Stopp! - Gætum garðsins!

Eftirminnilegt síðdegi og kvöld eru að baki, frumsýning á stórmyndinni um Nóa, þar sem íslenskt landslag naut sín vel og síðan glæsilegir tónleikar í Hörpu.

Á slíkum degi hreyfir margt við huga manns og þetta spratt fram:

 

Stopp! - Gætum garðsins,

grassins og móabarðsins,

blómanna´og yndisarðsins

af útsýni fjallaskarðsins !

 

Stans! - Gætum fossa og flúða

með fegursta regnbogaúða

sem bylgjast um bergrisa prúða

og breiður af rósanna skrúða !

 

Djörf - grípum glaðbeitt til varna,

þótt grimm muni baráttan harðna !

Vort líf, það sé leiðarstjarna

landsins framtíðarbarna !

 

Heyr - Íslands herlúðra gjalla,

sem heita á landvætti alla

og lýð milli fjöru og fjalla

að friða -  í stað helgispjalla !

 

Kom  - í dýrð íssins og eimsins

í unaði bláfjallageimsins

og algleymi andlega seimsins

á Íslandi, gersemi heimsins !


mbl.is Sungu fyrir náttúru Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flottur!! Svo er bara að semja lag við þetta ljóð!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.3.2014 kl. 07:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Búinn að því, samdi lagið um leið og textann í gær.

Ómar Ragnarsson, 19.3.2014 kl. 12:13

3 identicon

Þá er bara að syngja'ða!

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband