Fær Frans aftur svipað starf?

Í tilefni af því að Franz páfi hafi fyrrum verið útkastari á næturklúbbi má skella þessu fram:

 

Útkastarar eru hér

út um breiða sviðið.

Frægastur samt allra er

einn við Gullna hliðið.

 

                           Herrann Pétur heitir sá

                           og hefur lengi starfað

                           Brátt hann um það biðja má

                           við betra djobb fá garfað.

 

Afleysingar- mætan mann

mun hann verða að fá þar 

vanan strák er starfið kann

og sterkum tökum ná þar.

 

                              Einn þá páfi er þar næst

                              sem á því ná mun tökum,

                              upp til himna eflaust fæst

                              með afar sterkum rökum.

 

Dýrir verða dómar hans,

drengjunum í syndafans

þegar segir "farvel", Frans,

"og farðu nú til andskotans."


mbl.is Páfinn vann sem útkastari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Don Camillo var nú liðtækur í boxinu áður en hann vígðist og reyndar hafði hann nú ekkert á móti því að rifja þá takta upp ef aðstæður beinlínis kröfðust þess.

Það vissi Peppone bæjarstjóri og gætti þess að ganga ekki lengra en hóf var á.

"Haltu þér fast Jesú því nú slæ ég"! 

Þá bar hann Jesúlíkneskið á öxlinni niður að fljótinu og mætti mótmælagöngunni. 

Árni Gunnarsson, 4.12.2013 kl. 13:14

2 identicon

Fárleg vóru fjörbrot hans

Fold og sjórinn léku dans

Gæfusljór með glæpafans

Grímur fór til andskotans.

Bólu Hjálmar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband