Hver dagur er ígildi fæðingardags.

Hver einasti dagur í lífi okkar er merkisdagur og mikilvægur dagur.

Hver dagur sem okkur er gefinn til þess að vakna og lifa til kvölds á það sameiginlegt með fæðingardegi okkar, að hann er fyrsti dagurinn í því jarðneska lífi sem við eigum ólifað.

Þó er hver dagur eftir að við vöxum úr grasi í raun mikilvægari fyrir okkur en fæðingardagurinn að því leyti til að á hverjum ævidegi eftir uppvöxt erum við meðvituð um gildi hans, en þegar við fæddumst vorum við ómeðvituð um lífið og tilveruna.

Þess vegna er það mikils virði að byrja hvern dag eins vel og hægt er og njóta hans og nýta hann eins vel og kostur er. Því að fyrirfram vitum við ekki hvort hann verður ekki aðeins fyrsti dagur þeirrar ævi,sem við eigum eftir ólifaða, heldur einnig sá síðasti.

Og þess vegna er líka ástæða til þess að þakka að kvöldi fyrir hvern þann dag sem við fáum að vera ofar moldu.

Ég held líka, að miðað við rannsóknir á þeirri vinnslu á "gögnum" liðins dags, sem fer fram í svefni, sé nytsamlegt að skrá það helsta niður að kvöldi, vegna þess að stundum vilja mikilvæg atriði hafa gleymst daginn eftir.

Mín reynsla er líka sú að það síðasta, sem gert er fyrir svefninn, sé að að lesa eitthvað, skoða eða íhuga, sem manni finnst notalegt, áhugavert og skemmtilegt.   


mbl.is Fimm leiðir til að vakna betur á morgnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ígildi ekkert. Hver dagur er fæðingardagur einhvers. Fjölda fólks meira að segja. Þú veist, á hverri klukkustund fæðast mjög margir. Fleiri en þrír.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2013 kl. 16:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar fæddur ei í gær,
aldrei kallinn slugsar,
hjá Framsókn dauðinn færist nær,
fjandi lítið hugsar.

Þorsteinn Briem, 26.12.2013 kl. 17:16

3 identicon

Takk fyrir þetta Ómar

Hugvekja vel við hæfi fyrir mig sem kom við í Fossvogskirkjugarðinum í dag ásamt fjölda annarra

Grímur (IP-tala skráð) 26.12.2013 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband