6.11.2013 | 18:33
Óvenju vel heppnuð frumraun.
Birta Líf Kristinsdóttir stóð sig afar vel í fyrsta sinn, sem hún fjallaði um veðrið sem veðurfréttamaður hjá Sjónvarpinu. Hefur slíkt fljúgandi start verið sjaldgæft í sögu Sjónvarpsins.
Í næsta skipti mátti benda á smávægilega hnökra sem auðvelt er að lagfæra. Þannig getur það orðið leiðigjarnt til lengdar að segja ákveðnar setningar of oft, eins og til dæmis "við sjáum", en þeirri setningu verður ofaukið ef hún er notuð aftur og aftur.
Einfaldara og styttra er að segja beint frá þegar ríkjandi ástandi er lýst, - "fyrir suðvestan land er lægð" o.s.frv.
Einnig er lítill vandi fyrir hana að losa sig við þann sið, sem sumir veðurfréttamenn hafa vanið sig á að tala á skjön við málvenju um landshluta með greini, svo sem Vestfirðina, Austfirðina og jafnvel Suðausturlandið, í stað þess að tala um Vestfirði, Austfirði og Suðausturland.
En þetta er alger sparðatíningur. Birta Líf fór glæsilega af stað og ástæða til að óska henni til hamingju.
Flaug þotu í sumar en flytur nú veðurfréttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar hann hér engu laug,
í álinn hætt að syrta,
inn í stofu fjölbreytt flaug,
flugmaðurinn Birta.
Þorsteinn Briem, 6.11.2013 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.