Það vantar Kína og jafnvel fleiri lönd.

Leiðtogar "sjö helstu efnahagsvelda heims" eru það ekki og hafa ekki verið það meðan Kína hefur vantað í hópinn, því að Kína er nú með næst stærsta hagkerfi heims.  

Í Asíu og Suður-Ameríku eru auk Kína vaxandi iðnveldi á borð við Indland, Suður-Kóreu og Brasilíu sem sækja upp á við og fara að komast upp fyrir Ítalíu með sama áframhaldi.

Þessi sjö ríki virka svolítið eins og lokaður klíkuklúbbur og svo sem allt í lagi að þau ráði því sjálf hverjir eru í klúbbnum, en þá væri kannski kominn tími til að klúbburinn bæri eitthvert annað nafn.   


mbl.is Rússum sparkað út úr G8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The G7, or G-7, is a group consisting of the finance ministers of seven developed nations: Canada, France, Germany, Italy, Japan, the United Kingdom and the United States.

They are the seven wealthiest developed nations on Earth by national net wealth
, as described in the Credit Suisse Global Wealth Report October 2013.

The G7 represents more than the 63% of the net global wealth ($241 trillions)."

Þorsteinn Briem, 24.3.2014 kl. 22:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nokkur dæmi árið 2013:

Share of world wealth:


Evrópusambandið 36,7%,

Bandaríkin 29,91%,

Frakkland 5,91%,

Þýskaland 5,35%,

Ítalía 4,92%,

Bretland 4,88%,

Kanada 2,83%,

Spánn 1,92%,

Rússland 1,51%,

Indland 1,5%,

Brasilía 1,31%,

Sviss 1,3%,

Suður-Kórea 1,27%.

Þorsteinn Briem, 24.3.2014 kl. 23:18

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta sýnir bara yfirlætið í því að telja sig verðuga til að vera í fínum klúbbi, rétt eins og þegar Kína var meinað að eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum og öryggisráði þess áratugum saman.

Ómar Ragnarsson, 25.3.2014 kl. 01:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gross domestic product (GDP) dollar estimates are derived from purchasing power parity (PPP) calculations, per capita."

Kína
er þar í 92. sæti.

Og ríki eru í alls kyns klúbbum úti um allar heimsins koppagrundir.

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband