Konan, sem svo margir formæltu.

Tveiumur aðilum, sem komu að málum eftir Hrunið, var formælt af mörgum hér á landi.

Þetta voru AGS og Eva Joly. Ummæli Evu þess efnis að málaferli vegna Hrunsins gætu tekið nokkur ár voru notuð sem rök fyrir því að ekkert ætti að gera í þessum málum og henni valin alls kyns ónefni eins og kvensnift, kommakerling og hvað eina.

Aðalatriðið í þessum málflutning andmælenda þess, sem gert var, var að fráleitt væri að kafa neitt ofan í Hrunið og enn fráleitara að láta einhverja vonda útlendinga í AGS koma nálægt björgunarstarfinu.

Hæst höfðu þeir sem sjálfir áttu mestan þátt í að beisla græðgi og auðtrú þjóðarinnar til að kynda upp allt það bál, sem að lokum brenndi íslenska fjármálakerfið til grunna svo að engin dæmi eru til eins hjá nokkurri þjóð.

Gaman væri að vita hve margir þeirra, sem máttu alls ekki heyra það nefnt að AGS legði til nauðsynlegt lánsfé og aðstoð til rústabjörgunarinar telji nú að hjálp AGS hafi verið til ills eins.

Dómarnir, sem nú hafa fallið, eiga eftir að fara fyrir Hæstarétt. Dómurum og dómskerfi getur auðvitað skjátlast eins og öðrum mannlegum stofnunum.

Enn hafa íslenska dómskerfið og þjóðin til dæmis ekki gert upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin eins og vera ber.

En það breytir ekki því að fjöldi áhrifamikilla Íslendinga óskaði einskis heitara en að ekki yrði hreyft við neinu varðandi Hrunið og taldi fráleitt að utanaðkomandi aðilar, sem ekki tengdust því, fengju að leggja lið sitt. Það er íhugunarvert.     


mbl.is Eva Joly: Réttlætinu fullnægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver sagði að "fráleitt væri að kafa neitt ofan í Hrunið"? Væri gott að sjá vísun í þau ummæli, sem ég held reyndar að þú getir ekki.

Það er hins vegar ljóst hverjir voru mest á móti aðkomu AGS í upphafi hrunsins. Það voru þingmenn VG, með Ögmund og Steingrím í broddi fylkingar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2013 kl. 13:36

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Seinna stærði Steingrímur sér af því á erlendum vettvangi, (þegar hann virtist halda að ummæli hans bærust ekki til Íslands), að hafa náð árangri í ríkisfjármálunum með aðstoð AGS.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2013 kl. 13:39

3 identicon

"Eva Joly er fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara", sagði Brynjar Níelsson, nú orðin Alþingismaður Íhaldsins, þar sem hann tók að sér að verða "þorpsfíflið", eftir fráhvarf Árna Johnsens.

Hinn sami Brynjar skrifaði einnig blogg um nýfallin dóm í Al-Thani málinu, sem vakti athygli fyrir rökvillu, siðleysi og dólgshátt.

Það ætti öllum að vera umhugsunarefni að innbyggjarar kjósa einkum siðleysingja og ignoranta til krefjandi starfa á Alþingi okkar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.12.2013 kl. 13:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Það er gott að fara rétt með.

Þú getur ekki verið búinn að gleyma ICEsave deilunni, hún hafði þær afleiðingar að lán AGS var ekki greitt út fyrr en rúmum tveimur árum eftir að það var samþykkt í stjórn sjóðsins.

Og ef þú hefur lesið frétt fjármálaráðuneytisins um nettó vaxtakostnað vegna AGS, þá er ljóst að ríkissjóður fór strax að endurgreiða lánið, eftir að það skilaði sér inná bók í  JP  Morgan.

Þess vegna er þessi fullyrðing þín röng; " nefnt að AGS legði til nauðsynlegt lánsfé og aðstoð til rústabjörgunarinar telji nú að hjálp AGS hafi verið til ills eins."

Síðan ferðu rangt með þegar þú bendlar Evu Joly við AGS, sú ágæta kona var ekki á vegum sjóðsins, og allt sem hún stendur fyrir, er andstætt því sem AGS hefur gert þjóðum sem lent hafa í klónum á alþjóðlegu braskarafé.

Og í ljósi þess að AGS gerði ráð fyrir 22 virkjunum svo Íslendingar ættu minnstu möguleika á að endurgreiða lánapakka sjóðsins, auk ICEsave láns breta og Hollendinga, þá eru rangfærslur þínar með alveg óskiljanlegar.

Svona miðað við það að þú heitir Ómar Ragnarsson, og ert landvættur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2013 kl. 18:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 14.12.2013 kl. 18:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

11. október 2008:

"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda:

"
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.


Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr.

Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.


Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.


Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."

Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008

Þorsteinn Briem, 14.12.2013 kl. 18:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þorsteinn Briem, 14.12.2013 kl. 18:59

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 14.12.2013 kl. 19:07

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú verður að lesa rétt það sem stendur. Ég er ekki að "fullyrða" að hjálp AGS hafi verið til ills eins heldur spyr ég hvort til séu þeir sem nú telji að hún hafi verið til ills eins.

Ef þú lest texta minn sérðu, að ég er ekki að spyrða AGS og Evu Joly saman, heldur nefni þau sem tvö aðskilin dæmi.

Það er rétt að í fyrstu voru Steingrímur og kó í Vg andvíg hjálp AGS og ég er ekkert að draga fjöður yfir það. Þau sneru hinhs vegar við blaðinu þegar þau sáu þó í stöðunni var það lang skásti kosturinn í stöðunni.

Ómar Ragnarsson, 15.12.2013 kl. 02:25

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þau sneru við blaðinu af því þau eru tækifærissinnar

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2013 kl. 09:34

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Ég er ágætlega læs og get ekki annað en skilið textann þinn á annan hátt en þann en að þú sért að nýta þér góðan orðstír Evu Joly til að bera blak að óþverrum sem  vorum næstum því búnir að gera þjóðina að skuldaþrælum í eigin landi, og selja náttúru landsins erlendum auðhringum.

Hafi tilgangur þinn verið annar þá blasir það ekki við.

En eftir stendur að AGS lánið var aldrei nýtt, og því rangt að halda því fram að hið meinta lánsfé sjóðsins hafi verið liður í einhverri rústabjörgun.

Enda hver hin meinta rústabjörgun önnur en sú að reyna að fjárkúga þjóðina???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2013 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband