"Monumental Valley" Evrópu?

Á Kóloradóhásléttunni, sunnarlega í Utah í Bandaríkjunum, nokkru fyrir sunnan Koloradófljótið, er dalur einn með mögnuðum bergmyndunum sem ber nafnið Monumental Valley.

Á blómatíma kúrekamyndanna var dalurinn svo vinsælt tökusvæði fyrir þær myndir að hann hlaut frægð beinlínis fyrir það.

Sú var að minnsta kosti ástæðan fyrir því að við Helga fórum um þennan dal á kvikmyndaferðalagi okkar um suðvesturríki Bandaríkjanna.

Á Íslandi er úrval stórbrotinna sögusviða kvikmynda margfalt á við Monumental Valley.

Það er bæði kostur og galli, kostur vegna þess að þessi svæði gætu hlotið frægð vegna hins sama og Monumental Valley, en galli varðandi það að vegna þess hvað staðirnir eru margir, kynnu þeir að renna saman í eina stórt safn slíkra staða.

Ég hef skrifað drög að kvikmyndahandriti sem ég byrjaður að skrifa bók upp úr varðandi þann möguleika, að Þjóðverjar hefðu tekið Ísland af Bretum 6. október 1940, en það gátu þeir leikandi eftir því sem gögn sýna.

Í þessu verki leikur íslenskt landslag afar stór hlutverk og er þó allur hernaðurinn í seinni heimsstyrjöldinni undir varðandi vettvang atburða.

Það hefur bæði kosti og galla í för með sér. Kostirnir liggja í augum uppi en gallarnir í því að kvikmynd eftir þessu handriti yrði óhemju dýr. En Ísland fengi magnaða kynningu ef svona mynd yrði gerð.


mbl.is Ísland fær loks að vera Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri mun einfaldara ef þú segðir okkur frá því sem þú ert ekki að gera, Ómar minn.

Þorsteinn Briem, 26.12.2013 kl. 22:02

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skemmtileg hugmynd. Ég las einhverntíma bókina Fatherland, sem gerist í Berlín, eða Germaníu, árið 1962. Kennedy er að koma í opinbera heimsókn og hann mun hitta Hitler, fyrstur bandaríkjaforseta. Kennedy vill reyna að milda samband þjóðanna því kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Þýskalands nasismans getur aðeins endað á einn veg.

Það er gaman að lesa svona "alternative history" ef hún er vel gerð. Ég hlakka til að heyra meira af þessu verkefni.

Villi Asgeirsson, 26.12.2013 kl. 22:21

3 Smámynd: Davíð

Ég veit um útlendinga sem halda ekki vatni yfir Íslandi. Þeim finnst allt merkilegt við landið, sérstaklega að við séum ekki með her og berum ennþá einhverja virðingu fyrir lifandi fólki.

Davíð, 26.12.2013 kl. 23:30

4 identicon

Þetta er þegar komið inn í markaðssetningu ferðaþjónustunnar, - Iceland travel verður með "Walther Mitty" ferðir í sumar. Var að vinna aðeins fyrir þá í fyrra, - ætli maður verði ekki bara dressaður upp eins og Stiller í sumar, hehe.
Og Villi, - las þessa bók, og er að lesa aðra eftir Robert Harris núna. Þú tekur þarna umgjörðina, en aðal-plottið er náttúrulega glæparannsókn sem flettir ofan af helförinni svona í leiðinni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.12.2013 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband