31.1.2014 | 12:23
Alltof oft draumur sem verður að martröð.
Allt frá ritun boðorðanna tíu til okkar dags hefur mannkynið dreymt um hið fullkomna þjóðfélag, Útópíu.
Á síðustu öld tókust á hugmyndakerfi stórvelda í mannskæðustu styrjöldum sögunnar og enn í dag er það svo þar sem svona hugmyndir skutu rótum, að draumurinn verður alltof oft að martröð.
Í hádegisfréttum var greint frá því að afleiðingum áfengisdrykkju í Rússlandi megi líkja við drepsótt, svo mjög lækka afleiðingar hennar meðalaldur þjóðarinnar, einkum karlmanna.
Í draumaríki Sovétsins áttu allir að geta lagt skerf sinn til þjóðfélagsins eftir getu og uppskorið eftir þörfum. Allir vita hvernig þetta fór, draumaríki "alræðis öreiganna" snerist upp í andhverfu sína, grimmilega kúgun og ófrelsi.
Roosevelt Bandaríkjaforseti setti heiminum öllum markmið um fjórfrelsið, frelsi til skoðana, tjáningar og trúarbragða og frelsi frá ótta og skorti.
Ameríska drauminum um að öllum myndi vegna best í þjóðfélagi óskerts frelsis til athafna er sífellt ógnað af vaxandi njósnum ríkisvaldsins, vaxandi misrétti þar sem örfáir eiga og njóta yfirgengilegra mikilla fjármuna, en ótrúlega stór hluti landsmanna lepur dauðann úr skel.
Í þessu landi frelsisins sitja fleiri í fangelsum en dæmi eru um annars staðar og samt eru glæpamenn þar umsvifamiklir svo af ber og trúin á mátt byssunnar í sókn og vörn hvergi meiri.
Ameríski draumurinn varð að martröð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dauðsföll vegna áfengisdrykkju hafa eitthvað að gera með vellíðan í þjóðfélögum? Einstaklingar sem ekki fá að blómstra eða verða undir í skipulaginu eða mannlífi eru í áhættuflokki. Mannlegar þarfir eru ekki flóknar, en til að uppfylla þær hjá ólíkum einstaklingum þurfa að vera margvíslegar lausnir.
Oft er auðvelt að sjá vankantana hjá öðrum þjóðum en sömu veikleikar geta verið hjá viðkomandi í annarri mynd. Hjá Bretum var mikill áfengisneysla hjá unglingum til skamms tíma og pöbbar á hverju götuhorni. Opnunartími takmarkaður. Hér var unglingadrykkja áður í formi sterkra drykkja og aldurstakmörk varla virt, opnunartími veitingastaða fram undir morgun.
Stórþjóðir næst okkur virðast allar eiga við mikill vandamál en margt er gott hjá þeim. Aldurstakmörk í Ameríku eru miðuð við 21 árs aldur þegar kemur að veitingum á börum. Hér ekki vel séð ef menn hafa á orði að eitthvað sé að áfengisdrykkju einstaklinga. Meðvirknin er mikill og hreinskilni vantar, tala hreint út.
Í Ameríku gefa dómarar brotamönnum möguleika á minni refsingu ef viðkomandi fer í áfengis eða fíkniefnameðferð. Hér læra of margir af biturri reynslu. Margt má varla ræða. Vanlíðan er sjaldan metin til málsbóta en góður gjörningur ætti að vera það. Orð eru til alls fyrst. Ekki mikill speki það?
Sigurður Antonsson, 31.1.2014 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.