Stenst ekki loftgæðakröfur Kaliforníu vikum saman.

Fólk, sem kemur vestan af fjörðum til Reykjavíkur og hefur komið til mín í Grafarvogshverfið hefur haft orð á því við mig, hvað það varð undrandi yfir hinu fúla lofti sem lék um það hér og niðri við sjó, til dæmis í Vogunum.

Það hélt fyrst að þetta óloft hlyti að koma úr sjónum og undraðist það, af því að það vissi að mikið hefði verið gumað af hreinsistöðvunum, sem búið væri að reisa hér til þess að hreinsa sjóinn.

Síðan áttaði það sig á því að þetta var svona sterk brennisteinsfýla, sem berst með austanátt frá hinum "hreinu" virkjunum við Nesjavelli og á Hellisheiði.

Fyrir talsvert mörgum árum var upplýst að 40 daga á ári stæðist loft í Reykjavík ekki kröfur Kaliforníu um loftgæði. Ástandið hefur versnað síðan með stækkandi virkjunum, en ekkert hefur verið upplýst síðan um þetta, enda er það á skjön við ímyndina um "hina hreinu og endurnýjanlegu orku" sem Íslendingar séu í fararbroddi í heiminum við að framleiða, og ráðamenn þjóðarinar þreytast ekki á að mæra upp í eyru útlendinga hvenær sem þeir koma því við.

Við Reykvíkingar erum orðin samdauna þessu daunilla lofti en það getur stundum verið erfitt að plata útlendinga og fólk utan af landi.   


mbl.is Lítil loftgæði við Grensás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta er eins og í Helvíti!," fullyrti afi minn.

Amma:

"Hefur þú nú verið þar?!"

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 11:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malbik var 55% svifryks í Reykjavík að vetrarlagi fyrir áratug en einungis 17% í febrúar, mars og apríl síðastliðinn vetur.

Og salt var 11% svifryks fyrir áratug en einungis 3% síðastliðinn vetur.

"Frá árinu 2000 hefur notkun nagladekkja í Reykjavík verið könnuð árlega og var 67% veturinn 2000-2001 en komin niður í 38% síðastliðinn vetur."

"Auk minnkunar á notkun nagladekkja hafa orðið breytingar á malbikstegundum og malbikunaraðferðum sem hafa áhrif á slitþol malbiksins og um leið magn og gerð svifryks frá malbikinu."

"Miklabraut er lögð malbiki með innfluttri harðri grjóttegund sem á að gefa mikið slitþol.

Grensásvegur
er aftur á móti lagður malbiki með innlendri grjóttegund, þar sem slitþolið verður ekki eins mikið og með notkun innflutta grjótsins."

Samsetning svifryks í Reykjavík - Vegagerðin í september 2013

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 11:43

3 identicon

Þetta eru orð í tíma töluð , ég átti heima í Reykjavík fyrir 20 árum og þá var þetta betra, en þegar maður bregður sér í bæinn finnur maður skítalykt strax í Mosfellsbæ, þegar austan átt er , og furðar sig á því afhverju umhverfissinnar í bænum þola þetta , sennilega samdauna þessari lykt.

Svo er annað sem maður tekur eftir í Hvalfirði eru oft mengunarský frá járnblendiverksmiðjunni, sérstaklega þegar rok er....eins og loftað sé út af og til.

Það kom fram nýlega, í sjónvarpi að eftirlitsaðilar fara ekki þangað í skyndiskoðanir, heldur láta vita af sér með fyrirvara.......ekki mikið að marka það.Fullyrði að þar er ekki allt eins og á að vera, og það vita nágrannar örugglega.

þorsteinn (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 11:54

4 identicon

Kem sjaldan í bæinn, en dvel stundum aðeins.
Tek alltaf eftir þessu fyrst, svo verður maðursamdauna að mestu eftir nokkra daga. Finn þetta þá bara ef óvenju mikil er lyktin.
Svo fer ég heim, og finn þá vel fyrir fjósalykt af gallanum mínum.
ERGO, mig grunar að höfuðborgarbúar geri sér ekki alveg grein fyrir þessu. En þetta er bölvuð fýla, og ég finn hana í bíl móður minnar og af yfirhöfnum henna, - hún býr í Kópavogi.
Þar var ég eitt sinn staddur, og undraðist lyktina, sem hún fann alls ekki!

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 12:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.4.2013:

"Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gaf út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.

Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð.
"

Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 12:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.1.2013:

"Morgunútvarpið hefur fjallað um brennisteinsvetni í andrúmloftinu i vikunni, það er að segja mengun frá Hellisheiðarvirkjun sem berst yfir íbúðabyggð - til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

Mengunin getur valdið fólki óþægindum og til að mynda eru vísbendingar um að sala á astmalyfjum aukist í kjölfarið á mengunartoppum frá virkjuninni.

En brennisteinsvetni hefur áhrif á fleira og meðal annars er ýmiss konar tækjabúnaður viðkvæmur fyrir þessari mengun - til dæmis rekja tæknimenn í Útvarpshúsinu margvíslegar bilanir til mengunarinnar."

Brennisteinsvetni skemmir tæki

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 12:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2013:

"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.

Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.

Brennisteinsmengun í andrúmslofti
hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.

Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."

"Algengt er að það sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."

"Arnar Sigurður segir dæmi um að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."

Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 12:52

8 identicon

Í fréttinni er verið að fjalla um svifryksmengun vegna bíla sem flestir eru jú knúnir olíu.

Heilsu manna virðist ekki stafa hætta af því að búa við væga brennisteinsvetnismengun í lengri tíma skv. bráðabirgðaniðurstöðu stórrar rannsóknar frá Nýja Sjálandi og áhrifin gætu jafnvel verið jákvæð. En það breytir því þó ekki að OR fór allt of hratt í þessar virkjanir og án langtíma rannsókna eða viðbragðsáætlana sem alla jafna eru undanfarar vatnsaflsvirkjana.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 13:02

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, jákvæður fnykur og skemmdir á tækjum.

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 13:07

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 13:52

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta hafa Hvergerðingar búið við alla tíð og kvarta ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2014 kl. 14:54

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orkuframleiðsla:

"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 15:22

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.11.2011:

"Líklegt er að Orkuveita Reykjavíkur beri samkvæmt dómafordæmum hlutlæga ábyrgð á jarðskjálftum sem verða vegna niðurdælingar á Hellisheiði.

Til skamms tíma hefði þótt undarlegt - hreint grín - að ræða um ábyrgð á jarðskjálftum.

Jarðskjálftar eru meðal náttúruhamfara og hafa ekki verið taldir af mannavöldum.

Róbert R. Spanó lagaprófessor skrifar grein í Fréttablaðið í dag sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og ræðir þar um jarðskjálfta í kjölfar niðurdælingar affallsvatns á Hengilssvæðinu út frá sjónarhóli mannréttinda.

Fram kemur í grein Róberts að hann fjalli að þessu sinni um annað en hugsanlega skaðabótaskyldu vegna tjóns af völdum þessara manngerðu jarðskjálfta; bótaábyrgð er hins vegar umfjöllunarefni þessa pistils."

Bótaábyrgð vegna jarðskjálfta af mannavöldum

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 15:42

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.9.2011:

Manngerðir skjálftar á Hellisheiði auka álag og trufla vöktun vegna Kötlu


15.10.2011:

"Hvergerðingar ætla ekki að sætta sig við manngerðu jarðskjálftana sem starfsemi Orkuveitunnar hefur valdið.

Íbúarnir eru margir óttaslegnir og segja að sumir skjálftanna kalli fram erfiðar minningar.

Á annað hundruð jarðskjálftar
hafa orðið í dag við Hellisheiðarvirkjun og þar á meðal tveir á um 4 á Richter sem fundust víða á Suður- og Vesturlandi.

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir íbúa bæjarins hafa fengið sig fullsadda af þeim skjálftum sem verða af völdum niðurdælingar vatns frá virkjuninni.

"Ég held að það hljóti allir að vera sammála okkur í því að það er alveg ólíðandi að þurfa að búa við manngerða jarðskjálfta, nógu mikil er nú náttúruváin á Íslandi þó við séum ekki að bæta í hana með því að búa hana til," segir Aldís."

Manngerðir jarðskjálftar alls ekki í lagi

Þorsteinn Briem, 11.2.2014 kl. 16:10

15 identicon

Gunnar: Þetta er ekki neitt neitt í Hveragerði m.v. Reykjavík!
Enda vindar oftast austanstæðir, og gjarnan í átt að höfuðborginni.
Í vestanstæðum sem sjaldnar er, getur maður fundið "ilminn" alla leið austur í Rangárþing.
Nú á bara eftir að sundurbora allar helstu náttúruperlur Reykjaness, og þá geta höfuðborgarbúar notið hins vellyktandi úr næstum hvaða átt sem er.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 19:57

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvergerðingar hafa einmitt kvartað yfir þeirri brennisteinsmengun sem kemur frá virkjunuum í norðvestlægum áttum, enda er ólíku saman að jafna, eimyrjustrókunum sem standa stundum allt að 2000 metra upp í loftið frá virkjununum og litlu hverunum í Hveragerði.

Hvergerðingar hafa lýst yfir andstöðu við fleiri virkjanir, einkum Bitruvirkjun og Grændalsvirkjun, en búið er að sækja um leyfi til að hefja rannsóknarboranir vegna Grændalsvirkjunar sem verður alveg ofan í þeim.

Hvergerðingar fá hins vegar engu ráðið um þessi stóru virkjanaáform, vegna þess að svæðin eru á landssvæði Ölfushrepps og þetta sýnir hve gölluð núverandi skipan sveitarstjórnarvalds er hér á landi.

Ómar Ragnarsson, 11.2.2014 kl. 20:43

17 identicon

Hér má sjá styrk brennisteinsvetnis við Reykjahlíðarskóla.

Þessi gildi mun amk fimmfaldast við 45MW Bjarnarflagsvirkjun án hreinsibúnaðar.

Ath að bæði rauðu mæligildin og blá línan sýna 24 klst meðaltalsgildi en punktgildi geta orðið mikið hærri.

http://www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun/loftgaedamlingar-vi-grunnskola-skutustaarhrepps/

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 01:54

18 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hreint?  Nei.  Hveraorka er sennilega með mest mengandi orkuveitum sem til eru.  Það eru ekki mörg orkuver sem geta skemmt raftæki.  (Kjarnorkuver geta það, en þegar þau taka upp á því eru allir á stórum radíus í kringum þau dauðir, svo það skifir engu)

Á hinn bóginn gefur þetta ekki frá sér neinn CO2... sem hinsvegar ER EKKI MENGUN.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.2.2014 kl. 18:34

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 12.2.2014 kl. 18:51

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mengun er það þegar aðskotaefni komast út í umhverfið, þar sem þau geta valdið óstöðugleika, röskun, skaða og óþægindum í vistkerfinu.

Mengun getur verið kemískt efni eða orka eins og hávaði, hiti eða ljós [til að mynda hávaði vegna umferðar og ljósmengun í Reykjavík].

Mengunarvaldar geta komið fyrir náttúrulega en
þeir kallast aðskotaefni þegar þeir eru meira en náttúrulegt magn."

Mengun

Þorsteinn Briem, 12.2.2014 kl. 18:56

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Losun koltvísýrings frá jarðvarmavirkjunum hér á Íslandi árið 2009 var 185 þúsund tonn og brennisteinsvetnis árið 2008 31 þúsund tonn.

Jarðvarmavirkjanir, bls. 13

Þorsteinn Briem, 12.2.2014 kl. 20:04

22 identicon

Brennisteinsvetnið (H2S) er athyglisverður skratti, og það sem lyktin finnst af. Það er reyndar brúkað í iðnaði! En hér fer það bara sitt ferðalag út í lofthjúpinn, - rúllar hálfsýnilegt af stað, og lendir á höfuðborgarsvæðinu ósýnilegt.
Ég spurði Wiki frænda aðeins út í þetta, þótt að ég þekki svo sem materíalið, - maður kynnist þessu þegar maður er að hræra haug.
Wiki frændi sagði:

"Hydrogen sulfide is a highly toxic and flammable gas (flammable range: 4.3–46%). Being heavier than air, it tends to accumulate at the bottom of poorly ventilated spaces. Although very pungent at first, it quickly deadens the sense of smell, so potential victims may be unaware of its presence until it is too late. For safe handling procedures, a hydrogen sulfide material safety data sheet (MSDS) should be consulted.["

Happy hogmanay everybody!

Svo er það kolsýringurinn. Altso, - CO2 er ekki CO. Þetta veit Ómar. Báðir koma þarna upp, - co2 er baravæskill miðað við lyktarlausa eiturvirkni co......

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband