Ósnertanlegt forneskjuland.

Sádi-Arabía er land gríðarlegra andstæðna, hvað þjóðlíf og kjör þegnanna snertir. Leitun er að landi þar sem þvílíkt alræði spilltra valdahafa ríkir og þjóðlífið er njörvað niður í forneskjulegar viðjar misréttis og kúgunar kvenna. Við samanburðinn blikna léleg réttindi samkynhneigðra í Rússlandi, sem svo mikið hefur verið rætt um að undanförnu.

Hvers vegna fer "arabíska vorið" alveg fram hjá Sádi-Arabíu? Hvers vegna er ekki bullandi ólga í landinu?

Af því að það eru  til nógir peningar til að kaupa hvað sem þarf til að hafa alla góða í anda rómversku keisaranna sem héldu völdum með því að útvega tvennt; brauð og leiki.  

Svarið er sem sé sígilt og einfalt: Sádi-Arabía er og hefur verið langríkasta olíuríki heims, svo ríkt, að í lymskulegri samvinnu við Bandaríkjamenn tókst Sádunum að leggja stærsta skerfinn að því að fella Sovétríkin á sínum tíma og knýja þau til taps í Kalda stríðinu, einfaldlega með því að auka framboð á olíu og verðfella hana, en slíkt þoldi olíuframleiðslulandið Sovétríkin alls ekki.

Þegar krónprinsinn í Sadi-Arabíu fer á skíði í Klettafjöllum, tekur hann heilt hótel á leigu, þyrlur, limmósínur og herskara aðstoðarfólks, og hverfið þar sem hann býr er umgirt öryggisgirðingu.

Ofurjeppaelskendurnir Bandaríkjamenn hneykslast en láta gott heita því að þeir verða að hafa Sádana góða.

Við lifum á síðustu árum gróðæris olíualdar og allir beygja sig fyrir olíuguði þeim sem eru heimstrúarbrögðin núna í raun.

Kínverjar láta í raun gott heita að Bandaríkjamenn hafi tekið að sér að standa straum af því að vera alheimslögregla olíuvaldsins og ráðast inn í hvert það ríki, sem ógnað geti jafnvæginu sem tryggir jafnan straum svarta gullsins um allan heim.  

Sádarnir eru "hinir ósnertanlegu" okkar tíma.


mbl.is Kaupa rauðar rósir í laumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband