Arabiska vorið kom, en sumarið ekki. Vetur í aðsigi?

"Arabíska vorið" kom að vísu í Líbíu, Egyptalandi og Sýrlandi, en í Egyptalandi var lýðræðislega kjörnum forseta steypt af stóli með hervaldi og nú er erfitt að sjá að neitt hafi í raun breyst síðan Mubarak stjórnaði þar með hervaldi.

"Arabíska sumarið" kom því aldrei, heldur kom strax haust og hugsanlega stefnir í vetur.

Í Sýrlandi ríkir skelfing hræðilegrar borgarastyrjaldar með tilheyrandi neyð og flóttamannaastraumi úr landi.

Líbía liggur vestast af þeim Arabalöndum þar sem "arabiska vorið" kom en um ástandið í því landi gildir kannski svipað og óráðið ástand og lýst var í sögunni Ttíðindalaust á vesturvígstöðvunum."


mbl.is Bræðralag Múslima lýst hryðjuverkasemtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Það er búið að vera það tíðindarlaust að það hefur sennilega gleymst að láta þig vita að þetta svokallaða "vor" það hófst í Túnis sem er vestar heldur en Líbýa ef ég man rétt.

Davíð, 26.12.2013 kl. 06:25

2 identicon

Ómar!Þú ert sérfræðingur mestur í að segja margt í örfáum orðum.Þínir pistlar augnayndi.Gleðilega hátíð og gangi þér allt í haginn!  R  J

reynir jónasson (IP-tala skráð) 26.12.2013 kl. 15:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Æ, já, þetta er satt og rétt hjá þér með Túnis, en Líbía er mun mikilvægara hvað snertir auðlindir.

Sem forfallinn heimsstyrjaldarnörd hef ég farið margsinni í huganum um vígstöðvarnar í Norður-Afríku allt frá Casablanca í vestri til El-Alamein í austri, og talið frá vestri til austurs úir og grúir af frægðum örrustustöðum, svo El-Kebhir, Oran, Kasserine-skarð, þar sem Rommel vann sinn síðasta en skammvinna sigur, Bengasí, El Agheila og Tobruk.

Ómar Ragnarsson, 26.12.2013 kl. 21:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið villu, - á að vera Mers-el-Kebir að sjálfsögðu.

Ómar Ragnarsson, 26.12.2013 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband