Það var hlegið að spádómi um þetta 1950.

Toyota efst, VW nr 2. Það eru fréttir dagsins en svo ótrúlegt sem það virðist, var þessu spáð fyrir 64 árum. Preston Tucker hét þessi spámaður, en um hann gilti það að enginn er spámaður í sínu föðurlandi.  

Þegar Tucker kynnti byltingarkenndan bíl undir sínu nafni árið 1948 tóku stóru bandarisku bílaframleiðendurnir hressilega við sér og nýttu sér yfirburði í tengslum og völdum, sem lágu inn á Bandaríkjaþing til einstakra þingmanna. Tucker´´48

Tucker var að vísu helst til bjartsýnn, færðist mikið í fang og aðeins 51 bíll var smíðaður áður en framleiðslan fór í þrot, enda sóttu óvildarmenn hans að honum úr mörgum áttum til að koma honum á kné og hreinlega ganga frá honum.

Hann sætti alvarlegum ákærum fyrir fjársvik og fleira og réttarhöldin stóðu fram í janúar 1950, en þá var hann sýknaður af þeim öllum.

Í lok réttarhaldanna sagði Tucker að ef Bandaríkjamenn ætluðu að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefði verið í bílaframleiðslu þeirra myndi sá dagur koma sem andstæðingar þeirra í Heimsstyrjöldinni síðari myndu taka forystuna í bílaframleiðslu heimsins.

Þessi ummæli vöktu skellihlátur allra viðstaddra, svo fráleit þóttu þau, Þýskaland búið að vera í rústum frá stríðslokum og Japan illa leikið líka, - bílaframleiðsla í þessum löndum innan við 1% af framleiðslunni í Bandaríkjunum. 

General Motors framleiddi næstum helming bíla í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn framleiddu 75% allra bíla í heiminum. Það þýddi að GM framleiddi um þriðjung allra bíla heimsins og hafði verið í yfirburðastöðu í 20 ár.

Sagt var að það sem væri gott fyrir GM væri gott fyrir Bandaríkin, enda töldu valdhafarnir þar sig tilneydda að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti 2008-2009.

Nú er svo komið að efst á blaði bílaframleiðenda heimsins eru japanskt fyrirtæki og þýskt.

Sá hlær best sem síðar hlær, segir máltækið, og það á svo sannarlega við um ummæli Prestons Tuckers 1950. Hann gæti sagt eins og sagt var í einni af þjóðsögunum: "Ný skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður. "   

 


mbl.is VW segist komið fram úr General Motors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er orðið þannig hja mer að ef billin er ekki toyota þa lit eg ekki við honum þannig hefur það verið i yfir 15 ar en ef eg myndi breyta til irði það unimog

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 00:22

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Bílar frá japan seljast í dag á ímynd og öflugri markaðsetningu. Þeir eru löngu hættir að seljast vegna gæða eða tækni sem er í þeim.

Fyrir 60 árum var framleiðsla á bílum hátækni, í dag er þetta bara neysluvara svipað og ladbúnaðarvörur þess tíma. Tæknilega bilið milli þessara þjóða hefur aukist mikið á þessum tíma og því má segja að Tucer hafi haft rangt fyrir sér því hann var í reynd að tala um tæknilega stöðu þessara þjóða.

Guðmundur Jónsson, 2.2.2014 kl. 21:23

3 Smámynd: Einar Steinsson

Helgi Ármannsson, ef þú ekur um á Toyotu fólksbíl þá er hann nokkuð örugglega framleiddur í Bretlandi eða Tékklandi og ef þú ert á HiLux þá kemur hann frá Suður-Afríku eða Tailandi. Líklega er eini möguleikinn til að fá "Japanska" Toyotu í evrópu í dag að kaupa Land Cruser.

Einar Steinsson, 3.2.2014 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband