Óútskýrður munur.

Árekstraprófanir hafa lengi tíðkast hjá bílaframleiðendum og öðrum, sem láta sig umferðaröryggi varðaÁrekstrapróf 61.

Þannig er greint frá því í Katalog Automobile Revue 1961, sem ég á enn í fórum mínum, og þessar myndir eru teknar úr, hvernig Benz-verksmiðjurnar voru þá þegar farnar að útbúa sína bíla með fram- og afturendum, sem voru með "beyglusvæðum" (crump-zones) en styrkja miðsvæðið og gera farþegarýmið að nokkurs konar öryggisbúri.  

Fremri bíllinn er heill en öryggissvæðin hafa lagst saman á aftari bílnum við árekstur. Árekstrapróf 61-2

Það var raunar byrjað á þessu mun fyrr, til dæmis hjá Fiat og fleirum upp úr 1950 og þegar Chrysler Airflow var kynntur 1934 og síðar bílar með sjálfberandi byggingu, var þeim steypt fram af brekkubrúnum og látnir falla hátt fall til að sýna hve vel þeir kæmu út úr því.

Tucker 1948 var með niðurgreyptum stjórntökkum og sérstökum "flóttaklefa" (escape cell) fyrir framan framsætisfarþega.

En ekkert öryggistæki hefur gert eins mikið gagn og bílbeltið og raunar er forsenda fyrir gagni af líknarbelgjum og öðrum öryggisatriðum nútíma bíla að allir séu alltaf með beltin spennt.

Það vekur athygli hve sumar niðurstöður IIHS-prófunarinnar sem sagt er frá á tengdri frétt á mbl.is eru ólíkar niðurstöðum evrópsku NCAP-prófunarinnar, sem er svo mikilvæg fyrir bílaframleiðendur á þeim markaði, að þeir keppa eftir því að fá minnst fjórar til fimm stjörnur.

Einkum er himinhrópandi munur varðandi Fiat 500 sem fær fimm stjörnur hjá NCAP en er meðal þeirra verstu hjá IIHS.

Forðum voru prófin fólgin í því að bílunum var ekið beint á vegg, en síðustu árin var því breytt í Evrópu til samræmis við verstu árekstrana, sem voru þannig, að höggið kom aðeins framan á vinstri helming bílsins beint fyrir framan bílstjórann.


mbl.is Chevrolet Spark skástur í IIHS-prófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eins og áður hefur komið fram tók IIHS upp nýtt próf árið 2012, eða árekstur á framenda með lítilli skörun.

Það próf hefur reynst mörgum bílaframleiðendum erfitt og það sama á við að þessu sinni."

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband