Ísland, viðundur á vesturlöndum.

Yfir aðalfundi Landverndar í dag grúfðu óverðurský í umhverfis- og náttúruverndarmálum, sem hrannast upp á himininn, ekki aðeins vegna nýrrar stórsóknar í hernaðinum gegn landinu í formi stórfjölgunar virkjunarhugmynda, heldur einnig á flestum öðrum sviðum í þessum málaflokki. Dæmi:

Íslendingar undirrituðu Ríó-sáttmálann 1992. Sem dæmi um höfuðáherslurnar í sáttmálanum voru sjálfbær þróun (þ.e. að stunda ekki rányrkju), varúðarreglan gagnvart náttúrunni (að náttúran njóti ávallt vafans, ef einhver er) og verndun mikilsverðra vistkerfa og landslagsheilda.

Undirritun Íslendinga hefur ekki reynst pappírsins virði. Við bæjardyr höfuðborgar Íslands er stunduð rányrkja á jarðvarmaorku og varúðarreglan, sem snýr að því að náttúran njóti vafans, var túlkuð öfugt þ. e. virkjununum í vil. Fullyrðingar virkjanaaðila um lausnir varðandi loftmengun stóðust ekki.

Núverandi valdaöfl reyna fyrir hvern mun að koma varúðarreglunni út úr nýjum náttúruverndarlögum.

Stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs, sem inniheldur ákvæði um sjálfbæra þróun, hefur verið vikið til hliðar, þrátt fyrir eindregna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarpínu í vil.   

Evrópuþjóðir staðfestu svonefndan Árósasáttmála um síðustu aldamót, nema Íslendingar.

Síðan dröttuðumst við til þess að lögfesta sáttmálann, en í Gálgahraunsmálinu hefur komið í ljós, að höfuðatriði sáttmálans, um lögaðild náttúruverndarsamtaka með fleiri en 30 félagsmenn að ákvörðunum, sem snerta umhverfi og náttúru, er túlkuð ógild hér á landi.

Dómskerfið, frá héraðsdómurum til Hæstaréttar, snýr þessu öllu á haus.

Afleiðingar úrskurða dómskerfisins í Gálgahraunsmálinu eru þær, að Vegagerðin og aðrir sambærilegir aðilar geta vaðið af stað í framkvæmdir, án þess að hafa gild leyfi, svo sem framkvæmdaleyfi eða mat á umhverfisáhrifum og notfært sér þá viðundurs sérstöðu að Árósasáttmálinn sé einski virði hér á landi, þannig að almannasamtök þúsunda fólks, sem á hagsmuna að gæta varðandi útivist, ferðamennsku og umgengni við náttúruna eru afgreidd út af borðinu og réttur þeirra einskis metinn.  

Nú virðist komin upp sú staða að í öllu valdakerfi Íslands, hjá löggjafarvaldinu, framkvæmdavaldinu og dómsvaldinu ríkir fyrirlitning á umhverfisverndar- og náttúruverndarfólki á sama tíma sem vilji er til að gefa hvers konar framkvæmdaaðilum veiðleyfi á landið og einstæða náttúru þess.

Þrátt fyrir þær ógnanir, sem nú hrannast upp í náttúruverndarmálum, ríkti mjög gefandi baráttuandi á aðalfundinum í dag. Maður kom endurnærður heim af því að ekkert er eins gefandi og sannfæringarkraftur og baráttuvilji hugsjónafólks.     

 


mbl.is Ísland krepptur hnefi um posa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sóði er hann Sigmundur,
sáttmálum hann eyðir,
veraldar er viðundur,
vina götu greiðir.

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 21:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.4.2014 kl. 21:48

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, það er rétt. Þetta lítur ekki vel út og framsjallar virðast viti sínu fjær.

Að öðru leiti með framtak Ögmundar og þessar rukkanir sem sumir hafa tekið uppá -að nú er eg ekki stuðningsmaður Ömma og mér fannst hann oftast standa sig illa í síðustu stjór og vera dragbítur á heildarmarkið og allt og viljugur til að stökkva alltaf á það sem var líklegt til vinsælda þá og þá stundina o.s.frv.

En þetta er rétt hjá honum. Það er auðvitað alveg rétt hjá honum sem hann sagði við gæjana þarna á geysi að hann ætti landið og allir íslendingar og ef hann yrði rukkaður mundi hann hringja á lögregluna. Þetta er alveg rétt attitjúd hjá honum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2014 kl. 00:08

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir Ómar þú ert og verða munt alltaf sannur í þínum verkum. Kveðja frá Fellsenda við vorum að lenda nú í kvöld. 500 km að baki og frábær baráttuandi á fundinum blés okkur krafti í brjóst.

Sigurður Haraldsson, 6.4.2014 kl. 00:35

5 identicon

Mér finnst það nú hryllileg framtíðarsýn að hingað komi miljónir ferðamanna

Grímur (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 08:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsækja nú Yellowstone-þjóðgarðinn á hverju ári en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi
og er þar í 235. sæti.

Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku voru hér að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu árið 2009.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum árið 2009.

Fleiri Íslendingar voru því á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009.

Þorsteinn Briem, 6.4.2014 kl. 11:17

7 identicon

Yfir 3 milljónir heimsækja eldfjallaþjóðgarðinn á Hawai, og sá er bara brotabrot af víðfeðmi Íslands.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband