"Gangi allt í hag þér hjá..."

Milli mín og séra Hjálmars Jónssonar hefur ríkt gróin vinátta í áratugi. Í veikindum hans sendum við Helga honum og hans nánustu hlýjar árnaðaróskir og jóla- og nýjárskveðjur og vonum að hann komi tvíefldur til leiks í marsbyrjun.

Það má ekki minna vera en að senda honum glaðlegar og léttar stökur, svohljóðandi, í tilefni af því að til stendur að lagfæra á honum vinstri fótinn:

 

Gangi allt í hag þér hjá,

svo heilsan verði´í lagi,

blóðtappanum bægt sé frá

og bífurnar í lagi !

 

Þótt hátt þú fljúgir yfir andans lendur

 og orðgnótt þín, hún sé oft gulli slegin

þá hefur lengi staðið til og stendur

að styrkja þig, minn kæri, vinstra megin.


mbl.is Messar ekki í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann messar ekki í mér þetta árið, ekki heldur því næsta.

Serious (IP-tala skráð) 25.12.2013 kl. 18:42

2 identicon

Þetta var nú svona smá grín, en ég óska honum góðs bata.

Serious (IP-tala skráð) 25.12.2013 kl. 18:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð kallinn Hjálmar hýr,
hægra er hann megin,
ákaflega er þó skýr,
ekki samt hinsegin.

Þorsteinn Briem, 25.12.2013 kl. 19:02

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Klerknum sýnir kærleikshót
kostum segir hlaðinn
ef meiri íhalds meina bót
mætt'ann fá í staðinn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.12.2013 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband