Yfirlit yfir slysatíðnina á höfuðborgarsvæðinu.

Ég lofa því í Morgunblaðsgrein um slysatíðni á Álftanesvegi og sambærilegum vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu að birta hér á bloggsíðunni yfirlit yfir þá og geri það hér með. IMG_9985

Lengst til vinstri eru nöfn kaflanna, þar næst upphaf og endir, þá tölurnar og loks lengst til hægri tala slysa á hverja milljón ekinna kílómetra á hverjum kafla fyrir sig.

Köflunum er raðað þannig að efst er kafli með 0,08, svartlitaður, síðan tveir rauðir með 0,07, þá þrír dökkgulir með 0,06, síðan fimm kaflar með 0,05, þá samtals fimm kaflar með 0,03-0,04, þá kaflar með 0,02, þeirra á meðal Álftanesvegur, sem er litaður með fjólubláum lit og rauðum hring og krossi, er neðstur þessara kafla af því að alvarleg slys (KSI) eru fæst á honum af þessum 0,02 köflum.

Álftanesvegur er sem sé númer 23 hvað slysatíðni varðar !   

14 vegarkaflar eru með tvöfalt til fjórfalt meiri slysatíðni en hann !

Gott er að lesa Morgunblaðsgreinina um leið og tölurnar eru skoðaðar, og hægt er að stækka myndina með því að tvísmella á hana.

Hjá Ólafur Kr. Guðmundssyni er að finna grunntölur, forsendur og útreikninga á þessu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Garðabær er soldið smár,
þar sauðir margir búa,
enginn er þar kóngur klár,
kunna þó að ljúga.

Þorsteinn Briem, 7.11.2013 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband