El-Kere, Gurra, Negele, Omo Rade, Hindane og Maputo.

Nafnarunan sú arna eru fimm staðir af miklu fleiri sem ég hef átt kost á að heimsækja í þremur Afríkuferðum til Eþíópíu og Mósambík til að sjá hverju aðstoð Íslendinga við fátækar þjóðir hefur orkað.

Á öllum stöðunum ríkir neyð meðal fólksins, sem er svo langt umfram það sem við þekkjum hér á landi að leita þarf aftur til Móðuharðindanna til að finna hliðstæðu og á öllum stöðunum mátt sjá ómetanlegan árangur íslenskrar hjálpar.

Svo heyrir maður Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar nefna þetta meðal "gæluverkefna" og verja þá nöturlegu staðreynd að Íslendingar, ein af ríkustu þjóðum heims, ver minna í þróunarhjálp á hvern íbúa en nokkurt annað vestrænt ríki.

Og greiddi ein allra þingmanna atkvæði gegn því á sínum tíma að reynt yrði að berja í brestina varðandi þessa þjóðarskömm.

Það má þó Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins þó eiga, að hann reyndi að minnka þessa skömm á þeim tíma sem hann var utanríkisráðherra.  

 

 


mbl.is „Skammaðist þingmaðurinn sín þá?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð Vigdís étur steik,
allt hún sér í móðu,
alltaf fátæk er þó keik,
Ásmund á í skjóðu.

Þorsteinn Briem, 14.12.2013 kl. 20:30

2 identicon

Og hvernig gengur svo þér og örðum fréttamönnum að boða fagnaðarerindi íslensku þróunaraðstoðarinnar, eftir allar boðsferðirnar?  Ég held að venjulegur Íslendingur hafi ansi litla hugmynd um hvort eða hvar þetta kemur að gagni.

Vigdís Hauks benti ágætlega á hvar hinn raunverulegi vilji Samfylkingarinnar lá varðandi útgjöld ríkisins til þróunaraðstoðar. Þar var um að ræða minni framlög en Samf. ætlaði næstu ríkisstjórn að útvega.  

En gott og vel, það er sjálfsagt að auðsýna samúð í verki. Raunar svo sjálfsagt að t.d. Samfylkingin ætti að stofna sérstaka þróunaraðstoðardeild hvar félagsmenn og kjósendur hennar geta pungað út úr eigin vasa því sem réttlætiskend þeirra býður.  Óþarfi að vera alltaf að vasast með "other people´s money" í þetta.

Það er í fáum málum eins borðliggjandi og þróunaraðstoð að ríkið láti frjálsum félagssamtökum innlendum eða alþjóðastofnunum að mestu eftir að taka á móti framlögum þeirra sem það vilja, fremur en að taka þetta úr öðrum verkefnum hér heima og menn séu svo að berja sér á brjóst á alþingi fyrir aumingjagæskuna.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 00:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öll ríki geta sagt að í þeim búi margt fátækt fólk og þar af leiðandi geti þau ekki veitt fátækum ríkjum þróunaraðstoð.

"Það sem skiptir máli er hvort börn (og fullorðnir) fóru í skóla og lærðu, hvort konur áttu kost á að fæða börn sín á heilsugæslustöð og hvort fátæk þorp fengu hreint drykkjarvatn."

"Við reiknum með að kosta fleiri börn til náms en Reykjavíkurborg, fjármagna heilbrigðisþjónustu fyrir fleira fólk en allt heilbrigðiskerfi Íslands og bæta afkomu fleiri fiskimanna en finnast á öllu Íslandi.

Og allt fyrir brot af því sem slíkt myndi kosta hér heima
."

Ársskýrsla Þróunarsamvinnustofnunar Íslands fyrir árið 2012

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 00:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til þess að menn hafi krafist þess að þú leggir eitthvað af mörkum til fátækra í öðrum löndum, enda ert þú væntanlega ekki aflögufær, frekar en aðrir framsóknarmenn í sveitum landsins, sem hver og einn fær milljóna króna styrki frá íslenskum skattgreiðendum, þar á meðal undirrituðum, Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, Skeiðháholti III, þar sem kýr eru uppistaðan í búrekstrinum.

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 00:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu í fyrra, árið 2012, voru um 6,1 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til kúabænda um 5,2 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Árið 2008 höfðu 738 mjólkurbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður kúabóndi er með 30-40 kýr.

Kostnaður ríkisins vegna hvers mjólkurbús var því
að meðaltali um 8,3 milljónir króna í fyrra, miðað við að búunum hafi ekkert fækkað frá árinu 2008.

Landbúnaður og þróun dreifbýlis

Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 66

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 00:56

6 identicon

Það er oftast eitthvað merkilegt og á hlustandi(lesandi?) þegar að Ómar Ragnarsson tekur sig til og bloggar!! Enn nú ber svo við að það virðist ekkert annað komast að hvorgi á hinu háa Alþingi né hér á síðum, að hjálpa öðrum þjóðum Það er auðvitað allt í lagi að hjálpa öðrum ríkjum þar sem hart er í ári, enn verður ekki röðin að vera þannig að fyrst ber að hjálpa þeim er hér á þessu "svokallaða ríka Íslandi" búa! Enn þar vantar því miður mikið upp á!! Ég held að háttvirtir alþingismenn + Hæstvirtir Ráðherrar,og aðrir góðir menn ættu að hugsa til hinna sveltandi hér á þessu "svokallaða RÍKA ÍSLANDI!! Því það er ansi hart að kalla landið okkar þetta, enn svo eru þúsundir á þúsundir ofan sem hreinlega svelta eins og áður sagði hér á "Íslandinu Ríka??? Og nú þegar að helgasta hátíð kristinna manna er að ganga í garð, að þá skuli það þekkjast hér á þessu RÍKA Íslandi að fólk eigi hvorki ofan í sig né á!!! Og allt má þetta rekja til vanefnda Ríkisstjórnar félaganna Sigmundar og Bjarna, því ekki vantaði stóru orðinn um að ef að þeir kæmust til valda að þá myndi þeim sem minnst meiga sín á Íslandinu "RÍKA" verða bættar þær vanefndir fyrri ríkisstsjórnar, en viti menn þegar að efna skildi loforðin þá voru þær efndir svo litlar og ræfilslegar að þær komu þeim best er höfðu mest!!! Svo var hrópað á strætum og torgum bíðið við þetta er bara byrjuninn, þegar að hið marg um talaða fjárlaga frumvarp kæmi fram að þá kæmi aðal hjálpin???? Enn og aftur nú eru að koma JÓL, og ENN BÍÐUR FÓLKIÐ EFTIR HINNI MIKLU LEIÐRÉTTINGU SIGMUNDAR OG BJARNA, ENN UNDANFARIÐ HEFUR AÐALLEGA VERIÐ TALAÐ UM AÐ FELLA NIÐUR SKULDAHALA ÞEIRRA SEM Í HANN KOMUST, GOTT OG VEL ER EKKI FORGANGSRÖÐIN SVOLÍTIÐ RÖNG Í ÞESSUM LEIÐRÉTTINGAR MÁLUM ÖLLUM, ég sé ekki að það hefði breytt stóru að leyfa skuldurunum að bíða aðeins enda virðast það aðallega vera hinir skást settu sem þar eru á ferð og tókst að koma sér í þennan skulda hala! Enn við hinir sem hvorki eigum til skós eða skeiðar nú um þessa stæðstu heillögustu komandi hátíð kristinna manna, ekki vegna skulda hala, heldur vegna þess að við ÞURFUM ÞVÍ MIÐUR AÐ REYNA AÐ LIFA AF ÞESSUM SMÁNARBÓTUM SEM STJÓRNVÖLD SKAMMTA OKKUR, OG VERÐUR ÞAÐ SENNILEGA ENDIRINN AÐ VIÐ SEM ENGA SÖK EIGUM ÞURFUM AÐ HAFA SKULDA HALA ÞEIRRA SKÁST SESTU Á BORÐUM OKKAR UM KOMANDI HÁTÍÐAR, og er ég þá að tala um að Vigdís Hauksdóttir, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben hafi það af að láta allt annað ganga fyrir, enn að HJÁLPA ÞEIM SEM MINNST MEIGA SÍN HÉR Á LANDI!!!!!!? Aldrei hélt ég að ég þyrfti að verða einn af bótaþegum þessa lands, (þ.e.a.s. áður enn ég myndi verða löggildur?) enn enginn veit ævina sína fyrr enn öll er, og ég segi eins og á við alla aðra öryrkja ég valdi mér ekki að verða einn slíkur svo langt því frá, og enn og aftur aldrei hefði ég trúað því að núverandi og fyrrverandi stjórnvöld myndu sjá svo um að þeir sem færu á bætur, og skal þá tekið fram að mínu dæmi eru það örorkubætur eins og áður hefur komið fram að vísu, og skal það bara hreinlega viðurkennast hér og nú að þó að oft hafi verið þröngt í búi áður, að nú er það svo ljótt að fyrir þessi blessuð komandi jól er ekki til króna nokkur staðar á þessum bæ, og endar sennilega eins oft var sagt áður og á svo sannarlega vel við núna, AÐ ÞAÐ VERÐI SKÓSÓLAR,"OG SENNILEGA SKULDAHALAR ANNARA Á BORÐUM UM KOMANDI "HÁTÍÐAR"???????????? 

Pálmar Smári Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 03:31

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öll ríki geta sagt að þar búi margt fátækt fólk og þar af leiðandi geti þau ekki veitt öðrum ríkjum þróunaraðstoð.

Og við Íslendingar höfum þegið meiri aðstoð frá öðrum ríkjum en við höfum sjálfir veitt öðrum þjóðum, Pálmar Smári Gunnarsson.

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 03:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 04:12

9 identicon

Steini @7,

Þessi athugasemd þín við neyðarákall Pálmars sýnir þvílíkan endemis hálfvitahátt að á þig er hvorki orðum  eyðandi né athugasemdir þínar lesandi, Steini Briem dulnefningur þar sem staðreyndaþrugl  vitleysa og kjánagangur er uppistaðan í athugasemdunum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband