"We´ll bury you", ein illræmdasta hótun sögunnar.

Bandaríkjamenn og vestrænar þjóðir tóku það afar illa upp þegar ofangreind orð komu úr munni túlks Nikita Krústjofs, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, sem þýddi ummæli hans á rússnesku í rökræðum um það hvort kerfið, kaptíalisminn eða kommúnisminn, myndu hafa betur í kapphlaupi efnahagskerfanna.

Í ljósi kjarnorkuvopnaeignar Rússa fannst Vesturlandabúum svona hótun glæpsamleg og sýna fádæma illt innræti.

Svo mikið rót komst á fjölmiðla, sem slógu þessu svo rækilega upp að annað komst ekki að.

Að minnsta kosti minnist ég þess ekki að rétt skýring á ummælunum hafi komist að í fjölmiðlum fyrr en löngu seinna.

Skýringin var sú að Krústjof notaði rússneskt orðatiltæki sem er hliðstætt því þegar við segjum "við munum baka ykkur", "við munum salta ykkur", við munum steikja ykkur".

Bókstafleg merking setninganna, bæði hinnar rússnesku og hinna íslensku, er miklu harðari en raunveruleg merking þeirra, þegar þau eru skoðuð í samhengi við orðræðuna og tilefnið.

Túlkur Krústjofs féll í þá gryfju að þýða beint eftir orðanna hljóðan í stað þess að finna þýðingu sem skilaði raunverulegri merkingu þeirra.

 


mbl.is „Þú ert dauður“ ekki hótun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband