5.11.2013 | 12:38
Sérstaða borgarmálefna.
Borgar- og sveitarstjórnarmál hafa yfirleitt þá sérstöðu að einhugur er yfirleitt um meira en 90% af viðfangsefnunum, enda snerta almennar stjórnmálaskoðanir þau yfirleitt ekki.
Þess vegna geta svonefnd "sérframboð" fengið mikið fylgi og sömuleiðis geta framboð einstakra stjórnmálaflokka fengið miklu meira fylgi en viðkomandi flokkar hafa á landsvísu.
Það er helst að staða stjórnmálaflokka á landsvísu hafi áhrif þegar kjósendur nota tækifærið í byggðakosningum til að refsa þeim fyrir það að hafa valdið vonbrigðum á landsvísu.
Um þetta eru mörg dæmi úr sögu kosninga í Reykjavík. Í bæjarstjórnarkosningunum í ársbyrjun 1958 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 57% atkvæða og 10 bæjarfulltrúa af 15 vegna óánægju með vinstri stjórnina, sem þá sat og sprakk seinna á árinu.
Einkum fór Alþýðuflokkurinn herfilega út úr þessum kosningum.
Allt fram til 1978 fékk Sjálfstæðisflokkurinn mun meira fylgi í Reykjavík en á landsvísu og sama var að segja á þeim árum um Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið í Neskaupstað.
Meirihlutinn féll í Reykjavík 1978 af því að borgarstjórnarkosningarnar voru á undan alþingiskosningum það ár og margir kjósendur voru óþreyjufullir að láta í ljós óánægju sína með ríkisstjórnina, sem Sjálfstæðismenn leiddu.
Davíð Oddsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn síðan í nýjar hæðir í borginni, langt umfram fylgi hans á landsvísu.
Næstum aldar gömul reynsla sýnir að kjósendur vilja festu í stjórn borgarinnar.
Þegar hinir hefðbundnu stjórnmálamenn höfðu klúðrað bórgarmálefnum á þann hátt á árunum 2002-2010, að við völd höfðu verið sjö borgarstjórar í fimm mismunandi meirihlutum, refsuðu refsuðu kjósendur þeim fyrir þetta með því að kjósa alveg nýtt, ferskt og öðruvísi framboð, sem myndaði meirihluta, sem setið hefur allt kjörtímailið.
Sú staðreynd blasir við að stöðugur meirihluti 2010-2014 tók við af glundroðanum frá 2006-2010 sem leiddi af sér hverja vandræða uppákomuna á fætur annarri. Þótt ró kæmist yfir borgarmálin 2009-2010 eru kjósendur búnir að gleyma því ef þeir á annað borð urðu varir við það, því að sú ró fór afar lágt, því að ekkert "fréttnæmt" var að gerast.
Jón Gnarr hefur verið óvenjulegur og gengið mun betur við að rækja hlutverk sitt en búist var við.
Hann hefur vakið athygli erlendis, oftast mjög jákvæða athygli, sem fulltrúi Reykvíkinga og verið óhræddur við að láta til sín taka í málefnum, þar sem hann hefur ákveðnar skoðanir þótt þær séu kannski ekki allra eða að öllum líki útfærsla hans á þeim. Hann hefur sótt á og vaxið á kjörtímabilinu.
Höfuðkostur hans hefur verið hreinskilni þess sem er óhræddur við að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Hann er einn þeirra sem fólki getur þótt vænt um eins og hann er.
Þennan kost hafði Steingrímur Hermannsson á sínum tíma, - sagði hreint út að hann "hefði verið plataður" ef svo bar undir og naut meiri vinsælda kjósenda en dæmi hafa verið um eftir að skoðanakannanir voru teknar upp um það efni.
Björt framtíð fengi sex í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Staða forseta Íslands losnar 2016.Kanski eru þrjú ár þangað til dragdrotning dansar á stofugólfi Bessastaða fyrir erlenda þjóðhöfðingja.
Sigurgeir Jónsson, 5.11.2013 kl. 12:54
Framsókn hafa tekið tröll,
tókst á sig að skíta,
Sigmundar er sagan öll,
sorgleg á að líta.
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 14:13
Reist verður stórt hótel og fleiri stórhýsi við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, fjöldinn allur af íbúðarhúsum verða byggð við Gömlu höfnina og Skerjafjörð, þar sem nú er NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar.
Íbúðir verða einnig reistar í til að mynda Úlfarsárdal og um þrjú þúsund leiguíbúðir hér í Reykjavík næstu fimm árin.
17.10.2013:
Um þrjú þúsund nýjar leiguíbúðir í Reykjavík
14.6.2013:
Lóðir í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási boðnar út
Hótelum hér í Reykjavík fjölgar nú verulega og Vísindagarðar verða byggðir skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar.
19.9.2013:
Lyfjafyrirtækið Alvogen reisir hátæknisetur í Vísindagörðum fyrir sex milljarða króna
Og Planið varðandi Orkuveitu Reykjavíkur gengur vel.
Þar af leiðandi er engin ástæða til að hafa áhyggjur af Reykjavíkurborg, hvorki fyrir núverandi borgarstjóra né aðra.
31.7.2013:
Planið hjá Orkuveitu Reykjavíkur gengur betur en áætlað var
Lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur í október 2013
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 14:23
Það hafa oft verið stórskáld í Vesturbænum.Nýjasta stórskáldið hlýtur að fara að huga að því að koma skáldskapnum út.Hér með er skorað á hann að gera það.
Sigurgeir Jónsson, 5.11.2013 kl. 16:44
Blogg eru fjölmiðlar, rétt eins og til að mynda bækur, tímarit og dagblöð, en það veist þú að sjálfsögðu ekki í nábrókum þínum, Sigurgeir Jónsson.
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 16:50
Og Sigurgeir; Þorsteinn Briem á sitt eigið blogg. Ætli allur þessi gullfagri kveðskapur sé ekki þar? Ekki getur verið að svo grandvar maður stundi sníkjublogg?
Tobbi (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 17:11
Æri-Tobbi,
Blogg Ómars Ragnarssonar er opinber fjölmiðill, ég hef birt hér athugasemdir síðastiðin sex ár og mun halda því áfram án þess að bera það undir þig fyrst.
Ég gef út fjölmiðil á Facebook, þar sem fimm þúsund vinir mínir geta birt athugasemdir.
Og harla ólíklegt að aðrir hafi birt athugasemdir hjá jafn mörgum og ég hef gert hér á Moggablogginu, mörg hundruð manns, og fjölmargir þeirra eru vinir mínir hér, eins og hver og einn getur auðveldlega séð.
Á fjölmiðli mínum á Facebook birti ég símanúmer mitt en þú ert sá vesalingur að þora ekki að birta hér athugasemdir undir nafni, frekar en aðrir fáráðlingar.
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 17:52
Á feisbúkk með 5000 VINI...hahaha.....
Lesið nú vitfirringuna í sóðaskrifunum...Gjörið svo vel ! - Sníkju-og sóðabloggarinn í venjubundnum viðbjóð á bloggi heiðursmannsins.
Gjörið svo vel !
Már Elíson, 5.11.2013 kl. 18:15
Már er hér í blárri brók,
brúnt í henni strikið,
í Sigurgeiri skökul skók,
skringilegt er prikið.
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 18:21
Breimarinn er
á brókinni,
aftur-endann skekur
æðir hann úr brókinni
Sigurgeir Jónsson, 5.11.2013 kl. 18:29
Svo allt af tekur.
Sigurgeir Jónsson, 5.11.2013 kl. 18:30
Kanski fer Breimarinn að birtast í dragi.
Sigurgeir Jónsson, 5.11.2013 kl. 18:35
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands fjölgar þeim sem búa hér á Íslandi um 16 þúsund, eða 5%, á 5 árum frá síðustu áramótum en þá bjuggu hér um 322 þúsund manns.
Um 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, og 64% af 16 þúsund eru 10.240 manns.
Og 10.240 manns á höfuðborgarsvæðinu búa í 3.400 íbúðum, miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð, eins og í Hafnarfirði árið 2006.
Um 205.700 manns bjuggu á höfuðborgarsvæðinu um síðustu áramót og þar af 120 þúsund í Reykjavík, eða 58% af þeim sem þar búa.
Og 58% af 3.400 eru um tvö þúsund íbúðir í Reykjavík.
Lítið hefur hins vegar verið byggt af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá haustinu 2008 en íbúum þar fjölgaði um 4.500 á árunum 2009-2012.
Þeir íbúar þurfa um 1.500 íbúðir, sem bætast við ofangreindar 3.400 íbúðir á árunum 2013-2017, eða samtals 4.900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Og 58% af 4.900 íbúðum eru um 2.840 íbúðir í Reykjavík, jafn margar öllum íbúðum í 107 Reykjavík, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.
"Samtök iðnaðarins hafa bent á skort á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Hins vegar eru vísbendingar um að sveitarfélög séu farin að breyta deiliskipulagi til að koma til móts við þörf markaðarins á minni íbúðum."
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 18:36
Breimar hátt og seigir fátt
þessi andans maður,
vitið smátt og skapið brátt
ætíð sjálfum glaður
ATHS (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 18:44
"ATHS" er hér enn einn vesalingurinn sem ekki þorir að skrifa undir nafni.
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 18:51
Gónir út um bloggsins gátt
öllum er til ama
vitið smátt og furðu fátt
fólki er til ama
ATHS (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 19:24
Hafið þið nafnleysingjarnir og aðrir vesalingar hér eitthvað að segja um Reykjavík eða hafið þið eingöngu áhuga á undirrituðum, sem ég þakka að sjálfsögðu.
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 19:33
Ekki leiðist Þorsteini að snúa út úr nafni mínu þótt fátt pirri hann sjálfan meira en þegar illa innrættir bregða á leik með hans nafn. Mætti þá kalla slíkt grjótkast úr glerhúsi. En hins vegar fór því fjarri að ég níddi hann; mér fannst ég vera að mæra skáldsnillinginn. En e.t.v. fannst honum það oflof. Sýnir það hógvært eðli hans og skapstillingu og til að Reykjavík beri nú á góma að ósk hans þá óska ég henni til hamingju með að hann býr í hjarta hennar; Sörlaskjólinu. Vantar það eitt að hann bjóði sig nú fram til borgarstjóra og væri verðugur arftaki Jóns Gunnars og Bjarna Benediktssonar.
Vil ég láta þess getið að ég er atkvæði í Höfuðborginni og mun glaður láta Briemsættinni það í tje sje þess kostur.
Tobbi (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 19:51
Æri-Tobbi,
Enn og aftur þakka ég mun meiri áhuga þinn á undirrituðum en Reykjavík, sem er greinilega enginn af skrifum þínum hér að dæma.
Ég hefði nú ekki birt athugasemdir hér í sex ár ef mér væri ekki slétt sama um hvaða skoðun einhverjir hafa á staðreyndum og vísum eða mér persónulega.
Og enn og aftur bendi ég þér og öðrum vesalingum hér á að þið þurfið ekki að lesa allar athugasemdir hér, frekar en til að mynda allar fréttir Morgunblaðsins, þar sem ég skrifaði fréttir og fréttaskýringar sem birtar voru í fimmtíu þúsund eintökum dag hvern og fjölmargar þeirra á útsíðum blaðsins.
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 20:14
Þa er vitaskuld gleðiefni að skrif mín og annarra standa þér ekki fyrir svefni. Hitt er þó efni íhugunar að sé það rétt að þér sé slétt sama um skoðanir „einhverra“ á kveðskap og þér persónulega þá er vandséð hvað rekur þig til að svara slíku. Er líklegt að maður sem er sama um álit annarra elti ólar við að svara þeim?
En, hver hefur sinn smekk. Ekki dytti mér í hug að kalla mann sem hrósaði mér opinberlega vesaling með feitu letri.
Tobbi (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 21:07
Æri-Tobbi,
Það skiptir mig engu máli hvaða skoðanir þú hefur á einhverjum vísum og staðreyndum.
Ef þú hins vegar heldur fram þinni skoðun eins og hún sé staðreynd í viðkomandi máli get ég að sjálfsögðu bent á það, ef ég nenni því.
Þorsteinn Briem, 5.11.2013 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.