Yfirleitt miklu hærri tala fyrst.

Reynslan af nýjum framboðum á Íslandi er sú, að í allra fyrstu skoðanakönnunum um þau er oftast miklu meiri stuðningur við þau en kemur síðan upp úr kjörkössunum.

Þegar tilkynnt var um að Albert Guðmundsson væri að stofna stjórnmálaflokk vorið 1987 töldu 27% aðspurðra líklegt að þeir myndu styðja það framboð.

Borgaraflokkurinn fékk langt innan við helming af því fylgi í kosningunum. 

Svipað gilti um Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir kosningarnar 1995 og var raunar með hreinum ólíkindum hve mjög Alþýðuflokkurinn rétti úr kútnum á lokadögum kosningabaráttunnar á kostnað Þjóðvaka.

Hjá Gallup er svörunum skipt í flokka eftir því hvort fólki finnist mjög líklegt að það kjósi viðkomandi framboð eða hvort því finnist það frekar líklegt.

Reynslan sýnir oftast að þeir sem finnst það frekar líklegt reytist af í lokin og að útkoman verði jafnvel lægri í hópi þeirra sem finnst það mjög líklegt en skoðanakönnunin gaf til kynna.

En engu að síður er talan sem kemur fram í skoðanakönnun MMR mjög há og hærri en flestir hefðú átt von á.


mbl.is Framboð nyti mögulega 38% stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.4.2013:

"Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í framboðsræðu til formanns á landsfundi flokksins árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi og það væri eitthvað sem hún gæti ekki sætt sig við.

Þessi ummæli Hönnu Birnu hafa verið rifjuð upp í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7% í kosningunum á laugardaginn, sem er næstminnsta fylgi flokksins í sögunni."

Hanna Birna sagði árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi - Vildi setja markið miklu hærra

Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband