Því miður fagna sumir.

Ríkisútvarpið hefur mátt sæta því alla sína tíð að harðsnúinn hópur manna hefur sótt að því linnulaust og viljað það feigt.

Þessir menn hljóta nú að fagna því þegar útvarpshúsið er nokkurs konar Gálgaklettur þessarar viku og blóðugur niðurskurður verður til þess að til dæmis nýverðlaunaður starfsmaður er látinn fjúka.

Ef fyrrnefndir andstæðingar ríkisútvarps hefðu fengið að ráða alla tíð frá 1960 hefði Kanasjónvarpið verið látið nægja fyrir landsmenn allt þar til að herinn fór í óþökk þessara sömu manna og grát og gnístran þeirra 2006.

Íslenskt sjónvarp var eitur í beinum þessara manna á sjöunda áratugnum og er raunar enn, því að þessir menn hata líka 365 miðla vegna þess að þeim hugnast ekki eigendur þess miðils.

Uppsagnir fólks á ljósvakamiðli er miklu harkalegri en ella, vegna þess að svo margt af þessu fólki er þjóðþekkt og heimilisvinir þúsunda um allt land og uppsagnirnar því hliðstæða þess þegar aftökur fóru fram opinberlega að öllum ásjáandi.

Samdrátturinn birtist því miður í flestum öðrum myndum en að hægt sé að spara í rekstri húsnæðis eða tækja.

Sömu valdaöfl og nú láta beita hnífnum á starfsfólk RUV létu reisa hið fáránlega dýra rekstursskrímsli sem útvarpshúsið er, en engin leið er að minnka það eða draga úr reksturskostnaði þess og óhagkvæmni. Mér er líka kunnugt um það hvernig fjárskortur bitnar á ýmsum tækjabúnaði og því mikla hlutverki sem RUV gegnir sem safn ómetanlegra menningarverðmæta. 

Ég skal fúslega játa að ég skrifa þennan pistil í nokkurri geðshræringu því að hlutverk ríkisútvarpsins er mér afar kært sem og fólkið sem þar vinnur og verður að una hverri utanaðkomandi aðförinni að stofnuninni á fætur annarri.

Mér er skapi næst að ganga með sorgarband um handlegginn þessa daga þegar fólk fagnar komu þeirrar gleðihátíðar sem jól og áramót eru.

Ofan á allt má maður svo heyra bull eins og það að "selja Rás 2" sem þó er sá hluti starfsemi RUV sem gefur einna mestu tekjurnar.  


mbl.is Adolf Inga sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er ekki alls staðar verið að spara og af hreinni nauðsyn, Ómar?

Var ekki löngu kominn tími á Rúvið, að taka til meðal hálaunamanna þess?

Jón Valur Jensson, 27.11.2013 kl. 13:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 13:50

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://www.dv.is/frettir/2013/8/14/vigdis-hjolar-i-ruv-eg-er-natturlega-i-thessum-hagraedingarhopi/   Spara Jón Valur. Þetta er ekkert annað en pólitík og það sú ljótasta. Fyrst að það eru til 200 milljónir til að borga aðstoðarmönnum ráðherra laun þá er þetta svívirða hæsta stigi.

www.visir.is

Ragna Birgisdóttir, 27.11.2013 kl. 13:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkið fær tekjuskatt þeirra sem starfa hjá ríkisstofnunum og næsthæsta virðisaukaskatt í heimi af því sem þeir kaupa fyrir laun sín hérlendis, svo og til að mynda bensíngjald, sem Sjálfstæðisflokkurinn sagðist ætla að lækka.

Raunverulegur launakostnaður ríkisins er því mun minni en einkafyrirtækja.

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 13:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 14:01

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, víst er þetta sparnaður upp á hálfan milljrð króna.

Rita um málið hér: 'Skorið niður hjá ríkinu í ríkinu: Rúv!'

Ekki mæli ég með auknum útgjöldum til ríkisstjórnarinnar, en ekki voru þessir menn að kvarta yfir því, að Steingrímur og Jóhanna sólunduðu óspart í Icesave-ruglið, þvert gegn lagalegum rétti þjóðarinnar, eða þegar Gnarristar og kratar í borgarstjórn mokuðu fé í yfirstjórn borgarinnar (gríðarleg aukning útgjalda þar) á sama tíma og þeir vanræktu að þrífa borgarlandið, skáru útgjöld til hreinsunarmála niður um meira en helming! Tala svo nú um fallega borg framtíðar!

Jón Valur Jensson, 27.11.2013 kl. 14:14

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fæst orð bera minnsta ábyrgð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.11.2013 kl. 14:19

8 identicon

"Uppsagnir fólks á ljósvakamiðli er miklu harkalegri en ella, vegna þess að svo margt af þessu fólki er þjóðþekkt og heimilisvinir þúsunda um allt land og uppsagnirnar því hliðstæða þess þegar aftökur fóru fram opinberlega að öllum ásjáandi."

Ofangreind tilvitnun er afar fáséð opinberlega, en því betur þekkt meðal "elítunnar"

Ég fagna því hinsvegar að mínir heimilisóvinir, vinstrisinnaðir áróðurspésar missi aðstöðu sína til að dreifa óhróðri um mig og mínar skoðanir, sem ég er í þokkabót látinn borga fyrir.

Vonandi fær þetta fólk ekki aftur vinnu hjá ríkinu, og vonandi verður það í sömu sporum og ég, sem þarf að hafa gríðarlega mikið fyrir því að eiga ofan í mig og mína, sjálfstæður atvinnurekandi sem þarf að greiða sí-hækkandi skatta og gjöld, sem éta sífellt meira af mínum tekjum.

Til hamingju Ísland, og vonandi er þetta bara fyrsta skrefið af mörgum við að afnema afætuelítur á spena okkar skattgreiðenda.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 14:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hverjir létu reisa Ráðhúsið í Reykjavík, Perlu og Hörpu?!

Og hversu marga tugi milljarða króna kostuðu þessar byggingar á núvirði?!

Ég gæti best trúað að Jón Gnarr hafi látið reisa þær.

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 14:33

10 identicon

Vindhani á Bessastöðum, ómenntaður rugludallur í forsætisráðuneytinu, afglapi í Hádegismóum, bófar og bjánar í forustu og þingliði framsjallanna.

Engin furða þótt Jón Valur, ignorant "bigot", sé hress.

Líklega hafa aldrei aðrar eins liðleskjur stjórnað landinu og í dag. En gleymum því ekki að ábyrgðin hvílir hjá pólitískum analfabetum, sem kusu til valda fulltrúa hrunverjanna, skilgetin afkvæmi brasks og innherjaviðskipta.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 14:40

11 identicon

Auðvitað tryllast vinstrimenn þegar ráðist er að aðal spillingarbæli þeirra. Bjóst einhver við öðru?

Vinstrimenn hafa ekkert lært af útreiðinni sem þeir fengu í síðustu kosningum. Þjóðin fagnar en orðljót og illa innrætt sjálfskipuð elíta berst um á hæl og hnakka og heimtar að það fái áfram að blóðsjúga ríkisspenann eins og ekkert hafi í skorist.

Nú er að taka næsta skref, og hirða "listamannalaunin" af Hallgími Helga og co.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 14:53

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn árið 2002 og Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra 11. apríl 2002:

"11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður af fulltrúum ríkis og borgar.

Stefnt var að einkaframkvæmdarútboði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004.

Áætlaður heildarkostnaður
[Hörpu] var sagður tæpir 6 milljarðar króna.

Ríkið greiddi 54% og borgin 46%."

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 14:56

13 identicon

Starfsfólk RUV sem missir vinnunan á mína samúð

en ekki yfirstjórn þessara stofnunar
Ef RUV væri venjulegt fyrirtæki þá væri það gjaldþrota
Hvað segir það um yfirstjórn RUV sem ekki er hróflað við

Grímur (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 15:44

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 15:53

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hverjir vildu ekki íslenskt sjónvarp á 6. áratugnum?? Ef einhverjir, þá varla hægri menn.

Það var ekki fyrr en útvarpslögum var breytt og einokun ríkisins á ljósvakamiðlum var aflétt, að raddir fóru að heyrast um að ríkið ætti ekki að vera að vasast í því sem einkaaðilar gætu sinnt jafn vel eða betur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2013 kl. 16:16

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn djöflast einnig gegn skapandi greinum hér á Íslandi.

Skapandi greinar
hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.

Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 16:23

17 identicon

Ánægjulegt að "skapandi greinar" velti miklu fé.

Óþarfi að moka fé úr ríkissjóði í eitthvað sem er hægt að mokgræða á.

Væntanlega er sinfóníuhljómsveitin talin meðal "skapandi greina", þó svo að hún spili venjulegast tónlist eftir löngu dauða óniðurgreidd tónskáld. Við skattgreiðendur greiðum fyrir 82 af hverjum 100 seldum miðum fyrir þessa "sköðun", þó svo að við "njótum" hennar ekki.

Blússandi sköpun og gróði þarna á ferð, og fullkomlega rétt að einkavæða sveitina, og gróðann með.

Er það ekki niðurlægjandi fyrir "listamenn" að þiggja framfærslu frá sveitarfélögum, atvinnuleysistryggingasjóði og bein framlög úr ríkissjóði, til þess eins að geta troðið upp á pöbbum 101 Reykjavík?

Ætli Geirmundur Valtýsson 101 liðsins, Dr. Gunni, sé á framfærslu okkar hinna, við samningu prumpulaga?

Hilmar (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 17:00

18 identicon

Veit ekki með ykkur en þegar ég sé skrif þeirra systra Heimi "FLokksmanns" Fjeldsted og yfirbílstjóra Vælubílaflotans, hans Jóns Vals, þá verður mér illt og ég sé ekki frammá að eyða orðum í þeirra malbik.

Hitt er annað, áður en ég fer og spara, þá kanna ég nú frekar fyrst hvað sé inn á heftinu, hvort ég eigi einhverstaðar sjóði sem ég get nýtt mér. Í okkar tilfelli erum við með ríkissjórns sem sló af um 8 til 10 milljarða í veiðigjöld, lagfærði lífeyrisgreiðslur  til þeirra sem betur hafa það. Hækkuðu kostnað ríkisistjórnarninnar um tugi prósenta. Þannig ljóst má vera að hér er um pólitík að ræða og ekkert annað. Hefur ekkert að gera með fjármagn. Vigdísin var búinn að lofa þessu og ætlar sér að standa við eitt kosningaloforð og svo ekki meir. RÚV skal út, hvað sem tautar og raular. Þessi ríkisstjórn er skömm okkar og sér í lagi sem kusu hana yfir okkur. Svei ykkur. 

Sigfús (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 17:06

19 identicon

Hvaða andsk..... klíkuvæl er yfir þvi að RÚV hagræði eins og allar stofnanir þjóðfélagsins! Á kannski að taka þessa fjármuni frekar úr skóla- eða heilbrigðiskerfinu?

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 17:57

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar í fyrra, 2012, voru um 4,5 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til sauðfjárbænda um 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Þar að auki er árlegur girðingakostnaður Vegagerðarinnar, Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar vegna sauðfjár um 400 milljónir króna.

Samtals var því kostnaður ríkisins vegna sauðfjárræktar um fimm milljarðar króna í fyrra.

Árið 2008 höfðu 1.955 sauðfjárbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður sauðfjárbóndi er með 300-600 kindur.

Kostnaður ríkisins vegna hvers sauðfjárbús var því að meðaltali
um 2,5 milljónir króna í fyrra.

Landbúnaður og þróun dreifbýlis


Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 66

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 18:00

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar endilega að íslenskir skattgreiðendur niðurgreiði lambakjöt ofan í sjálfa sig og erlenda ferðamenn hér á Íslandi, enda kjósa fjögur þúsund sauðfjárbændur á um tvö þúsund búum, sem haldið er uppi af íslenska ríkinu, flestir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 18:25

22 identicon

Íslenskt lambakjöt er vel ætt, og hefur haldið lífinu í þjóðinni í gegnum aldirnar. "Menningarlegir" Baggalútar eru hinsvegar óæti, sem nauðgað er inn í eyru þjóðarinnar.

Hvað gera iðnaðarmenn á Íslandi ef þeir vilja halda lífi?

Jú, þeir fara til Noregs.

Hvað gera Baggalútar ef þeir vilja aukapening ofan á opinberu launin sín?

Jú, þeir fara út í bílskúr, hnoða saman leir ofan á Bee Gees lög, hringja í vinina á Ríkisútvarpinu, fá ókeypis auglýsingar fyrir hroðbjóðinn og fá svo að auki greitt fyrir að mæta og aflífa þjóðina andlega, í beinni.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 18:31

23 identicon

ég er með lausnina.

færum bara flugvöllinn

reynir (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 18:56

24 identicon

Ef hætt yrði niðurgreiðslum í landbúnaði væri hæpið að nýta þá fjármuni í heilbrigðiskerfið, skóla eða RÚV því það myndi þýða stórauknar álögur á heimilin. Vöruverð myndi væntanlega hækka nokkurn vegin sem niðurgreiðslunum næmi. Ef hætt yrði niðurgreiðslum (sem allar þjóðir heimsins ástunda - það eru allir svo vitlausir nema Steini litli) þá yrði að skila því í lægri sköttum.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 19:01

25 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessar uppsagnir á RÚV koma í kjölfar eftir Sigmundur Davíð aumkar sig yfir gagnrýni og að sjónarmið sín séu ekki virt eins og hann væntir. Satt best að segja er þessi stjórnmálamaður vasaútgáfa á Silvio Berluskoni, það er svo ótrúlega margt sem þeir eiga sameinginlegt.

Hvet sem flesta að lesa blogg Valgerðar Bjarnadóttur frá 2010 um góðar skoðanir og vondar og sérstaklega það sem hún segir um SDG:

http://blog.pressan.is/valgerdur/2010/02/19/godar-skodanir-og-vondar/

Ansi finnst mér hún komast nálægt sannleikanum að best verður komist. SDG er forsætisráðherra þröngs sérhagsmunahóps auðmanna og braskara. Það er dapurlegt að hann kynni sig sem forsætisr´herra heillrar þjóðar.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2013 kl. 19:04

26 identicon

Jæa, þeir væla og veina vinstrimennirnir, það er verið að skera niður í stofnuninni sem hefur miskunarlaust verið misnotuð af vinstrimönnum um áraraðir.

Niðurskurður er þó það vægasta sem hægt var að fara út í. Miklu nær hefði hreinlega verið að reka hvern einasta kjaft út úr þessu húsi.

Þjóðin refsaði vinstrimönnum eftirminnilega í síðustu kosningum. Stórkostlegar hrakfarir þeirra viðast þó ekki hafa kennt þeim neitt, í það minnsta ekki virðingu fyrir þjóðinni, því þeir væla og skæla, og heimta að áróðursbáknið þeirra verði ósnert, og þeir fái áfram að misnota almannaeigur og fé í eigin pólitíska þágu.

Dagurinn í dag er góður dagur, dagurinn sem vinstrispillingin fékk vænt kjaftshögg. En víst er, að þeir læra ekkert af þessu höggi, heldur verður að fylgja því eftir með öðru og vænna, leggja báknið niður. Við skulum svo sjá hvort vinstrimenn hafa efni á því að reka sína áróðursmiðla einir og óstuddir, eða hvort þeir leita enn á ný á náðir Jóns Ásgeirs.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 19:28

27 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki veit eg hvernig Hilmar lítur á málin.

Íhalds- og afturhaldsmenn horfa á það sem væl vinstrimanna sé verið að brjóta niður lýðræðið. Kannski að Hilmar þessi sé í þeirri stöðu að sækja um starf í RÚV með rétt flokksskírteini og með velþóknun á þeirri umdeildu stjórnmálastefnu sem verið er að innleiða í átt að fasisma. Flest bendir til að þessi ríkisstjórn SDG færi sig upp á skaftið og ætli mörgum smábóndanum þyki ekki þröngt fyrir sínum dyrum ef við komum þessari ofríkisstjórn frá sem fyrst? Hún á því EKKERT gott skilið. Hún hefur verið í stríði við alla þá sem vilja efla lýðræði á Íslandi. Hún hefur verið í stríði við þá sem vilja efla náttúruvernd á Íslandi og þessi ríkisstjórn vill brjóta niður alla vitræna umræðu um afstöðuna til Evrópusambandsins. Og ekki má bera eitt einasta mál undir þjóðaratkvæði.

Þessi ríkisstjórn braskara og auðmanna er ekki á vetur setjandi!

Við verðum að dusta rykið af búsáhöldunum strax eftir áramót ef SDG & Co áttar sig ekki á stöðu þeirri sem hún er að koma sér og þjóðinni í.

Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn auðmanna og braskara bíði örlaga rétt eins og hverra annarra nátttrölla íslensks þjóðsagnaheims. Hún hefur virkað eins og hver önnur martröð sem þjóðin á ekki skilið!

Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2013 kl. 20:05

28 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta þurfti að gerast. Í raun þarf RÚV að minnka enn meira við sig, var orðin svoddan gífurlegt bákn.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.11.2013 kl. 20:05

29 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ertu líka einn af þessum afturhaldstittum á snærum SDG og BB Ásgrímur og ert að næla þér í prik hjá þeim?

Af hverju á að brjóta niður lýðræðið á Íslandi? Í hverra þágu?

Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2013 kl. 20:31

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjun er ríkisfyrirtæki og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja láta reisa hér á Íslandi erlendar verksmiðjur, svo stórar að enginn komist yfir þær nema fuglinn ljúgandi og taka verði með sér nesti þegar menn fara þar í ferðalög stafna á milli, eins og í sovéskum verksmiðjum.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 20:34

31 identicon

Þú getur alveg sparað þér dramkastið Guðjón, ég hef áhuga á að Ríkisútvarpið verði lagt niður, með manni og mús. Engan áhuga á að starfa þar, enda Útvarp Brussel, útvarp allra Samfylkingarmanna, ónýt stofnun.

Ríkisútvarp ykkar Samspillingarmanna er bara það fyrsta sem þarf að leggja niður. Það þarf að svæla ykkur út, hvar sem þið hafið hreiðrað um ykkur á kostnað skattborgara.

Þú getur vælt, skælt og hótað að þið spillingarmenn veltið löglega kjörinni stjórn úr sessi, en mundu það, fyrir einungis hálfu ári var ykkur samspilltu úthýst af þjóðinni, og þið urðuð fyrir stórkostlegasta fylgishruni sem sögur fara af.

Þú getur svo sem mætt á Austurvöll vindbelgurinn þinn, en það held ég að fáir fylgi þér.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 20:45

32 identicon

Sennilega mætir Steini Breim með þér, Guðjón, og tekur alla innihaldslausu linkana með sér.

Það góða er, að við munum þá vita hvar vitleysingarnir eru.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 20:47

33 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ákveðinn sigur eða viðurkenning fyrir frjálsan útvarpsrekstur þegar Rúv hagræðir. Framlög til útvarpsins hafa aukist langt umfram verðbólgu undanfarin ár. RÚV-menn eru inn á gafli vegna þess að samkeppnin er ekki heiðarleg. RÚV á að sinna menntunar og menningarhlutverki og þeim sem eru afskiptir um sjónvarp og útvarpsrekstur.

Útvarp Saga eða Bylgjan eiga ekki að heygja harða baráttu við nefskattsstöð um rekstrafé sem kemur frá auglýsingum. Upphrópanir með menntahroka hér í athugasemdum þjónar ekki málstað ríkisútvarpsins.

Hvað með alla iðnaðarmennina sem var sagt upp og fóru til Noregs. Var þeim veit áfallahjálp? Heilum skipsáhöfnunum var sagt upp í kjölfar veiðileyfagjaldsins, án skynsamlegar aðgerða hefðu skipin verið bundin við bryggju. Er ekki í lagi að minnka þankabrot fréttamanna frá London og Berlín.

Sigurður Antonsson, 27.11.2013 kl. 21:37

34 Smámynd: hilmar  jónsson

Manni hreinlega fallast hendur yfir kjaftæðinu, menningarhatrinu og heimskunni sem vellur upp úr pakkinu sem hér veður á súðum með Jón Val í farabroddi.

Þvílíkt PAKK..

hilmar jónsson, 27.11.2013 kl. 22:45

35 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dæmigert er fyrir sleggjudómana, sem nú eru felldir þegar því er haldið fram að störf þeirra, sem nú verður að segja upp á RUV, séu hálaunastörf eins og rætt er um hér að ofan.

Í mesta lagi er hægt að ræða um "millistéttarlaun" og er þá vandséð hvernig þessar aðgerðir þjóna upprisu millistéttarinnar, sem nú er rætt um að verði að gerast.

Samtals lífeyrislaun mín eru til dæmis tæplega 250 þúsund á mánuði sem gefa til kynna launagreiðslurnar til mín á RUV og Stöð 2 á starfsferli mínum, og það er nýtt fyrir mér að þær sýni að ég eða mínir samstarfsmenn hafi verið "hálaunamenn".

Ómar Ragnarsson, 27.11.2013 kl. 23:14

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin hætta á að Ríkisútvarpið verði lagt niður.

Tækin
verða þar áfram til staðar og Útvarpshúsið verður áfram á sínum stað.

Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna launagreiðslna Ríkisútvarpsins er mun minni en launin.


Ríkið fær tekjuskatt þeirra sem starfa hjá ríkisstofnunum og næsthæsta virðisaukaskatt í heimi af því sem þeir kaupa fyrir laun sín hérlendis, svo og til að mynda bensíngjald, sem Sjálfstæðisflokkurinn sagðist ætla að lækka.

Á Landspítalanum þarf hins vegar að kaupa ný tæki fyrir hundruð milljóna króna og endurnýja húsnæði fyrir tugi milljarða króna.

En ríkið getur fjölgað starfsfólki á Landspítalanum fyrir mun minna fé en sem nemur launum þess, þar sem ríkið fær launin að miklu leyti til baka sem tekjuskatt starfsfólksins og til að mynda virðisaukaskatts og bensínskatts sem það greiðir af launum sínum til ríkisins, vinnuveitanda síns.

Þorsteinn Briem, 27.11.2013 kl. 23:42

37 identicon

Ég þakka Hilmari (IP-tala skráð) fyrir falleg orð í minn garð. "Geirmundur Valtýsson 101 liðsins" er gríðarlega flott lýsing, sem ég mun nota óspart, enda Geirmundur hörkuduglegur snillingur og ekki leiðum að líkjast. Til að upplýsa Hilmar hef ég einu sinni fengið listamannalaun, 3 mánuði árið 2012 (samtals tæplega 900.000 fyrir skatt), og samdi þá hina stórfenglegu plötu Alheimurinn! sem nú er komin út og Hilmar ætti að fá sér eins fljótt og hann getur. Ég starfa nú við lager- og útkeyslustörf hjá einkafyrirtæki. Ég vona innilega að það sé Hilmari þóknanlegt. Kv, Dr. Gunni

Dr. Gunni (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 07:19

38 identicon

Tja, mikill er hitinn. Sjáum nú til hvert þetta útvarpsfólk fer.
Og ómar, - eftir 20 ár ætti ég að fara á lífeyri. Samtals uppsöfnuð réttindi eru 17 þúsund á mánuði "so-far". Búið að rukka mig síðan 1978. En.....maður asnaðist til að vinna við landbúnað.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 10:48

39 identicon

Jón Logi. Er þið bændur ekki á lífeyri alla daga allt árið um kring?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 14:36

40 identicon

Ekkert að þakka Gunni, hvenær sem er.

Það er rétt að taka það fram, að mér er slétt sama hvar þú vinnur, svo framarlega að starfið sé ekki niðurgreitt af þjóðfélaginu. Undantekningin væri náttúrulega ef þú værir alvöru doktor, en því miður, þú ert bara gervi.

Þú tekur reyndar fram, að þú sért kominn með tærnar innfyrir dyr sæluríkis sósíalistanna, og hafir þegið á þessu ári "listamannalaun". Sem á að vera óþarfi, því mér skilst að það sé alltaf þörf á glasabörnum á börum 101. Vissulega hefði það verið erfiða leiðin, en sú heiðarlega. Kannski hefði sú vinna kennt þér ákveðna auðmýkt, og kannski hefðir þú með þá nýtilkomnu auðmýkt ekki slaufað Gylfa Ægissyni vegna skoðana hans, og skipt honum út fyrir eftirhermu. Sem er víst dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í það minnsta annað slagið.

En við skulum sjá hvort þessar uppsagnir á Ríkisútvarpinu hafi áhrif á hobbýið þitt. Kemur í ljós hvort Rás 2 verði t.d. rás allra Íslendinga, og hvort lífsreyndir sjómenn, járnsmiðir eða útfararstjórar fái aukið vægi, á kostnað hobbýista í tónlist.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 14:53

41 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var að koma af mótmælafundi við Útvarpshúsið. Mætti á staðinn með stórt skilti sem yngri sonur minn útbjó nýverið: EKKI MÍN RÍKISSSTJÓRN!

Einhvernveginn fannst mér að við værum að taka okkur stöðu við rangt hús. Fóru mótmælendur húsavillt? Eiginlega hefði verið rökréttara að mótmæla við Alþingishúsið.

Við gerum það næst enda virðist þessi ríkisstjórn komin í sömu spor og Aðalsteinn Englandskonungur sem endaði sitt konungsdæmi að fara í stríð við eigin þegna. Er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs komin út í ógöngur? Telji þjóðin sér misboðið þá ber okkur að draga fram búsáhöldin og mótmæla þeirri lögleysu sem þessi ríkisstjórn hefur leyft sér. Af hverju á að skrúfa niður lýðræðið? Þolir þessi ríkisstjórn ekki gagnrýni? Af hverju er unnt að leggja 4 sinnum meira fé í umdeilda vegagerð gegnum Gálgahraun/Garðahraun en nemur sparnaðinum í niðurskurði RÚV?

Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2013 kl. 14:53

42 identicon

Athyglisvert hversu nærri þér þú tekur uppsagnir opinberra starfsmanna, Guðjón. Þú hlýtur að vera heimsins mesti stuðningsmaður báknsins.

En af því að þú ert með svo margar spurningar, sem ég óttast að fólk láti ósvarað, þér til aukinnar armæðu, þá skal ég gera mitt besta:

1. Nei, mótmælendur er ekki endilega þroskahefir, þó þeir séu ekki skörpustu hnífarnir, Ríkisútvarpið er við Efstaleiti og "mótmælendur" því á réttum stað. Skilst reyndar að þetta hafi verið fremur fámenn samkoma, svo ekki er útilokað að einhverjir hafi villst.

2. Nei, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er á nákvæmlega réttu róli.

3. Nei, það er ekki verið að skrúfa niður gagnrýni. Rétt er að það skrúfast örugglega iður í nokkrum hvimleiðum loftbelgjum af vinstri kantinum, en miðað við ástandið undanfarin ár, þá er sú þögn kærkomin.

4. Ég held að þessi ríkisstjórn þoli ágætlega gagnrýni. Hinsvegar er leiðingjarnt að vera með gjammandi rakka í kringum sig alla daga.

5. Lagning á vegum er fjárfesting. Þú þyrftir nauðsynlega að kynna þér hagfræðina á bakvið góðar samgöngur. Blaður vinstrimanna á Ríkisútvarpinu er hinsvegar peningasóun og skilur nákvæmlega ekkert eftir sig nema leiðindi og sundrungu.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 15:16

43 identicon

Varðandi #39:

"Jón Logi. Er þið bændur ekki á lífeyri alla daga allt árið um kring?"

Fáfróður ertu. Einhver launalægsta stétt landsins og þarf að taka við greiðslum að lagaboði til þess að varan sé seld undir því sem er kostnaðarverð. Eins og t.a.m. öll evrópa.

ERGO: Neytendur allir eru á lífeyri allt árið um kring, og sama hvort þeir eta innlent eða innflutt,
- bændur þykja þó heldur neyslugrannir sem neytendur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 16:16

44 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svo öllu sé haldið til haga var það Viðreisnarstjórnin sem tók á sig rögg í síldveiðigóðæri og ákvað að stofna íslenskt sjónvarp.

Miklu um það réði áskorun svonefndra 60 menninga, þar sem menn úr öllum flokkum sameinuðust gegn háværum hópi manna, sem á þessum tíma vildi láta Kanasjónvarpið nægja og hagga ekki við því.

Ég var kominn á þrítugs aldur á þessum árum og minnist þessa enn.

Ómar Ragnarsson, 28.11.2013 kl. 23:18

45 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Einkennilegt hvernig vinstri menn líta lýðræði samanber innlegg no 27 hjá Guðjóni. sem virðist túlka það þannig að það sé verið að brjóta lýðræðið, þegar flokkar með tryggan meirihluta á alþingi fara ekki að vilja flokksins sem fékk 12.9% atkvæða.

Hreinn Sigurðsson, 29.11.2013 kl. 19:21

46 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvet ykkur sem viljið grafa undan RÚV að kynna ykkur rannsóknir Svans Kristjánssonar prófessors í HÍ. Hann hefur undanfarin 40 ár sem kennari rannsakað sérstaklega þróun lýðræðis sem vonandi flestir vilja hafa. Fasisminn er vonandi ekki þ.að sem fólk vill. Svanur telur að lýðræðið hafi komist lengst á vinstristjórnarárum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aldrei fyrr hafði komið til tals að fela öðrum en stjórnmálamönnum endurskoðun stjórnarskrárinnar. Síðurstu áratugi var endurskoðun stjórnarskrárinnar n.k. skammarkrókur hjá Sjálfstæðisflokknum: þeir sem féllu í ónáð voru ýtt til hliðar og fengnir til að endurskoða stjórnarskrána.

Ríkisstjórn Jóhönnu gjörbreytir þessu. Fyrst er efnt til mjög stórs fundar þar sem 1000 manns komu saman, allir sem vildu gátu komið en húsnæðisins vegna var takmarkið sett við 1000. Þá var efnt til frjálsra kosninga um 25 manna stjórnlagaráð. Ekki man eg eftir öðru en núverandi stjórnmarflokkar hömustu ákaflega eins og tryllt ljón gegn þessum hugmyndum. Og einhverjir afturhaldsdindlar kærðu kosninguna til Hæstaréttar sem vegna smávægis formgalla ógilti kosninguna! Má skilja það sem svo að núverandi stjórnarflokkar hafi Hæstarétt í vasanum? Er það lýðræðislegt fyrirkomulag? Mér finnst það vera flokksræði þar sem einhverjir stjjórnmálaflokkar eigi að ráða öllu.

Þó svo að lýðræðið hafi beðið hnekki þá mun þróunin halda áfram hvað sem skoðanir afturhaldsmanna líður. Íslendingar hafa margir hverjir hugarfar ánuðugs manns sem getur ekki hugsað frjálst. Margir vilja þjónkast öðrum hvort sem er atvinnurekandi eða gamaldags stjórnmálaflokkur. Það er þess vegna sem lýðskumarinn kemst svo langt í pólitíkinni á Íslandi. Og þar sem mikill auður og völd fara saman þar er hætta á ferðum fyrir þróun lýðræðis!

Með von um betri tíð!

Guðjón Sigþór Jensson, 30.11.2013 kl. 07:35

47 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það mátti vel sjá virðingu vinstri manna fyrir lýðræði, þegar icesave kosningarnar voru. Þá hefur líklega lýðræðisást vinstri manna flogið hvað hæst.

Hreinn Sigurðsson, 30.11.2013 kl. 13:05

48 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú talar enginn um Icesave enda staðfesti Mbl. 6. sept. s.l. að meira en nægt fé er fyrir hendi í þrotabúi Landsbankans til greiðslu allra skuldbindinga vegna Icesave. Þetta var vitað þegar þessir samningar voru gerðir en Sigmundi Davíð og Ólafur Ragnar vildu ekki trúa því. Þetta mál var dregið fram í þeim þeim tilgangi að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gegn betri vitund. Töfin kostaði okkur 60 miljarða enda hefði samningaleiðin verið öllum aðilum betri.

Það er mjög einkennilegt að enginn vill ræða þessi mál á skynsamlegum nótum. Alltaf er gripið til tilfinningavælsins og snúið upp í þjóðrembu en staðreyndir mega ekki ræðast.

Er þetta þrælslund? Mér hefur dottið það í hug, Icesavemálið varð fyrir vikið eitt erfiðasta mál sem komið hefur upp í íslenskri pólitík, arfur frá ríkisstjórn sömu stjórnmálaflokka sem nú eru við völd.

Eg vil vara eindregið við því þegar mikil auðæfi eru komin saman við völdin er veruleg hætta á ferðum fyrir lýðræðið í landinu og framtíð landsmanna.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2013 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband