Réttarríkið fótum troðið.

Grundvöllur réttarríkisins og dómsmála er óhlutdræg og vönduð rannsókn, mannréttindi hins ákærða og jafnræði sækjanda og verjanda.

Allt var þetta fótum troðið gagnvart lítilmögnum, sem voru í raun dæmdir opinberlega í blaðafregnum á fyrsta útkomudegi blaða eftir að 746 breskir hermenn gengu hér á land 10. maí 1940. Það atriði er kannski mest sláandi hvernig "fjórða valdið" hegðaði sér í upphafi þessa máls.  Alma. Reykholti

Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Ölmu Ómarsdóttur í Reykholti í gærkvöldi.

Myndin sýnir hluta af fullum sal áheyrenda, þar sem fundarmenn komu fram með ýmsar áhugaverðar ábendingar og upplýsingar.

Með bráðabirgðalögum var ákvæðum um mannréttindi, svo sem um aldurstakmark, breytt og stofnað til sérstaks "dómstóls", þar sem af sami aðilinn framkvæmdi einhliða rannsókn á fyrirfram gildishlöðnum forsendum, setti fram ákæru og felldi fangelsisdóm yfir ákveðnum hópi stúlkna, sem aldrei fengu sér skipaðan verjanda né lögfræðing til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Herferðin í þessu máli, sem hafin var strax í fyrstu dagblöðunum sem komu út eftir að hermennirnir gengu á land, sýnir að ofangreint var myndbirting þjóðfélagsástands, sem olli því hve margt af mætu fólki sogaðist inn í þessa atburði.

Þetta þjóðfélagsástand beinlínis krafðist þessara harkalegu aðgerða.

Hliðstæð herferð, en þó felld undir gildandi lög, sem voru samt brotin í meðferð á ákærðum og öflun sakarefna, var hafin 1975 gegn nokkrum ungmennum.

Við höfðum sem sagt lítið sem ekkert lært á 35 árum og enn eru þessar tvær herferðir síðustu aldar ekki uppgerðar.

Það sýnir hve enn eimir eftir af viðhorfunum, sem birtust við landgöngu 746 hermanna 1940, að enn þann dag í dag skuli vera svona erfitt að afla samtímavitnisburða.

En við verðum að læra af sögunni og gera hana upp, - annars endurtekur hún sig.    


mbl.is Leitar „ástandsstúlkna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki mikið til þess að menn hendi grundvallar mannréttindum út um gluggann. Við sjáum t.d. hvernig meirihluti alþingis ákvað fyrir ekki margt löngu að ákæra Geir Haarde og ekki er hægt að segja að þar hafi verið gætt að grundvallar mannréttindum og reglum réttarríkisins í því ferli öllu.

Þegar dómstólar fara að láta almenningsálitið stýra sér þá er voðinn vís.

Jonni (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 13:09

2 identicon

Það eina sem virðist endurtaka sig er að fólk dæmir fortíðina eftir núgildandi reglum og heimtar uppgjör. En einn af grundvöllum réttarríkisins er að lög og reglur eru ekki afturvirk. Þannig er lagt til að réttarríkið sé afnumið svo fá megi þá niðurstöðu sem í nútímanum væri talin æskileg þó lög og reglur fortíðar hafi ekki gefið tilefni til athugasemda.

Oddur zz (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 13:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, þarf að sjálfsögðu ekki að segja lögfræðingnum Bjarna Benediktssyni að breyta þurfi stjórnarskránni til að hægt sé að leggja niður Landsdóm.

"Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur rétt að "setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.""

"14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."

Stjórnarskrá Íslands


Lög um Landsdóm nr. 3/1963


Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 13:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Málið snýst ekki um afturköllun játninga, heldur að játningarnar í málinu virðast hafa verið samdar af rannsóknaraðilum og togaðar út úr sakborningum með pyntingum.

Rannsakendurnir sýndu nefnilega fram á með óyggjandi hætti að þeir gátu fengið sakborninga til að játa hvaða þvælu sem var með því að fá þá alla í einangrun til að játa útgáfuna sem varð til að fjórir saklausir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald mánuðum saman.

Það er líka fáránlegt, eins og bent hefur verið á, að hamra á því að það þurfi ný sönnunargögn til að málið verði tekið upp aftur, því það voru einmitt aldrei nein sönnunargögn í málinu.

Að krefjast nýrra sönnunargagna er að snúa sönnunarbyrðinni við og ætlast til að sakborningar finni gögn sem sanni sakleysi þeirra."

Geirfinnsmálið, Brynjar og réttarríkið

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 13:23

5 identicon

"virðast hafa verið samdar af rannsóknaraðilum og togaðar út úr sakborningum með pyntingum." Sé hægt að sanna það (sem ekki hefur verið gert) og hafi það verið bannað þegar það átti að hafa skeð þá er grundvöllur fyrir endurupptöku. Því miður duga ekki getgátur, slúður og sögusagnir og því hefur ekki verið lagagrundvöllur fyrir endurupptöku.

Margt það sem áður voru viðurkenndar löglegar og almennar yfirhersluaðferðir er flokkað sem pyntingar í lögum nútímans. En það gagnast ekkert því nýrri lög hafa ekkert gildi í eldri málum. Annars væri endalaust verið að taka upp gömul mál þegar lög breytast.

Oddur zz (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 14:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".

Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni.
"

Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 15:40

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.9.1976:

"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."

Alþýðublaðið 15.09.1976


Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 15:46

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.12.2009:

"37 Íslendingar hafa horfið sporlaust hér á Íslandi frá árinu 1970 [einn á ári að meðaltali].

Allt eru þetta karlmenn og þrjú málanna tengjast hugsanlegum sakamálum.
"

"Í svörunum kemur fram að séu mannshvörf á sjó ekki tekin með í reikninginn, sé fjöldi horfinna á landi, í fossum og vötnum síðustu 39 ár 37."

"Meðalaldurinn við hvarf er 34 ár."

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 15:48

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins eru allir saklausir, þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönnuð.

Og á þeim voru framin gróf mannréttindabrot.

"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."

"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð

Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.

Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.

Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins.
"

Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi - Ýmis mannréttindi

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 16:09

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar um er að ræða sakamál er lögð rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið."

"Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal maður, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, talinn saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð."

Um lög og rétt - Eiríkur Tómasson, Réttarfar, 2. útg., bls. 202-204.

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 16:14

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öll mannréttinda- og neytendavernd hefur komið frá Evrópu; óumbeðin og í óþökk íslenskra yfirvalda; allt frá mannvirðingarákvæðum í stjórnarskránni frá 1874 og að þessum nýjustu mannréttindadómum."

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 16:39

14 identicon

Geir Haarde var og er brjóstumkennanlegur ræfill. Slappur.

Hefði geta orðið sæmilegur leigubílstjóri, event., en forsætisráðherra, halló!

Guð nennir ekki að blessa svona týpur. Má ekki vera að því, "too busy".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 16:53

15 identicon

Um 23 Íslendingar voru brenndir á báli fyrir galdra frá 14. og fram að 18. öld. Er ástæða til endurupptöku?

Mannréttindasáttmáli Evrópu öðlaðist lagagildi á Íslandi 1994 og "...saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð" kom í stjórnarskrána 1995. Og hafa ekkert gildi í eldri dómsmálum.

Oddur zz (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 16:54

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland hefur átt aðild að Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1948:

"5. gr. Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu."

"9. gr. Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi eða varðhald né gera útlæga."

"11. gr. Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir refsivert athæfi, skal telja saklausan, uns sök hans er sönnuð lögfullri sönnun fyrir opinberum dómstóli, enda hafi tryggilega verið búið um vörn sakbornings. ..."

Ísland hefur einnig til að mynda átt aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu, sem birtur var hér á Íslandi í Stjórnartíðindum A 11/1954:

"3. gr. Bann við pyndingum. Enginn maður skal sæta pyndingum eða ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu."

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 18:28

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flosi heitinn Ólafsson hlaut mikla gagnrýni fyrir það hvernig hann stillti Karl Schutz upp á vafasaman og glannlegan hátt í Áramótaskaupi. 20 árum síðar kom í ljós að sá þýski hafði starfað fyrir Gestapo á Ítalíu á stríðsárunum. Innsæi listamannsins Flosa reyndist hafa verið býsna gott.

Ómar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 18:36

18 identicon

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er viljayfirlýsing. Hún er ekki bindandi og hefur ekki lagagildi.

Með lögum nr. 62/1994 um Mannréttindasáttmála Evrópu var sáttmálinn lögfestur á Íslandi og hefur því gildi sem landslög frá 30. maí 1994. Fram að þeim tíma taldist hann ekki til Íslenskra réttarheimilda og í dómi Hæstaréttar 5.nóv.1991 kom fram að Mannréttindasáttmáli Evrópu hefði ekki lagagildi á Íslandi.

Mál verða aðeins dæmd eftir þeim lögum sem gilda þegar brot átti sér stað.

Oddur zz (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 21:23

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands

"65. gr. Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann eigi jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áður sólarhringur sé liðinn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald. ..."

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í upprunalegri mynd


"131. gr. Ef dómari eða annar opinber starfsmaður, sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri aðferð til þess að koma manni til játningar eða sagna, framkvæmir ólöglega handtöku, fangelsan eða leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum.

132. gr.
Ef opinber starfsmaður, sem í 130. gr. eða 131. gr. getur, gætir ekki af ásetningi eða stórfelldu gáleysi lögmætra aðferða við meðferð máls eða úrlausn, handtöku, hald, leit, fangelsan eða framkvæmd refsingar, eða við beitingu annarra áþekkra úrræða, þá skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum."

"134. gr. Misnoti opinber starfsmaður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta fangelsi allt að 3 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband