23.1.2014 | 21:11
Lélegustu vítaspyrnur sögunnar ? Sama hornið!
Það stoðar lítið hvað leikmennirnir heita þegar þeir klúðra 3 vítaspyrnum af 10 í einni vítaspyrnkeppni eins og í leik Manchester United og Sunderland.
Markvörður Sunderland valdi hornið hægra megin við sig til að kasta sér í og verja þar komandi bolta.
Þetta, að "gefa horn" eða "velja horn" er yndislega sálfræðilegt atriði í knattspyrnu og handbolta.
Þannig kastaði Hjalti heitinn Einarsson sér sjö sinnum í röð í sama hornið í síðari hálfleik landsleiks Íslands við heimsmeistara Rúmena 1971 og hann hélt íslenska markinu hreinu í alls 14 mínútur í síðari hálfleik, en það tryggði Íslendingum jafntefli við snillingana rúmensku.
Þorsteinn Björnsson, hinn kattliðugi og litríki markvörður Framara, stóð við hliðina á mér og hrópaði upp: "Þetta á ekki að vera hægt! Af hverju prófa þeir ekki að skjóta í hitt hornið?!"
Hann hafði varla sleppt orðinu þegar næsta skytta Rúmena lyfti sér upp og hafði greinilega hugsað það sama og Steini, því að þrumufleygur hans stefndi eins og byssukúla niður í hitt hornið.
En Hjalti hafði greinlega hugsað það sama, því að hann skipti einmitt um horn í þessu skoti og varði skotið!!
Mata mætir á þyrlu til Manchester | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.