Steingrímur Hermannsson var 25 árum á undan!

Steingrímur Hermannsson var yndislegur persónuleiki í þeirri viðkynningu sem ég fékk af honum og mér er minning hans afar kær.

Hann hafði einstaka hæfileika í mannlegum samskiptum sem nýttust honum vel í stjórnmálum og gerðu honum til dæmis kleift að halda saman stjórninni 1988-1991 á þann hátt að telja verður stjórnmálalegt afrek.

Við náðum vel saman af því að við áttum margt sameiginlegt, sýn í náttúruverndarmálum til dæmis, og báðir "tækjafrík".

Meðal tækjanna voru bæði bílar og myndavélar og á ég nokkrar óborganlegar sögur af því.

Hvað það síðarnefnda snerti, myndavélarnar, var Steingrímur einstakur.

Samskipti okkar vegna ferðar hans á fund með Yassir Arafat urðu að fréttaefni, vegna þess það spurðist út að ég hefði að hans ósk lánað honum litla kvikmyndatökuvél, sem hann gæti laumað á sér inn á fundinn með Arafat og tekið sjálfur myndir þar.

Þótti sumum hneykslanlegt að með þessu hefði ég gert Steingrím að starfsmanni og kvikmyndatökumanni Stöðvar 2!  

Í opinberri heimsókn til Kína var hann líka með sér myndavél og var svo ákafur í myndatökunni að Kínverjarnir rugluðust á honum og ljósmyndara og gerðu "honnör" fyrir ljósmyndaranum í stað Steingríms !  

Þessar "selfies" Steingríms voru 25 árum á undan þeirri bylgju sem farsímarnir hafa nú skapað í þeim efnum.

Steingrímur var fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn, sem fyrirfram spurði hve mikinn tíma hann myndi fá til svara í sjónvarpsviðtali og hélt sig innan við uppgefin mörk svo að ekki þurfti að stytta neitt.

Já, hann var einstakur maður, sem kunni að tala við alla eins og jafningja og var aldrei "merkilegur með sig" eins og henda vill marga.


mbl.is Ár sérkennilegra tískustrauma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Skemmtilegast þótti mér að heyra hann segja söguna af því þegar hann, með stuttum fyrirvara, fékk það hlutverk í hendur að sjá til þess að hér yrði haldin fundur í Hvítahúsinu við Sæbrautina sem átti að enda Kaldastríðið.

Hann hafði svo einstakan hæfileika á setja hlutina í raunverulegt og eðlilegt samhengi.

Davíð, 27.12.2013 kl. 01:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Má ekki bjóða þér pönnukökur?," spurði Halldór Ásgrímsson þegar ég hitti hann í Alþingishúsinu til að ræða fund Steingríms Hermannssonar og Arafats.

Gröðguðum í okkur pönnsur og Halldór brosti mikið.

Það er því mikill misskilningur að Halldór geti ekki brosað.

Hins vegar veit ég ekki hvort hann getur hlegið.

Þorsteinn Briem, 27.12.2013 kl. 02:11

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steingrímur var mikill stjórnmálamaður.Hann gunni lag á fréttamönnum.En hvort hann gaf einhver svör er annað mál.Oftast gleyminn eða hann mundi þetta ekki.En svörinn voru góð og fréttamenn glöddust.Kunningsskapur hans við Arafat hefur littlu skilað.Meðan palestinumenn viðurkenna ekki tilvist Israels verður pattstaða.Yfirlýsing Össurar um að ísland viðurkenni tilvist ríkis Palestínumanna hefur engu skilað.

Sigurgeir Jónsson, 27.12.2013 kl. 04:29

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera meðan Palestínumenn viðurkenna ekki tilvist ríkis Israels.

Sigurgeir Jónsson, 27.12.2013 kl. 04:33

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Beðið er eftir ljóðabók Vesturbæjaskáldsins.

Sigurgeir Jónsson, 27.12.2013 kl. 04:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bíð enn eftir að þú finnir Enter-takkann, Sigurgeir Jónsson.

Þorsteinn Briem, 27.12.2013 kl. 04:42

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki væri það verra að það kæmi úr munni skáldsins eitthvað krassandi um Halldór, eða þá bara um Framsóknarflokkinn.

Sigurgeir Jónsson, 27.12.2013 kl. 04:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef þú finnur Enter-takkann skal ég skrifa eitthvað krassandi hér, Sigurgeir Jónsson.

Þorsteinn Briem, 27.12.2013 kl. 04:48

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er greinilegt að skáldið er ekki tilbúið með kvaðskapinn.

Sigurgeir Jónsson, 27.12.2013 kl. 04:55

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur enn ekki fundið Enter-takkann, Sigurgeir Jónsson.

Þorsteinn Briem, 27.12.2013 kl. 04:56

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurgeir Jónson hefur engan Enter-takka, hann er án upphafs og enda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.12.2013 kl. 10:13

12 identicon

Næstskelfilegasta gerpi stjórnmálanna á Íslandi frá upphafi.

Heill áratugur, kenndur við flokkinn,  fór hér í vaskinn vegna óstjórnar hans,
á meðan efnahagslegur uppgangur var alls staðar annars staðar í álfunni.

Og nú er þriðja skrípið komið til valda úr sömu röðum sem býður þess
eins að slá þessum forverum sínum við.

Íslendingar eiga virkilega skilið þau viðundur sem þeir kjósa yfir sig
enda ekki öðrum um að kenna.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 27.12.2013 kl. 19:24

13 identicon

Sigtúnshópurinn gleymir ekki þeirri skelfingu sem hann stjórn gerði okkur þegar verðtrygging launa var afnumin.  Ég er en að borga þann kostnað síðan 1981.
Að öðru leit var hann eins og framsóknarleiðtogar hafa alla tíð verið, opnir í báða enda og ekkert að marka hans fögru orð fyrir kosningar. Það stóð ekki stein yfir steini og gerir ekki en þan dag í dag.

Haraldur (IP-tala skráð) 27.12.2013 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband