Öll tvímæli tekin af í frumvarpi stjórnlagaráðs.

 Ef ný stjórnarskrá stjórnlagaráðs væri í gildi væru umræður um verkaskiptingu ríkisstjórnar og forseta Íslands varðandi utanríkismál óþarfar, því að í 109. grein hennar eru öll tvímæli tekin af um það:

 

109. grein.

Meðverð utanríkismála.

Utanríkismál og almennt fyrirsvar ríkisins á því sviði er á hendi ráðherra í umboði og undir eftirliti Alþkingis.

Ráðherrum er skylt að veita utanríkismálanefnd Alþingis upplýsingar um utanríkis- og varnarmál.

Ráðherra skal hafa samráð við nefndina áður en ákvörðun er tekin um mikilvæg utanríkismál.

Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti, skal háð samþykki Alþingis.

 

Skýrara getur þetta varla verið um það að valdið er Alþingis og ráðherra fer með það í umboði meirihluta Alþingis og skýr ákvæði um þetta eru nauðsynleg til þess að eyða óvissu og skapa festu.

Í ákvæðum um starf forseta Íslands í nýju stjórnarskránni er ekki frekar en í núverandi stjórnarskrá neitt sérstakt tiltekið um málfrelsi hans, sem þýðir að vísu að hann geti tjáð sig um utanríkismál eftir að hafa metið stöðu viðkomandi mála, en út á við er því slegið föstu að hann hafi ekki vald í þeim, heldur ráðherra í umboði Alþingis.

Nauðsynlegt er að skýr ákvæði gildi um utanríkismál því að gagnvart öðrum þjóðum er ótækt að vafi leiki um hana og hver fari með vald í þeim efnum.

Í núverandi stjórnarskrá úir og grúir af atriðum, sem óvissa getur ríkt um hvernig beri að túlka, og er breytt afstaða núverandi forseta frá afstöðu fyrri forseta um valdsvið forsetans dæmi um slíkt.

Bagaleg óvissa ríkir varðandi ýmsa þætti utanríkismála og samninga við aðrar þjóðir og alþjóðastofnanir, svo sem um afsal valds til þeirra, sem engin nútíma þjóð getur komist hjá að standa frammi fyrir í ótal samningum.    

Ef ákvæði frumvarps stjórnlagaráðs hefði til dæmis verið í gildi 2003 hefði EES-samningurinn farið í þjóðaratkvæði og á útmánuðum 2003 hefði verið öðruvísi að málum staðið varðandi aðild Íslands að innrásinni í Írak.  


mbl.is Forsetanum kunnugt um verkaskiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir hrunið voru það innlendir bófar sem spiluðu með forseta ræfilinn. Nú er það erlendir bófar.

Fer þetta bara ekki að verða nokkuð gott hjá Óla?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 18:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir eru þríeinn þeir,
þursaflokkur versti,
Óli grís er einn plús tveir,
með óteljandi lesti.

Þorsteinn Briem, 24.3.2014 kl. 19:54

5 identicon

Dýrin í Hálsaskógi töldu sig einnig vera með gott plagg, það var svotil samhljóma ykkar útópíu uppskrift og jafn nothæft.

Espolin (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 21:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanir manna skipta hér engu máli, hvað þá einhverra nafnleysingja.

Þorsteinn Briem, 24.3.2014 kl. 22:29

7 identicon

Skoðanir manna skipta hér engu máli, hvað þá einhvers steina briem sem ruglar út í eitt öllum til leiðinda og engum til gagns

Espolin (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 22:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Birti hér nær aldrei skoðanir undirritaðs.

Staðreyndir er það sem máli skiptir
og þær koma mjög svo við kaunin á svartstökkum og náhirðum, eins og mýgrútur af dæmum sannar.

Þorsteinn Briem, 24.3.2014 kl. 23:36

9 identicon

Staðreyndir er það sem máli skiptir, séu þær ekki settar þannig fram að enginn nennir að lesa leiðinlegan og illa uppsettan textann. Pennar sem geta ekki komið frá sér öðru en sundurlausum setningum í ýmsum leturþykktum verða fljótt einir um að lesa meira en fyrstu línuna. Þegar öskrað er af fullum krafti uppí eyrað á einhverjum þá verða viðbrögðin þau sömu hvað sem öskrað er.

Það eina sem allra flokka kvikindi, bæði kynin og allir aldursflokkar eru sammála um er að steini briem er afspyrnu leiðinlegur penni. En hann nýtur þess og misnotar að Ómar Ragnarsson er gestrisinn maður og góður við undirmálsfólk.

Espolin (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 00:51

10 identicon

Stjórnlagaráð var hópur af nytsömum sakleysingjum sem vildi vel en var notað af Samfylkingu til að koma inn ákvæðum sem heimilaði valdaframsal til Brussel (Grein 111)

Wilfred (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 11:10

11 identicon

Wilfred: "...hópur af nytsömum sakleysingjum sem vildi vel en var notaður..."

"Egregiously dopey"!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband