Óþarfi að hafa þau á bekknum ?

Auk jólasveinanna 13, Grýlu og Leppalúða, sem segja má að verði inná á leikvelli jólanna frá og með 12. desember, eru til nokkrar þjóðsagnapersónur, sem eru í slagtogi með þessari stóru fjölskyldu en hafa hingað til haft sig lítt í frammi.

Þau hafa kannski verið í svipaðri stöðu og leikmenn liðs, sem sitja allan leikinn á varamannabekknum.

Þetta eru þó sennilega áhugaverðar persónur ef marka má nöfn þeirra, en í hugann koma fimm nöfn, þau Leppur, Skreppur, Lápur, Skrápur og Leiðindaskjóða.

Þetta notfærði ég mér þegar ég velti því fyrir mér á fyrsta ári vinstri stjórnarinnar 1971 hvaða hlutverk þáverandi stjórnmálaforingjar og pólitísk fyrirbæri þess tíma fengju helst í flóru jólasveina, trölla og álfa.

Fjármálaráðherrann var að sjálfsögðu Aurasníkir, nokkrir hægri og vinstri menn voru þá uppnefndir á víxl sem leppar Bandaríkjamanna og Rússa, hinn ferðaglaði Gylfi Þ. Gíslason var Skreppur og forsætisráðherrann Leiðindaskjóða.

Í upphafi vinstri stjórnarinnar uppskarst hlátur þegar hið síðastnefnda bar á góma, því að fram að því hafði Ólafur Jóhannesson þótt afar litlaus stjórnmálamaður. En það átti eftir að breytast hratt, því að Ólafur snarbreytti um stíl og gerðist með allra skemmtilegustu stjórnmálamönnum.

Það hefur hingað til verið ákveðin lægð í Aðventunni fyrstu ellefu dagana áður en hinir "löggiltu" jólasveinar koma, en það má alveg gæla við þá hugmynd að óþarfi sé að hafa Lepp, Skrepp, Láp, Skráp og Leiðindaskjóðu á bekknum, heldur kalla þau inn á jólavöllinn, þótt ekki sé nema til að hita upp fyrir jólasveinana þrettán.


mbl.is Leiðindaskjóða mætt á svæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmund fyrstan sáum þar,
sauð með margar ærnar,
ber sem Kristur byrðarnar,
með bólgnar stórutærnar.

Þorsteinn Briem, 5.12.2013 kl. 16:55

3 identicon

Bjarni síðan bættist við

bannaði grófa eyðslu

Sigmundi þó lagði lið

við lánaniðurgreiðslu 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 21:33

4 identicon

Hjá Árna Páli fór allt í graut

ýmsa var með hrekki

aldrei leysti þeirra þraut

þorði bara ekki 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 21:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.12.2012:

"
Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um nær helming frá haustinu 2008 sem hlutfall af landsframleiðslu.


Þá voru þær 510% af landsframleiðslunni en eru núna um 280%. Þær hafa með öðrum orðum lækkað um nálægt helming sem hlutfall af landsframleiðslu á þremur árum, sem telja má eftirtektarverðan viðsnúning.

Sé einungis litið til skulda heimila sést að þær hafa lækkað um 19 prósentustig af landsframleiðslu á tveimur árum
(um 300 milljarða króna) og um 27 prósentustig frá hæsta gildi, sem var fyrir um þremur og hálfu ári.

Fara þarf aftur til 1. júní 2007, sem er talsvert fyrir hrun, til að finna sambærilega skuldastöðu heimilanna og nú. Íbúðaskuldir heimila eru nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar árið 2004 sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.

Þá var gripið til margvíslegra aðgerða til að gæta réttarstöðu skuldara. Komið var á fót embætti umboðsmanns skuldara, þak sett á dráttarvexti og margt fleira sem miðaði að því að milda áföll hrunsins.

Heildareignir heimila
að frádregnum heildarskuldum námu yfir 1.800 milljörðum króna um síðustu áramót og höfðu þar með aukist um tæp 17% á milli ára.

Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir verulegri hækkun vaxtabóta
til að létta þeim róðurinn sem glíma við hækkun verðtryggðra lána. Í fyrra nam vaxtakostnaður heimilanna um 55 milljörðum króna.

Á árunum 2011 og 2012 voru að jafnaði um 30% vaxtakostnaðarins endurgreidd úr ríkissjóði en allt upp í 45% hjá tekjulægstu heimilunum.


Væntanleg hækkun barnabóta á næsta ári bætir stöðu ungra barnafjölskyldna enn frekar.

Á fjárlögum næsta árs
er ráðgert að hækka barnabætur í um ellefu milljarða króna, eða allt að 30 af hundraði. Gert er ráð fyrir að um 23 milljarðar fari samtals í barna- og vaxtabætur  á næsta ári.

Til samanburðar er það hærri upphæð en sem nemur árlegum rekstrarkostnaði allra framhaldsskóla landsins."

Þorsteinn Briem, 5.12.2013 kl. 22:01

6 identicon

"...aldrei leysti hann þeirra þraut.... " fer nú víst eitthvað betur.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 23:19

7 identicon

Ég var að vona eftir þennan ágæta upptakt Steina, að menn kæmu með "jólasveinavísur" hver eftir sínu nefi!

Gekk á sviðið Jóa

með gráa hausinn sinn

gagnslaus var að lækka

höfuðstólinn minn

Hún vildi fara í ESB

mér ekki varð um sel

nú umsóknin er horfin

ég dauða hana tel        (umsóknina náttúrulega)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 10:21

8 identicon

Skreppur vildi líka

skoða ESB

Þar löngum stundum dvaldi

og liðugt var um spé

Hann var ekkert sérlega

hnukkinn yfir því

að milljarðarnir fykju

málið þetta í

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 10:27

9 identicon

Loforðanna feikir

lygastefnu tók

Af því sér hann hreykir

í útkominni bók

Elskur var að sköttum

í Icesave hetjan blauð

fór að smala köttum

þá fólkið vildi brauð

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 10:46

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum þegar Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 6.12.2013 kl. 10:53

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

11. október 2008:

"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda:

"
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.


Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr.

Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.


Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.


Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."

Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008

Þorsteinn Briem, 6.12.2013 kl. 11:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð.

Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands var hins vegar slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir nú við, þar sem viðskiptahalli hefur aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar, mælist fjórðungur af landsframleiðslu, og verðbólga nálgast 8%, að undanskilinni skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla og þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri.

Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt og öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 6.12.2013 kl. 11:06

13 identicon

Leppalúði fýldur

í lið var þetta allt

áður flestu réði

ógn er lánið valt

hærugrár og úfinn

í svörtuloftum sat

og sögunni þar breytti

eins og hann gat

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 11:09

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þorsteinn Briem, 6.12.2013 kl. 11:15

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.6.2011:

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkru fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 6.12.2013 kl. 11:18

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.

Þorsteinn Briem, 6.12.2013 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband