90% verkefna borgarstjórnar eru ekki flokkspólitísk.

Þegar fjórflokkurinn var upp á sitt besta frá 1942-2010 tókst honum með yfirráðum yfir fjölmiðlum og stjórn almennrar umræðu að njörva mestalla byggðapólitík í sama far og landspólitík.

Raunar hafði uppstillingin vinstri-hægri verið alls ráðandi í bæjarpólitíkinni áratugina á undan og nefna má einstök dæmi um að slíkt hefði orðið að deiluefni í Reykjavík eins og kom fram í Gúttóslagnum 1932. En þrátt fyrir hann hélt flokkurinn meirihluta sínum því að Reykjavík tókst Sjálfstæðisflokknum með einni fjögurra ára undantekningu, 1978-82, að stilla málum þannig upp að annað hvort kaustu "eitt heilsteypt og traust framboð"  eða "sundrungarhjörð" hinna flokkanna.

Sama gerðu raunar sósíalistar í Neskaupstað.

Þar að auki var það blásið upp hvernig úrslit í byggðakosningunum í heild og þó einkum í Reykjavík gætu haft gríðarleg áhrif á línurnar á landsvísu.

Þetta var til dæmis blásið upp þegar Alþýðuflokkurinn beið afhroð í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík 1958 og í kjölfarið sprakk vinstri stjórnin, sem flokkurinn var í.

1978 féll meirihluti Sjálfstæðismanna í borginni, og strax í kjölfarið komu alþingiskosningar með afhroði stjórnar Sjalla og Framsóknar og vinstri ríkisstjórn.

1982 var Sjálfstæðisflokkurinn svo heppinn að fá í forystu í borginni einhvern magnaðasta unga stjórnmálamann aldarinnar, Davíð Oddsson, sem lék sér einn gegn þremur að því í frægum sjónvarpskappræðum að fara á kostum með því að etja hinum saman og gera "sundurleit" sjónarmið þeirra hlægileg.

Þáttaskilin 1994 þegar R-listinn varnn Sjallana voru aðeins þáttaskil að hálfu, - eftir stóð að átökin næstu 16 árin voru á milli vinstri og hægri, - nákvæmlega það sem fjórflokknum hentaði best.

Hin raunverulegu og hugsanlega endanlegu þáttaskil urðu, þegar REI-klúðrið dundi yfir 2007 og í kjölfarið mesti farsi allra tímaí sögu byggðastjórnmála á Íslandi, myndun fjögurra mismunandi meirihluta með fjórum borgarstjórum á innan við tveimur árum, auk mikilla áhrifa af Hruninu 2008.

Þótt kyrrð kæmist á borgarmálin 2009-2010 þegar borgarfulltrúarnir áttuðu sig á því hvers konar arfa mistök þeir höfðu gert allir saman, var það of seint, - almenningur mundi bara eftir stanslausum æsifréttum úr borgarstjórn árin á undan og þögnin og samlyndið í borgarstjórn í lok kjörtímabilsins skilaði engu, gerði jafnvel illt verra, af því að margir tóku þetta ástand sem merki um algeran doða og fjórflokksljurðunnar,  sem væri dauð.

Afleiðingin varð mesta refsing sem íslenska flokkakerfið hafði fengið þegar Jón Gnarr þaut eins og fuglinn Fönix upp í borgarstjórastólinn og fyllti upp í tómið eða öllu svartholið sem hafði myndast í borgarpólitíkinni.

Þáttaskilin virðast ætla að verða til farmbúðar ef marka má skoðanakannanir nú þegar 40% ætla að kjósa eitthvað annað en fjórflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins helmingurinn af því sem áður var.

Hvers vegna?

Líklega vegna þess að frá 2010 hefur ekki verið hægt að blása borgarmálefnin upp í það að snúast um pólitík til vinstri eða hægri sem reisi og felli ríkisstjórnir,  heldur kemur ein staðreynd út úr rykinu, sem þyrlað hafði verið upp í fjórflokksbardögunum í næstum heila öld:

90% af viðfangesefnum borgarstjórnar koma landspólitík, þessari gömlu skiptingu í hægri og vinstri, ekkert við.   

Óvart viðurkenndi Sjálfstæðisflokkurinn þetta meðan hann réð borginni einn með því að stunda félagslega velferðarpólitík í borginni til þess að laða að sér fólk, sem annars kaus flokkinn ekki, og með því að reyna að afgreiða sem snyrtilegast þessi 90% borgarverkefna sem koma flokkapólitík ekkert við.  


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áður margur kónginn kaus,
kóngur sá er fallinn,
gáttaður nú gengur laus,
og grasið bítur kallinn.

Þorsteinn Briem, 27.1.2014 kl. 21:17

2 identicon

Jónas Kristjánsson fjallar einmitt um þetta thema í pistli í dag, undir nafninu; 

Deiglan er í borginni.

"Þótt nýir flokkar fái 40% fylgi í Reykjavík, þýðir það ekki svipað fylgi í öðrum kjördæmum. Utan Reykjavíkur er fólk fastara í gömlum venjum og þægara við bófana, sem ráða landinu. Samt er þetta mikill sigur nýrra tíma, því að Reykjavík er deigla Íslands, þar sem hlutirnir gerast. Sjálfstæðisflokkurinn festist þar í 25% fylgi og Framsókn er blessunarlega að nálgast núllið. Með þessu ráðherraliði eru bófaflokkunum allar bjargir bannaðar í höfuðborginni, þótt þeir skrimti annars staðar. Gefur von um, að þrælaþjóðinni sé ekki alls varnað. Hún muni fyrr en síðar hrifsa frelsið undan hefðbundnum bófaflokkum."

 

Styrmir Gunnarsson gerir hinsvegar allt sem hann getur til að ala á sundrung og æsa menn upp í öfgakenndri flokkspólitík.

 

Kjánalegir "Scharfmacher", eins og slíkar persónur nefnast á þýsku.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 21:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vestan Kringlumýrarbrautar er meðal annars þessi starfsemi í Reykjavík:

Útgerð, fiskvinnsla og tengd starfsemi:

Reykjavíkurhöfn, þar sem meðal annars eru hvalaskoðunarfyrirtæki, og hvergi annars staðar er landað meira af botnfiski hér á Íslandi og jafnvel í öllum heiminum, fiskvinnsla og útgerð Granda hf., Fiskkaup hf. og fleiri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, Lýsi hf., Icelandic Group, Hafrannsóknastofnun og Slippurinn.

Háskólar:


Háskólinn í Reykjavík, svo og flestar deildir Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Framhaldsskólar:


Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Tækniskólinn.

Dómstólar:


Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur.

Verslanir:


Um tvö hundruð verslanir við Laugaveg einan, þar sem um eitt þúsund manns starfa, um tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu, Skólavörðustíg, Lækjargötu og Austurstræti.

Um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús.

Og fjölmargir skemmtistaðir.

Heilbrigðismál:


Landspítalinn, Landlæknir, Íslensk erfðagreining, Heilsugæslan Miðbæ, Rauði krossinn í Reykjavík, Krabbameinsfélagið, Blóðbankinn, Sjálfsbjörg, læknastofur, augnlæknastofur, tannlæknastofur, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, sjúkranudd, fótaaðgerðarstofur, Nálastungur Íslands og Vinnuvernd ehf.

Hjúkrunarheimili:


Grund, Droplaugarstaðir og Sóltún.

Samgöngu- og ferðamál:


Reykjavíkurflugvöllur, Vegagerðin, Ferðamálastofa, Arctic Adventures, bílaleigur, leigubílastöðvarnar BSR og City Taxi, Samgöngustofa, Umferðarmiðstöðin, bifreiðaumboðið Hekla, skrifstofur Icelandair og Wow Air.

Dohop, ferðaskrifstofur, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Upplýsingamiðstöð Íslensks ferðamarkaðar, söluskrifstofa hópferðabifreiða við Lækjartorg, bifreiðaverkstæði, hjólbarðaverkstæði, smurstöðvar, réttingaverkstæði og mannaðar bensínstöðvar.

Fjármál:


Seðlabankinn, Höfuðstöðvar Landsbankans og Arionbanka, svo og útibú þeirra og Íslandsbanka í Lækjargötu, Hótel Sögu, Borgartúni 33 og við Hagatorg, útibú MP banka í Borgartúni 26, Auður Capital, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna, lífeyrissjóðirnir Gildi, VR, Kauphöllin og peningasendingafyrirtækið Western Union.

Reykjavíkurborg:

Ráðhúsið, Perlan, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, háhýsin við Höfðatorg, þar sem skrifstofur Reykjavíkurborgar eru meðal annars til húsa og verið er að reisa sextán hæða hótel.

Íslensk og erlend stjórnsýsla:


Alþingi, Umboðsmaður Alþingis, forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið. landbúnaðarráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, menntamálaráðneytið, félagsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, umhverfisráðneytið og heilbrigðisráðuneytið og skrifstofa forseta Íslands,

Útlendingastofnun, sendiráð Rússlands, Japans, Bandaríkjanna, Kanada, Kína, Indlands, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Póllands, Danmerkur, Noregs og Finnlands, svo og Færeyska ræðismannsskrifstofan.

Tollstjórinn, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Ríkislögreglustjóri, fangelsið við Skólavörðustíg, Ríkissáttasemjari, Ríkisskattstjóri, Ríkisendurskoðun, Ríkiskaup, Skattrannsóknastjóri, Ríkissaksóknari, Sérstakur saksóknari, Sýslumaðurinn í Reykjavík, Hagstofa Íslands. Þjóðskrá Íslands, Minjastofnun Íslands og Fornleifastofnun Íslands.

Menning:


Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðarbókhlaðan, Borgarbókasafnið, Þjóðminjasafnið, Sjóminjasafnið Víkin, Norræna húsið, Kjarvalsstaðir, Listasafn ASÍ, Þjóðleikhúsið, leikfélagið Hugleikur, Vesturport, Stúdentaleikhúsið, Austurbær, sviðsbúnaðarfyrirtækið Exton og Reykjavíkurakademían.

Nýlistasafnið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Landnámssýningin, Volcano House, Volcano Show, listagallerí, Höfði, Háskólabíó, Regnboginn, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Undraland kvikmyndir, Evrópa kvikmyndir og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Ýmis þjónusta og tæknifyrirtæki:


Internetfyrirtækið CCP, Internetþjónustan Hringiðan, Advania, Netheimur, Talnakönnun, Tryggingastofnun ríkisins, Veðurstofa Íslands, Björgunarmiðstöðin, afgreiðsla Íslandspósts, bókaútgáfur, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fulbright stofnunin), Alliance Française, Evrópustofa, Íslandsdeild Amnesty International, skrifstofur Hótels Eddu, Fosshótela, Landverndar, svo og tölvufyrirtækið Nýherji.

Auglýsingastofur, arkitektastofur, verkfræðistofur, ljósmyndastofur, bakarí, Veisluþjónustan Fagnaður, fasteignafélögin Eik og Landfestar, byggingafyrirtækin HBH Byggir,  húsaviðgerðir, húsgagnabólstrun, fatahönnun, listmunagerð, fasteignasölur, leigumiðlun, lögfræðistofur, endurskoðunarstofurnar PricewaterhouseCoopers, Ernst & Young og KPMG.

Willard Fiske Center, dagblaðið DV, Kjarninn miðlar, Útgáfa og hönnun, International Modern Media Institute, Valhöll, skrifstofur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, og Vinstri grænna.

Kjarnar ehf., Dýralæknastofa Dagfinns, fatahreinsanir, þvottahús, hársnyrtistofur, hárgreiðslustofur, saumastofurnar Klæðskerahöllin og Saumsprettan, raftækjaviðgerðir, Snyrtistofan Gyðjan, skósmiðir, endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust og ræstingafyrirtæki.

Hótel:


Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir), Hótel Saga, Hótel Holt, Hótel Þingholt, Hótel Plaza, Hótel Arnarhvoll, Hótel Klöpp, Hótel Skjaldbreið, 101 Hótel, Hótel Borg, Hótel 1919 í gamla Eimskipafélagshúsinu, Hotel Marina, Kex Hostel, Black Pearl Apartment Hotel, Hótel Leifur Eiríksson og Hlemmur Square.

Hótel Klettur, 4th Floor Hotel, Best Western Hotel, Blue Arctic Hotel, Bus Hostel, City Center Hotel, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind, Hótel AdaM. Hótel Flóki, Hótel Frón, Hótel Garður, Hótel Hilda, Hótel Óðinsvé, Hotel Reykjavík Centrum, Hotel Cabin, Metropolitan Hotel, Hótel Örkin og Hotel Adam.

Gistiheimili:


Þrjár systur, Kastalinn Lúxusíbúðir, Gistiheimilið Bröttugötu, Gistiheimili Snorra, Dalfoss, Konrads Guesthouse, Gista íbúðir, Barónsstígur Central, Farfuglaheimilið Vesturgötu, Hostel B47, Art Centrum, Bus Hostel, farfuglaheimilið Loft og Alba Guesthouse.

Gistiheimili Hjálpræðishersins, Gistiheimilið Forsæla, Sunna gistihús, Áróra gistihús, Gistihúsið Andrea, Bella gistihús, Gistihúsið Luna, gistihúsið Víkingur, Anna gistihús, The Capital Inn, Gistihúsið Egilsborg og Thor Guesthouse.

Stéttarfélög og lífeyrissjóðir:


ASÍ, BSRB, Samtök atvinnulífsins, Efling, Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Sjómannasamband Íslands, Leiklistarsamband Íslands, Landssamtök lífeyrissjóða. lífeyrissjóðurinn Gildi, Almenni lífeyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verkfræðinga,
Lífeyrissjóður bænda.

Vista séreignasjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður tannlækna og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.

Guðshús:


Biskupsstofa, Hallgrímskirkja, Dómkirkjan í Reykjavík, Neskirkja, Landakotskirkja, Fríkirkjan í Reykjavík, Fossvogskirkja, Háteigskirkja, Fíladelfía, Kirkja sjöunda dags aðventista, Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Kirkja óháða safnaðarins, safnaðarheimili við kirkjur og Menningarsetur múslíma.

Íþrótta- og félagsstarfsemi:


Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR), Valsheimilið og þeirra íþróttavellir, þrekþjálfunarstöðvar, félagsmiðstöðvar og frístundamiðstöðvar við grunnskóla.

Sundlaugar:


Vesturbæjarlaug og Sundhöll Reykjavíkur.

Tónlistar- og söngskólar:

Söngskólinn í Reykjavík, Söngskólinn Domus Vox, Suzukitónlistarskólinn, Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Tónskólinn Do Re Mi, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar.

Dans- og ballettskólar:


Kramhúsið, Ballettskóli Eddu Scheving, Danssmiðjan og Dansskóli Jóns Péturs og Köru.

Myndlistaskólar:


Myndlistaskólinn í Reykjavík.

Happdrætti:


Spilasalir Háspennu, happdrætti Háskóla Íslands, DAS og Krabbameinsfélagsins.

Þorsteinn Briem, 5.2.2014 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband