaldið verið að fikra sig sífellt lengra inn á löggjafarsviðið og nú síðast með hliðsjón af deilunni vegna Garðahrauns, að láta eins og ekki sé sjálfstætt dómsvald.
Núverandi ríkisstjórn er eins og stjórnlaust ferlíki eins og draugur fortíðarinnar sem telur sig vera í fullum rétti að gera nánast hvað sem er.
Er nema von að stjórnarherrunum hugkvæmdist ekki ný stjórnarskrá?
Eða áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið?
Eða ný náttúruverndarlög?
Nátttröllin eru að draga þjóðina inn í einhvern afdal þar sem við eigum að venja okkur við þröngsýnina og gera okkur gott af litlu. Og helst af öllu eigum við halda okkur utan við deilur og sætta okkur við minni mannréttindi.
Þessi ríkisstjórtn á ekkert gott skilið!
Guðjón Sigþór Jensson, 31.10.2013 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.