Eitt það besta sem á dagana hefur drifið.

Ég var heppinn á sínum tíma að Lionsklúbburinn Ægir hafði Sólheima í Grímsnesi sem höfuðverkefni sitt þegar ég gekk í hann og hefur verið svo alla tíð síðan.

Ef þetta hefði ekki gerst, hefði ég aldrei gert þáttinn um göngugarpinn Reyni Pétur, sem gangan mikla kom í kjölfarið á, en þessi þáttur var eitt af þeim verkum á fjölmiðlaferlinum sem ég er hamingjusamastur með.

Með framkomu sinni og einstæðri þekkingu á ákveðnu sviði vísinda braut Reynir Pétur niður múra, sem þá höfðu að miklu leyti lokað leiðinni milli almennings og vistfólks á stofnunum af svipaðri gerð og Sólheimar eru.


mbl.is Samfélag engu öðru líkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband