Órofa samstaða er forsenda árangurs.

Samvinna og samtakamáttur útivistarsamtaka og náttúruverndarsamtaka er fagnaðarefni. Með því er útvíkkaður sá vettvangur sem skapast hefur undanfarin ár með samvinnu umhverfis- og náttúruverndarsamta landsins, sem meðal annars skilaði af sér vandaðri vinnu 13 samtaka við að gera athugasemdir við meira en 60 virkjanakosti í rammaáætlun 2011.

Nú skellur á bylgja virkjanahugmynda sem krafist er að verði framkvæmdar með ómældu og óafturkræfu tjóni fyrir þau einstæðu heimsverðmæti sem íslensk náttúra, einkum á hinum eldvirka hluta Íslands, býr yfir.

Þar með eru nýju virkjanirnar orðnar meira en 90, í viðbót við þær 30 stóru virkjanir, sem þegar eru í landinu, eða alls meira en 120 stórar virkjanir um landið þvert og endilangt, frá ystu útnesjum inn í hjarta landsins, víðerni miðhálendisins.

Flutt eru nær daglega tíðindi af fjölda erlendra fyrirtækja sem falla undir trúboðið um dýrð "orkufreks iðnaðar" sem vilja bætast við þá tröllauknu stóriðju, sem lýst hefur verið yfir að sé "einhuga vilji" núverandi valdhafa að rísi í Helguvík.

Laxárdeilan 1970 kenndi náttúruverndarfólki í Þingeyjarsýslu þá grimmilegu lexíu, að valdið sem býr yfir stórvirkum vélum og sprengiefni, varð ekki stöðvað nema með dínamiti og órofa samstöðu andófsfólksins.

Órofa samtakamáttur þeirra sem vilja andæfa "hernaðinum gegn landinu" er grunnforsenda þess að einhver árangur náist.

Þess vegna er samstöðuyfirlýsing útivistarsamtakanna og náttúruverndarfólks gott veganesti inn í aðalfund Landverndar, sem verður haldinn í húsakynnum Ferðafélags Íslands nú eftir hádegið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 14:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 14:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2009:

Kostnaður við fyrstu fjóra áfanga Suðvesturlínu verður
um 27 milljarðar króna, miðað við verðlag í janúar 2009 [um 34 milljarðar króna á núvirði], en kostnaður vegna fimmta áfangans liggur ekki fyrir.

Álit Skipulagsstofnunar vegna Suðvesturlínu

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 14:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta varð stærsta útflutningsgreinin hér á Íslandi í fyrra, 2013.

Tekjur af erlendum ferðamönnum
voru þá 275 milljarðar króna, eða 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu.

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 14:12

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 14:14

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því meira virkjað,því fleiri ferðamenn.Því meiri hvalveiðar, því fleiri ferðamenn.Því meiri íslensk landbúnaðarframleiðsla, því fleiri ferðamenn.Því meiri makrílveiði,í andstöðu við Noreg og ESB, því fleiri ferðamenn.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2014 kl. 16:35

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því lengur sem Ísland er utan ESB,því fleiri ferðamenn.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2014 kl. 16:37

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttismálum, neytendamálum, umhverfismálum, menntamálum og vísinda- og tæknimálum.

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 16:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og [...] okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 16:44

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

(Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.)

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 16:45

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 16:47

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.3.2014:

"Samfylkingin mælist með 28% atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa ef kosið yrði nú.

Björt Framtíð
fengi tæp 25% og Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%.

Báðir þessir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa en Píratar og Vinstri Grænir einn hvor."

Samfylkingin stærst í borginni - Sjálfstæðisflokkurinn þriðji stærstur

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 17:02

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband