24.3.2014 | 21:31
Það vantar Kína og jafnvel fleiri lönd.
Leiðtogar "sjö helstu efnahagsvelda heims" eru það ekki og hafa ekki verið það meðan Kína hefur vantað í hópinn, því að Kína er nú með næst stærsta hagkerfi heims.
Í Asíu og Suður-Ameríku eru auk Kína vaxandi iðnveldi á borð við Indland, Suður-Kóreu og Brasilíu sem sækja upp á við og fara að komast upp fyrir Ítalíu með sama áframhaldi.
Þessi sjö ríki virka svolítið eins og lokaður klíkuklúbbur og svo sem allt í lagi að þau ráði því sjálf hverjir eru í klúbbnum, en þá væri kannski kominn tími til að klúbburinn bæri eitthvert annað nafn.
Rússum sparkað út úr G8 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"The G7, or G-7, is a group consisting of the finance ministers of seven developed nations: Canada, France, Germany, Italy, Japan, the United Kingdom and the United States.
They are the seven wealthiest developed nations on Earth by national net wealth, as described in the Credit Suisse Global Wealth Report October 2013.
The G7 represents more than the 63% of the net global wealth ($241 trillions)."
Þorsteinn Briem, 24.3.2014 kl. 22:24
Nokkur dæmi árið 2013:
Share of world wealth:
Evrópusambandið 36,7%,
Bandaríkin 29,91%,
Frakkland 5,91%,
Þýskaland 5,35%,
Ítalía 4,92%,
Bretland 4,88%,
Kanada 2,83%,
Spánn 1,92%,
Rússland 1,51%,
Indland 1,5%,
Brasilía 1,31%,
Sviss 1,3%,
Suður-Kórea 1,27%.
Þorsteinn Briem, 24.3.2014 kl. 23:18
Þetta sýnir bara yfirlætið í því að telja sig verðuga til að vera í fínum klúbbi, rétt eins og þegar Kína var meinað að eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum og öryggisráði þess áratugum saman.
Ómar Ragnarsson, 25.3.2014 kl. 01:17
"Gross domestic product (GDP) dollar estimates are derived from purchasing power parity (PPP) calculations, per capita."
Kína er þar í 92. sæti.
Og ríki eru í alls kyns klúbbum úti um allar heimsins koppagrundir.
Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.