Það er munur eða hér heima.

Oftast eru janúar og febrúar með flestu og mestu vetrarveðrin hér á landi, stundum nær samfleytt eins og í hitteðfyrra. Snjór. Bandaríkjum

En í ár hafa íbúar á austurströnd Bandaríkjanna orðið að taka þetta á sig  og ljósmyndir sem birtast í fréttum fjölmiðla sýna ástand sem við erum vönust á þessum árstíma.

Á sama tíma sem hitinn er vel yfir meðallagi hér viku eftir viku og á sunnan  og vestaverðu landinu hefur veður verið með eindæmum hagfellt. Borgarnes 14.2.14

Læt flakka með myndir sem teknar voru um miðnæturskeið á við tunglsljós á leiðinni frá Ólafsvík til Reykjavíkur.

 Efri myndin er tekin rétt fyrir vestan Borgarnes og Hafnarfjallið er í baksýn, en nær er sá flötur jarðarinnar sem bílljósin lýsa upp.

Neðri myndin er tekin yfir Hvalfjarðarmynnið í átt að Esjunni, Kjalarnesi, Reykjanesfjallgarðinum og austurhluta Reykjavíkur. Hvalfj. 14.2.14 nótt

Það er ekki ónýtt að aka um fagrar slóðir í dimmasta skammdeginu og njóta landslagsins eins og um bjarta sumarnótt væri að ræða. Ís-land hvað?


mbl.is Miklar vetrarhörkur vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Króknar sjalla kollur á,
komast aldrei vestur,
kalið hjarta, köld er tá,
kynkuldinn þó verstur.

Þorsteinn Briem, 15.2.2014 kl. 13:21

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við erum ekkert endilega á þessum árstíma vönust þess konar ástandi sem verið hefur með köflum á austurströnd Bandaríkjanna. Ísland er ekkert sérlega snjóþungt land, allra síst sunnanlands og mikill snjór og þung ófærð er í það minnsta yfirleitt ekki stöðugt ástand að vetrarlagi þar eða annars staðar á landinu en það kemur fyrir. Hlákur og snjóleysi eða lítll snjór er hér líka algengt á vetrum og ekkert síður  dæmigert fyrir islenska vetrarveðráttu en mikil snjóþynglsi. Mikil snjóþyngsli eru síður en svo dæmigerð fyrir íslenska vetrarveðráttu sem er ótrúlega mild. En auðvitað gengur þetta svona sitt á hvað eftir árum eins og í Ameríku.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.2.2014 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband