Afrek svipaðs eðlis og hjá berklalækningunum forðum.

Eitt helsta afrek læknavísindanna í síðustu öld var fólgið í því að ráða niðurlögum "hvíta dauðans," berklanna. Þessi hræðilegi sjúkdómur var einna verst hvað varðaði það að hann réðist á fólk á öllum aldri.

Ég er orðinn nógu gamall til að muna þá tíð þegar böl áfengissýkinnar réðist á unga sem gamla án þess að neinum skipulegum vörnum yrði við komið.

Áfengisbölið var miklu víðar en flesta óraði fyrir enda þöggunin og meðvirknin miklu meiri en nú.

Sjúkdómurinn réðst eins og berklarnir á fólk á öllum aldri. 

Allt í kringum mann var fólk, sem áfengið lék grátt, skapaði því miklar þjáningar og færði það í gröfina um aldur fram enda engin nútíma úrræði fyrir hendi né þekking á því hvernig hægt væri að ráða við þennan mikla vanda.

Engin veit hve margar þúsundir Íslendinga hefðu hlotið lækningu og verið hægt að bjarga ef stofnun eins og Vogur samtök með sama afl og SÁÁ hefðu verið á þeim tíma.

Á tímamótum í starfi samtakanna er hollt að íhuga það gagn sem þau hafa unnið fyrir land og þjóð.   


mbl.is Litið yfir farinn veg hjá SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband