5.2.2014 | 13:44
Nú vantar djúpstæða rannsóknarblaðamennsku.
Eitt af afleiðingum Hrunsins var stórskerðing á getu fjölmiðlanna.
Þeir töldu sig tilneydda að segja reynsluboltum upp, fækkað starfsfólki mikið og ráða ódýrari starfsmenn. Afleiðingin er vaxandi kranablaðamennska og sár vöntun á djúpri og vandaðri rannsóknarblaðamennsku því að óskiljanlegar mótsagnir blasa við í fréttum af sjávarútveginum.
Þrátt fyrir stórlækkað veiðigjald eru sagðar fréttir af því að hætta verði við útgerð stærstu og öflugustu skipanna hér við land.
Sagt er að minni útgerðirnar þoli veiðigjaldið verst en samt koma svona fréttir frá stórútgerðum.
Á sama tíma eru dæmi um að eigendur stórra útgerðarfyrirtækja úthluti sjálfum sér hundruð milljóna króna í árlegan arð og það úr fyrirtækjum, sem fengu afskrifaða milljarða eftir Hrunið.
Á sama tíma má víða þekkja það hverjir eiga þessi fyrirtæki á stórum villum þeirra í viðkomandi plássum með jafnvel mörgum bílskúrum og stærstu glæsijeppunum.
Sagt er að útgerðin við Afríku borgi sig betur en á Íslandsmiðum.
Fregnir berast af rányrkju á þessum fjarlægu miðum, jafnvel verri en stunduð var af Englendingum við Ísland þegar landhelgin var lítil og að við förum verr með fátækar þjóðir í Afríku en Englendingar fóru með okkur.
Nú vantar djúpa, mikla og vandaða rannsóknarblaðamennsku til að útskýra þessu mótsagnarkenndu mynd.
Það halda allir að útgerð sé djók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Versta birtingarmyndin er afleitt málfar yngri fréttamanna á sjálfri RÁS 1. Þessi stökkbreytta afbökun er reyndar líka á mbl.is Samt þekkki ég marg ung fólk sem talar ágæta íslensku. Eru bara klíkuráðingar. Engin próf? Les enginn yfir?
Þjóðólfur ´ (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 13:50
...Samt þekki ég margt ungt fólk sem talar og skrifar ágæta íslensku!
Þjóðólfur II (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 13:52
ÉG svo innilega sammála þér Ómar. Við eigum svo fáa alvöru rannsóknarblaðamenn hér,hægt að telja þá á fingrum annarrar handar.Nokkrir sem upplýsa okkur starfa ekki einu sinni sem blaðamenn samanber Lára Hanna og Steini okkar Briem hér sem uppfræða okkur hér með staðreyndum sem leggst ansi illa í marga. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Sorglegast er kannski fólkið sem lætur telja sér trú um hlutirnir séu gulir þótt þeir séu í rauninni grænir bara til þess að þóknast græðgisöflum. Aumastir eru þeir.Og það eru ca 60% þjóðarinnar því miður.
Ragna Birgisdóttir, 5.2.2014 kl. 14:07
Já, Ómar er nema von að þú spyrjir.
Fjölmiðlar virðast hreinlega vera getulausir að fjalla um þessi mál.
Engin vill "rugga bátnum".
Það segir svo mikið að þeir geta gert og sagt í rauninni hvaða kjaftæði sem er, og menn kokgleypa, þ.e. fjölmiðlarnir.
Þvílík meðvirkni sem er alltaf hreint í gangi. Ef við lítum t.d. á Kastljósið. Helgsi Seljan sem maður veit að skellir sér í "bestu bitana" á verðtíðinni. Sigmar, þar sem bróðir hans er einn helsti talsmaður fjármálafyrirtækja, og síðan Þóra, sem kannski einna helst gæti gert eitthvað af viti, en hún er nátengt inn í Moggann, og þarf ekki meira til að hræða fólk að fjalla um þetta af einhverju viti. Síðan kannski þó að það vilji það, þá einhvern veginn hefur það svo oft horft upp á að það sé til lítils.
Helst að Lára Ómarsdóttir hafi þorað að blása örlítið frá sér, en í raun er það ekki mikið, miðað við hvað þessi mál eru á skjön við allt.
Jóhannes A. (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 14:07
Sé enga sjómenn mótmæla við Alþingishúsið í dag.
Treysta sér trúlega ekki út á skautasvellið á Austurvelli.
Guðmundur í Brimi var nágranni minn um tíma og byggði svo stóra villu eftir bankahrunið 2008 að enginn komst þar yfir nema fuglinn ljúgandi.
Þorsteinn Briem, 5.2.2014 kl. 14:42
Innbyggjarar eiga bara ekkert betra skilið. Þeir kusu Dabba og Dóra aftur og aftur, trekk í trekk, amatörana, sem lögðu grunnan að rústalagningu landsins. Þjóðargjaldþrot, skuldir upp á þúsundir milljarða.
Einnig kom enginn maður til greina í embætti forsetans, nema Óli ræfillinn, sem er orðinn slíkt "embarrassment" fyrir þjóðina, að best væri að taka af honum vegabréfið.
Síðan fólu þeir braskara og innherja strákum að stjórna landinu. Eitt af þeirra fyrstu verkum, eftir að hafa troðið í sig pönnukökum og rjóma, var að ganga á milli bols og höfuðs á RÚV, þeirri stofnun sem þjóðin bar mest traust til.
Þá höfum við kjána samtök eins og Heimssýn og Evrópuvaktir aldraðra, sem trúa því að öll okkar vandamál séu ógeðslega vondum útlendingum um að kenna.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 15:46
Sammála Hauki. Það er tæplega annað hægt en standa bara og skellihlægja að innbyggjum - eða að vísu varla hægt að standa heldur veltast svoleiðis um af hlátri. Heimska meirihluta innbyggja virðist vera ótæmandi. Þeir kjósa þetta ástand yfir sig aftur og aftur og aftur og aftur. Nú síðast kusu þeir td. framsóknarmenn útá myndir sem voru fótósjoppaðar fram úr öllu velsæmi. Það var eins og enginn tæki eftir hve auglúsingamyndir framsóknar af frambjóðendunum voru hroðaðalega fótósjoppaðar. Ekkert líkt fólkinu í raun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2014 kl. 16:20
VG og Samfylking fengu tækifæri til að breyta
því miður var það ekki nýtt til neins
En það þarf enga súperblaðmenn
hringekjan er byrjuð aftur þar sem menn semja við hvorn annan um ofurlaun
af því það "tíðkast"
þá þarf ekki að skrifa meir um það
og hægt er að snúa sér að meintum "leka" og einhverjum "ástandi" í Rússlandi
Grímur (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 17:58
Takk Ómar þetta er nákvæmlega málið!
Sigurður Haraldsson, 5.2.2014 kl. 19:21
London heimsveldis-hagkerfið? Lifir einhver það af, að benda á sannleikann? Og ef þagað er yfir sannleikanum, þá lifir lýðurinn ekki heldur af? Fjármálakerfi heimsins er gjaldþrota.
En einhverjir vilja framlengingu á lyginni, eða halda að innistæðulausu peningarnir streymi frá Guði almáttugum eða frá bönkunum? Mikil er trú sumra.
Maður veit ekki hvort er betra að hlægja eða gráta, yfir því hvernig er búið að heilaþvo, kúga og samviskuforherða fjölmarga vítt og breitt um heiminn.
Það er ekkert hægt að gera ef allir bíða bara eftir að hinir segi frá sannleikanum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.2.2014 kl. 21:36
Sumir eru betri í kranablaðamensku en aðrir.Og þurfa ekki að vinna á fjölmiðli til þess.st. br. þarf ekki að taka þetta til sín, en ég get ekki bannað honum það.Ársreikninga sjávarútvegsfyrirtækja geta allir nálgast sem vilja ekki stunda kranablaðamennsku.
Sigurgeir Jónsson, 5.2.2014 kl. 22:12
Þú ert afar sérstakur maður Ómar.
Það eru sennilega fáir einstaklingar sem skrifa pistla með jafn miklum rangfærslum, svo maður segi ekki lygum, en kalli um leið eftir betri blaðamennsku.
Svolítið kómískt að sjá mann ryðja út úr sér DV lygum, og kalla um leið á betri blaðamennsku.
En auðvitað ertu ekki að kalla eftir betri blaðamennsku, þú ert bara að nota tækifærið til að dreifa áróðri, sem er í senn lygi, fölsun og ýkjur. Og svo bíður þú rólegur þar til DV kommentararnir kvitti undir pistilinn með hefðbundnu hatri.
Litlar hatursgrúppur eru svo sem engin nýlunda, þær hafa verið til, eru til og verða til.
Hilmar (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 22:26
Sæll Ómar.
Hvar var hin "djúpstæða rannsóknarblaðamennska" fyrir hrun?!
Húsari. (IP-tala skráð) 6.2.2014 kl. 00:01
"Þrátt fyrir stórlækkað veiðigjald eru sagðar fréttir af því að hætta verði við útgerð stærstu og öflugustu skipanna hér við land." Veiðigjaldið var ekki lækkað, það bara hækkaði ekki eins mikið og fyrri stjórn hafði ákveðið.
"Sagt er að minni útgerðirnar þoli veiðigjaldið verst en samt koma svona fréttir frá stórútgerðum." þegar stórútgerð segir upp 40 og tekur skip úr veiðum þá er það frétt. Þegar 15 einyrkjar segja upp 120 skipverjum og selja báta og kvóta til Granda og Samherja taka fjölmiðlar ekki eftir því.
"Á sama tíma eru dæmi um að eigendur stórra útgerðarfyrirtækja úthluti sjálfum sér hundruð milljóna króna í árlegan arð og það úr fyrirtækjum, sem fengu afskrifaða milljarða eftir Hrunið." Altalað í bloggheimum en gaman væri að fá tvö, þrjú raunveruleg dæmi. Annars er þetta bara eitthvað bloggheima Lúkas bull.
"Á sama tíma má víða þekkja það hverjir eiga þessi fyrirtæki á stórum villum þeirra í viðkomandi plássum með jafnvel mörgum bílskúrum og stærstu glæsijeppunum." Það er gaman að rifja upp hverjir hræðilegustu eignamenn Íslands hafa verið undanfarna áratugi. Kaupmenn sem ráku eitthvað stærra en 30 fermetra hverfisverslun voru lengi vel mestu glæpamennirnir. Tannlæknar áttu allir að eiga stærstu einbýlishúsin og henda Bing og Gröndal matarstellinu ef diskur brotnaði. Bankastjórar sem borðuðu gullhúðaðan ís í hvert mál og þeir einu sem skákuðu þeim voru skemmtikraftar með tugmilljónir á mánuði svart eins og Bubbi, Laddi og Ómar. Og nú skal þessum útgerðarmönnum sem allir búa í stórum villum með marga bílslúra og jafnvel fleiri bíla fá að blæða fyrir ósvífnina.
Enginn er sannur Íslendingur nema hann sé gjaldþrota fjárhagslegur óviti sem býr í lekum kjallara.
Hábeinn (IP-tala skráð) 6.2.2014 kl. 02:11
Ómar, ef verslun tekur vöru sem kostar 5.000 kr hækkar vörunar um 15.000kr (20.000kr) og gefur svo 10%, er það afsáttur? Nei, það er það ekki og þú ættir að vita betur.
Annars eru ekki öll sjáfarútvegsfyrirtæki að greiða út arð, bara þau stærstu og nú eru vinstrimenn að þurra út einyrkjana og smáfyrirtækin , frábært hjá vinstriflokkum sem vilja meina að þeir stiðji litla manninn
Brynjar Þór Guðmundsson, 6.2.2014 kl. 06:41
Nú er ég ílla haldinn af fréttafíkn, en ég man ekki eftir þessari vönduðu blaðamennsku sem átti að hafa verið hér fyrir hrun.
Þvert á móti man ég ekki betur en að allir miðlar og fréttarstofur landsins hafi pumpað frá sér gagnrýnislaust öllum tilkynningum og yfirlýsingum sem þeim bárust frá fyrirtækjum og hagsmunaaðilum úti í bæ.
Þetta var nú m.a. nefnt alveg sérstaklega í skýrslu RNA, að aðhald fjölmiðla hafi ekki verið neitt og gagnrýnin engin.
Þannig að það hefur nú ekkert breyst, þetta hefur verið svona eins lengi og ég man eftir mér að blaðamennska á Íslandi felst í litlu öðru en að umorða litillega efni sem berst í gegnum tölvupóstinn og birta það.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.2.2014 kl. 11:03
Sumir segjast vera kristnir, og meina það líklega sem þeir segja.
En hvernig er hægt að ræna lýðinn sinni meðfæddu tilveru/trúarrétts-afkomu á jörðinni (og móður jarðar næringunni líka)? Og gefa sér þar að auki leyfi til þess, undir fölsku flaggi frelsara-kristninnar, að ræna fólk meðfæddu trúar/tilverufrelsinu, vegna siðlauss óréttlætis frá efstu hæðum heimsveldis-píramídans?
Það er víst ekki til eitthvað orð, sem heitir: frelsaralast?
Sumir sem segjast vera kristnir, og segjast vita hvað orðið: guðlast þýðir, og geta þá líklega útskýrt hvers vegna ekki er til orðið: frelsaralast? (last á sannleikanum, veginum og lífinu!).
Páfinn segist vilja bæta fyrir syndir heimveldisglæpamanna (riddarakrossaranna)! Karlinn Páfi gæti byrjað á að útskýra þetta heimsveldisstýrða frelsislast fyrir fórnarlömbum/föngum riddarakross-frímúraranna frelsissviptandi og einráðu (einræðisherra).
Þetta gæti orðið frekar flókið verkefni fyrir Páfann (og jafnvel fleiri). En hans hátign, Páfinn, þarf ekki að hafa áhyggjur af íþróttum í Rússlandi, á meðan hann veltir þessu frelsarans lasti fyrir sér frá öllum sjónarhornum.
Umfram allt er friðurinn, virðingin og náungakærleikurinn mikilvægur við sannleiks-opinberunina frá Páfanum heimsvaldhafandi.
Sumir bíða bara trúgjarnir og sjálfsábyrgðar-snauðir, eftir að frelsarinn sjái tilgang í að skreppa til jarðarinnar aftur? Hvers vegna ætti frelsarinn að sjá tilgang í að heimsækja þá, sem einungis vilja sannleiksboðskapinn og friðinn feigan?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2014 kl. 14:01
Hvað hét aftur hin knáa fréttakona sem vildi fá meira fútt í fréttina og bað um að kasta eggjum?Held að hún sé enn við störf á hinni hlutlausu fréttastofu RUV
BMX (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.