"Dagur elskendanna", með sínu lagi.

Sumum þótti það óþarfi fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar Valdís heitin Gunnarsdóttir fór að fjalla um Valentínusardaginn og halda honum á lofti á Bylgjunni, fannst ekki við hæfi að taka upp "bandarískan hátiðisdag".

Fyrirbærið er þó alþjóðlegt og flestir íslenskir hátíðisdagar eru komnir til okkar frá útlöndum.

Hann hefur fyrir tilviljun verið markverður í mínu lífi vegna þess að ég hitti lífsförunaut minn 14. febrúar 1961 og við höfum haldið upp á hann æ síðan, þó lengst af án þess að vita af því að þetta væri Valentínusardagurinn.

Á hálfrar aldar afmæli fyrstu kynna okkar gerði ég lag og ljóð undir heitinu Dagur elskendanna og fékk Edgar Smára Atlason og Vilhjálm Guðjónsson til að renna því inn á disk. Syng það reyndar sjálfur æði oft á skemmtunum og stefni að því að gera það í kvöld.

Sendi öllum elskendum árnaðaróskir með því.

 

DAGUR ELSKENDANNA.

Með sínu lagi.

 

Þetta er dagurinn okkar sem eigum við nú

þegar örlögin réðust og ást, von og trú

urðu vegvísar okkar á ævinnar braut

gegnum unað og mótbyr, í gleði og þraut.

 

Þú varst hamingjusólin og heilladís mín

og ég hefði aldrei orðið að neinu án þín.

Ég í fögnuði þakka þegar faðmarðu mig

að hafa fengið að lifa og elska þig.

 

Og til síðasta dags, ár og síð hverja stund

þá mun sindra björt minning um elskenda fund.

Ég við ferðalok þakka, - straumur fer þá um mig, -

að hafa fengið að lifa og elska þig, -

að hafa fengið að lifa og elska þig.

 


mbl.is Krúttdagur þar sem allir eru góðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband