Af hverju þessi sérstaða í fréttaflutningi?

Löng hefð er komin á varðandi fréttaflutning af viðburðum, sem koma til kasta lögreglu.

Kvikni í húsum eða öðru er látið vita af því og yfirleitt hefur það verið látið fréttast snemma þegar sérsveit lögreglu hefur verið kölluð út vegna hættu.

Þegar hættuástand myndast eins og í aðgerðunum í Hraunbæ er það öryggisatriði að láta almenning vita af því hvenær sólarhringsins sem er.

Þess vegna hlýtur sú spurning að vaka hvers vegna aðgerðirnar í Hraunbæ voru í raun þaggaðar niður lengi vel, þótt fregnir bærust af minni atburðum.

Varla getur það hafa verið gert til að koma í veg fyrir að forvitið fólk streymdi á staðinn enda ætti þá að reyna að leyna hverju því sem fréttnæmt er á sviði löggæslu.

Stóra fréttin í Hraunbæ var ekki aðeins það að í fyrsta sinn í sögu landsins var maður skotinn í skotbardaga við lögreglu heldur það mikla ófremdarástand sem ríkir í málefnum geðsjúkra.  


mbl.is Meta hvort fréttaflutningur skapi hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna þarf líka eftirfylgni og málefnalegt aðhald fjölmiðla.  Hvernig í ósköpunum má það vera að eina leiðin til að yfirbuga óðan mann skuli vera að drepa hann?

Af hverju virkaði ekki gasið?

Hvað með rafbyssu? 

Var rétt að ráðast til inngöngu í íbúð hvar maður í einhverskonar geðrofsástandi var skjótandi úr haglabyssu, sérstaklega þar sem almenningur virtist ekki í bráðri hættu?

Þarf víkingasveitin að bæta búnað sinn? 

Lögreglan er ekki öfundsverð af sínum vandasömu störfum en heldur ekki hafin yfir gagnrýni.

Svo er það náttúrulega allur hinn pakkinn varðandi aðbúnað  þess geðveiks fólks sem getur verið hættulegt öðrum.  Þar þurfa fjölmiðlar ekki síst að taka upp þráðinn. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 17:09

2 identicon

Stóra fréttin er EKKI um geðheilbrigðismál sem hafa verið í ólestri í áratugi. Það eina sem gerir þetta að stórfrétt er það að lögreglan drap mann. Hefði hann verið yfirbugaður lifandi með alla sína sjúkrasögu í fortíðinni hefði þetta atvik vakið litla athygli. Svo geta menn deilt um það hvort lögreglan hafi staðið rétt eða rangt að málum. En kjarni þessa máls er verknaður lögreglunnar en ekki sjúkrasaga þessa manns eða nokkurs annars.

Sigurður Þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 20:06

3 identicon

Lögreglan setti sjálfa sig í stórhættu of fljótt og gat ekki bakkað út úr aðstæðunum nema með því að nota vélbyssuhrinu. Ég tel engan veginn að lögregan hafi viljað skjóta úr byssum, en klaufagangurinn og sérstaklega fljótfærni ollu því að svona fór.

Og lögreglan vildi ekki láta Rúv vita af þessu vegna þess að það var ekki talin það mikil hætta á ferð. Ok, en samt var svo mikil hætta á ferð að það þurfti að nota ítrusta vald sem lögreglunni stendur til boða. Voðalega skrítið allt.

Jón (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 21:07

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Svipleg örlög þessa manns eiga að vekja líka upp spurningar um geðheilbrigðismál og meðferð skotvopna. Er sjálfgefið að afhenda manni með langa sögu veikinda og afbrota íbúð í fjölmennu stigahúsi. Er ekki verkefni hjálparsamtaka á borð við Geðhjálp að veita opinberum aðilum leiðsögn og ráðleggingar.

Hjálparsamtök geta gagnrýnt lögreglu og hafa margt til síns máls, en hvar eru þau sjálf stödd í sínu starfi? Lögreglan verður að útskýra hvað brást þegar kemur að margskonar útbúnaði sem getur deyft árásarmenn og svælt þá út húsum.

Ólæst skotvopn eru ógn við þéttbýli og reyndar strjálbýli líka. Í Bandaríkjunum eru æfingasvæði skotmanna inn í borgum, en borgarar ferðast um með þau í læstum hirslum, þar sem ég hef sé til. Það ætti að skylda skotmenn til að geyma vopn á þar tilgreindum æfingabúðum í öruggum geymslum á milli notkunar.

Sigurður Antonsson, 4.12.2013 kl. 21:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki held ég að geðveikir skjóti frekar á annað fólk en aðrir.

Margir hafa til að mynda skotið á aðra undir áhrifum áfengis og fíkniefna án þess að vera úrskurðaðir geðveikir.

Og glæpagengin eru vopnuð.

En um að gera að banna öllu þessu fólki að búa í fjölbýlishúsum.

3.8.2007:


"Ásókn Íslendinga í skotvopn hefur stóraukist, að sögn lögreglu.

Hér á Íslandi eru
um fimmtíu þúsund byssur, þannig að hér eru um sex einstaklingar um hvert skotvopn.

Íslendingar eiga hartnær 31 þúsund haglabyssur, um 17 þúsund riffla og um 1.400 skammbyssur."

Fimmtíu þúsund byssur hér á Íslandi


Byssur í einkaeign langflestar í Bandaríkjunum, Kanada í 13. og Ísland í 15. sæti - Number of guns per capita by country

Þorsteinn Briem, 4.12.2013 kl. 23:15

6 identicon

Hættan sem þarna var á ferðinni var afmörkuð við næsta nágrenni íbúðar mannsins. Ľögreglan hefur ekki viljað fá forvitið fólk og fréttamenn að þvælast í kringum vettvang sem hefðu verið þar í stórhættu. Það er líklega ástæðan fyrir því að Ruv var ekki gert viðvart. Það gat enginn vitað um magn skotfæra hjá manninum eða hvort hann hefði jafnvel önnur vopn eins og langdrægan riffil til að skjóta með út um gluggann. Þannig að það er fáránlegt að halda því fram að best hafi verið að bíða eftir að hann yrði skotfæralaus.

Rafbyssur hafa ekki verið teknar í notkun af lögreglu hérlendis Bjarni Gunnlaugur og samningteymi lögreglunnar náði ekki sambandi við hann svo ekki gafst færi á því að tala manninn til.

Gunnar Sævarsson (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband